Tveir með berkla á hjúkrunarheimili en hvorugur smitandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2021 15:01 Nesvellir er hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjanesbæ. Vísir/vilhelm Tveir starfsmenn Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ greindust með berkla í hefðbundinni heilbrigðisskoðun á dögunum. Hvorugur er smitandi. Til stendur að senda alla íbúa heimilisins í berklaprufu. Fréttablaðið greindi fyrst frá og vísaði í heimildir þess efnis að starfsfólki hafi verið tilkynnt um smitið fyrir viku og fólk í framhaldinu sent í skoðun. Þá hafi starfsfólkinu verið greint frá því á föstudag að fleiri í hópnum hafi mælst jákvæðir en ekki væri ljóst hvort þau væru með virkt smit. Í tilkynningu frá Hrafnistu á fimmta tímanum segir að berklasmitið hafi greinst nýlega. Frá þeim tíma hafi verið unnið að nánari greiningu og allir starfsmenn í dag farið í berklapruf. Enginn af starfsmönnum Hrafnistu hefur greinst smitandi. „Einnig er fyrirhugað að gera berklaprófanir hjá íbúum heimilisins og verða þeir ásamt ættingjum upplýstir um þá framkvæmd og hvenær hún fer fram. Þessir starfsferlar hafa verið unnir í fullu samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Göngudeild sóttvarna,“ segir í tilkynningu frá Neyðarstjórn Hrafnistu. „Göngudeild sóttvarna sinnir berklavörnum utan sjúkrahúsa og sér um smitrakningu í samvinnu við staðbundin heilbrigðisyfirvöld vakni grunur um berklasmit. Berklar eru orsakaðir af bakteríu sem er næm fyrir sýklalyfjum. Nokkrum sinnum á ári vaknar grunur um berklasmit hér á landi. Hefst þá rakning á hugsanlegu smiti sem sérstaklega beinist að þeim sem gætu hafa verið í nánum samskiptum við viðkomandi.“ Um tíu berklasmit á Íslandi á ári Berklasmit á Íslandi eru um tíu á ári, stundum færri og stundum fleiri, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en hann ræddi um berkla í tengslum við smit sem kom upp í Klettaskóla fyrir tveimur árum. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjanesbær Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá og vísaði í heimildir þess efnis að starfsfólki hafi verið tilkynnt um smitið fyrir viku og fólk í framhaldinu sent í skoðun. Þá hafi starfsfólkinu verið greint frá því á föstudag að fleiri í hópnum hafi mælst jákvæðir en ekki væri ljóst hvort þau væru með virkt smit. Í tilkynningu frá Hrafnistu á fimmta tímanum segir að berklasmitið hafi greinst nýlega. Frá þeim tíma hafi verið unnið að nánari greiningu og allir starfsmenn í dag farið í berklapruf. Enginn af starfsmönnum Hrafnistu hefur greinst smitandi. „Einnig er fyrirhugað að gera berklaprófanir hjá íbúum heimilisins og verða þeir ásamt ættingjum upplýstir um þá framkvæmd og hvenær hún fer fram. Þessir starfsferlar hafa verið unnir í fullu samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Göngudeild sóttvarna,“ segir í tilkynningu frá Neyðarstjórn Hrafnistu. „Göngudeild sóttvarna sinnir berklavörnum utan sjúkrahúsa og sér um smitrakningu í samvinnu við staðbundin heilbrigðisyfirvöld vakni grunur um berklasmit. Berklar eru orsakaðir af bakteríu sem er næm fyrir sýklalyfjum. Nokkrum sinnum á ári vaknar grunur um berklasmit hér á landi. Hefst þá rakning á hugsanlegu smiti sem sérstaklega beinist að þeim sem gætu hafa verið í nánum samskiptum við viðkomandi.“ Um tíu berklasmit á Íslandi á ári Berklasmit á Íslandi eru um tíu á ári, stundum færri og stundum fleiri, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en hann ræddi um berkla í tengslum við smit sem kom upp í Klettaskóla fyrir tveimur árum. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjanesbær Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira