Óttast „glatað sumar“ vegna tvöfaldrar skimunar Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2021 21:41 Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen, Hanna Katrín Friðriksson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir voru á meðal gesta í Sprengisandi. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skipta sköpum fyrir ferðaþjónustuna að fólk sé ekki skyldað til þess að vera í sóttkví milli skimana og er hún ekki hrifin af þeirri hugmynd að einhverjir gætu verið skyldaðir í farsóttahúsið ef þeir greinist með tiltekið afbrigði veirunnar. Hún efist um að það sé lagaheimild fyrir slíkum aðgerðum. „Þegar tvöfalda skimunin var sett á í ágúst, þá héldu allir að þetta væri allt saman búið; mönnum var veitt fálkaorðan og blómin voru dreifð út um allt. Það var svo mörgum þakkað fyrir að ég held að ef þið flettið upp í ræðum Alþingismanna á síðasta ári þá held ég að orðin „ég þakka“ komi þar mest fyrir af öllum orðum og það var klappað og klappað. Svo gerist það mánuði seinna að það verður einhver rosaleg bylgja og við lendum í þessari annarri bylgju sem allir aðrir eru að lenda í,“ sagði Sigríður í viðtali í Sprengisandi í dag. Hún segir tvöfalda skimun hafa haft lítið að segja þar og miðað við hennar kannanir hafi tilfelli sem greinast í seinni skimun verið „á pari“ við greind tilfelli innanlands. Hún myndi vilja fá frekari umræðu um hversu lengi eigi að halda sig við að skylda fólk í einangrun og mikill skortur sé á upplýsingum varðandi það. „Ég vil bara að þetta sé bara allt opið fyrir öllum til að allir geta áttað sig á þessu.“ Þá sé hún ekki hrifin af þeim hugmyndum að skylda alla í tvöfalda skimun til landsins og enn síður að fólk sé skyldað í farsóttahús. „Þessi umræða finnst mér orðin svolítið stjórnlaus, reyndar fyrir löngu. Það er engin lagaheimild fyrir svona ákvörðunum. Þetta finnst mér allt vanta og enn þá er ekki búið að breyta sóttvarnalögum.“ Umræðan um sóttvarnaaðgerðir hefst eftir nítjándu mínútu. „Er einhver virkilega að bóka sumarfrí núna í janúar?“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist gera sér grein fyrir því að staðan í ferðaþjónustunni sé erfið. Þó verði ekki litið fram hjá því að Ísland hafi náð mjög góðum árangri og hún hefur stutt aðgerðirnar til þessa. „Er einhver virkilega að bóka sumarfrí núna í janúar? Ferðaþjónustan hefur verið að tala um að í janúar sé aðallega verið að bóka sumarfríin, ég held að almennt í heiminum sé fólk ekki að hugsa um hvert það ætli að ferðast núna,“ sagði hún og bætti við að faraldurinn væri á uppleið allt í kringum okkur. Það sanni að Ísland hafi verið að gera rétta hluti. Þá segir hún flesta Íslendinga vilja frekar slaka á aðgerðum innanlands áður en ráðist sé í breytingar á landamærunum. Flestir séu jafnframt sáttir við sóttvarnaaðgerðir miðað við kannanir og því sé tæplega efst í huga fólks að huga að ferðalögum erlendis. „Hvað er að gerast núna í Danmörku og Bretlandi og varðandi flugið? Þar er verið að herða á öllu. Þetta snýst ekki bara um landamærin á Íslandi, þetta snýst náttúrulega um stöðuna í heiminum.“ Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Væntingastjórnun í bóluefnamálum fær falleinkunn „Við erum búin að fara í gegnum þessa fasa: Það er smitin, það eru sóttvarnaviðbrögðin og síðan er það bólusetningin. Alltaf lendum við í þessari upplýsingaóreiðu og það er alveg hárrétt – það er algjörlega óþolandi að það skuli ekki vera hægt að leggja þetta á borðið,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í umræðunni. Hún segir erfitt að vega og meta mismunandi þætti án nauðsynlegra upplýsinga, og því þurfi alltaf að taka afstöðu til afmarkaðra hluta hverju sinni. Bólusetningaráform skipti þó höfuðmáli en hún telur stjórnvöld hafa fallið á prófinu hvað varðar væntingastjórnun í þeim efnum. „Þar erum við búin að fá gríðarlega mismunandi upplýsingar. Einhver tiltekur það sem stendur í samningum við lyfjaframleiðendum, sem er háð allskonar takmörkunum, einhver talar bara um einhverjar vonir og svo eru enn aðrir sem tala um raunverulega afhendingaáætlun út frá raunveruleikanum,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að staðan væri ekki jafn góð og menn vildu láta fyrir nokkrum vikum. „Þetta blandast allt saman þannig að við verðum að hafa raunsanna mynd af því. Við erum búin að kaupa nóg bóluefni, þetta snýst um hvernig bólusetjum við. Á hvaða hraða það gerist. Flöskuhálsinn er afhendingin.“ Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. 9. janúar 2021 21:34 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Þegar tvöfalda skimunin var sett á í ágúst, þá héldu allir að þetta væri allt saman búið; mönnum var veitt fálkaorðan og blómin voru dreifð út um allt. Það var svo mörgum þakkað fyrir að ég held að ef þið flettið upp í ræðum Alþingismanna á síðasta ári þá held ég að orðin „ég þakka“ komi þar mest fyrir af öllum orðum og það var klappað og klappað. Svo gerist það mánuði seinna að það verður einhver rosaleg bylgja og við lendum í þessari annarri bylgju sem allir aðrir eru að lenda í,“ sagði Sigríður í viðtali í Sprengisandi í dag. Hún segir tvöfalda skimun hafa haft lítið að segja þar og miðað við hennar kannanir hafi tilfelli sem greinast í seinni skimun verið „á pari“ við greind tilfelli innanlands. Hún myndi vilja fá frekari umræðu um hversu lengi eigi að halda sig við að skylda fólk í einangrun og mikill skortur sé á upplýsingum varðandi það. „Ég vil bara að þetta sé bara allt opið fyrir öllum til að allir geta áttað sig á þessu.“ Þá sé hún ekki hrifin af þeim hugmyndum að skylda alla í tvöfalda skimun til landsins og enn síður að fólk sé skyldað í farsóttahús. „Þessi umræða finnst mér orðin svolítið stjórnlaus, reyndar fyrir löngu. Það er engin lagaheimild fyrir svona ákvörðunum. Þetta finnst mér allt vanta og enn þá er ekki búið að breyta sóttvarnalögum.“ Umræðan um sóttvarnaaðgerðir hefst eftir nítjándu mínútu. „Er einhver virkilega að bóka sumarfrí núna í janúar?“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist gera sér grein fyrir því að staðan í ferðaþjónustunni sé erfið. Þó verði ekki litið fram hjá því að Ísland hafi náð mjög góðum árangri og hún hefur stutt aðgerðirnar til þessa. „Er einhver virkilega að bóka sumarfrí núna í janúar? Ferðaþjónustan hefur verið að tala um að í janúar sé aðallega verið að bóka sumarfríin, ég held að almennt í heiminum sé fólk ekki að hugsa um hvert það ætli að ferðast núna,“ sagði hún og bætti við að faraldurinn væri á uppleið allt í kringum okkur. Það sanni að Ísland hafi verið að gera rétta hluti. Þá segir hún flesta Íslendinga vilja frekar slaka á aðgerðum innanlands áður en ráðist sé í breytingar á landamærunum. Flestir séu jafnframt sáttir við sóttvarnaaðgerðir miðað við kannanir og því sé tæplega efst í huga fólks að huga að ferðalögum erlendis. „Hvað er að gerast núna í Danmörku og Bretlandi og varðandi flugið? Þar er verið að herða á öllu. Þetta snýst ekki bara um landamærin á Íslandi, þetta snýst náttúrulega um stöðuna í heiminum.“ Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Væntingastjórnun í bóluefnamálum fær falleinkunn „Við erum búin að fara í gegnum þessa fasa: Það er smitin, það eru sóttvarnaviðbrögðin og síðan er það bólusetningin. Alltaf lendum við í þessari upplýsingaóreiðu og það er alveg hárrétt – það er algjörlega óþolandi að það skuli ekki vera hægt að leggja þetta á borðið,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í umræðunni. Hún segir erfitt að vega og meta mismunandi þætti án nauðsynlegra upplýsinga, og því þurfi alltaf að taka afstöðu til afmarkaðra hluta hverju sinni. Bólusetningaráform skipti þó höfuðmáli en hún telur stjórnvöld hafa fallið á prófinu hvað varðar væntingastjórnun í þeim efnum. „Þar erum við búin að fá gríðarlega mismunandi upplýsingar. Einhver tiltekur það sem stendur í samningum við lyfjaframleiðendum, sem er háð allskonar takmörkunum, einhver talar bara um einhverjar vonir og svo eru enn aðrir sem tala um raunverulega afhendingaáætlun út frá raunveruleikanum,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að staðan væri ekki jafn góð og menn vildu láta fyrir nokkrum vikum. „Þetta blandast allt saman þannig að við verðum að hafa raunsanna mynd af því. Við erum búin að kaupa nóg bóluefni, þetta snýst um hvernig bólusetjum við. Á hvaða hraða það gerist. Flöskuhálsinn er afhendingin.“
Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. 9. janúar 2021 21:34 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. 9. janúar 2021 21:34
Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54