Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 12:55 Pútín Rússlandsforseti býr sig undir að ávarpa báðar deildir rússneska þingsins í morgun. AP/Dmitrí Astakhov/Spútník Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja eru í lægstu lægðum um þessar mundir. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga frá 2014 og þá hafa tilræði Rússa gegn Sergei Skrípal á Englandi árið 2018 og Alexei Navalní í fyrra, kosningaafskipti og tölvuárásir þeirra gert samskiptin enn stirðari. Þá er nú vaxandi spenna vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu en þeir hafa stutt við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðu landinu frá því að þeir innlimuðu Krímskaga. Þrátt fyrir allt þetta hélt Pútín því fram í stefnuræðu sinni að hann sæktist eftir „góðum samskiptum“ við vestræn ríki og að síst vildi hann brenna brýr að baki sér. Sakaði hann vestræn ríki um einelti í garð Rússlands með „ólöglegum og pólitískum“ refsiaðgerðum sem sé ætlað að koma fram vilja þeirra gagnvart öðrum. „En ef einhver misskilur góðan ásetning okkar sem skeytingarleysi eða veikleika og reynir að brenna eða jafnvel sprengja þessar brýr upp ættu þeir að vita að viðbrögð Rússlands verða ósamhverf, snögg og harkaleg,“ hótaði Rússlandsforseti. Rússar muni sjálfir ákveða hvar mörkin liggja í samskiptum þeirra við vestræn ríki í hverju tilfelli fyrir sig, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Pútín. „Þeir sem standa fyrir ögrunum sem ógna grundvallaröryggishagsmunum Rússlands munu iðrast gjörða sinna sem aldrei fyrr,“ sagði forsetinn í hátt í áttatíu mínútna langri ræðu. Sakar vesturlönd um aðkomu að meintri valdaránstilraun Pútín virtist setja refsiaðgerðir vestrænna ríkja í samhengi við meinta valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta tilkynnti að hún hefði stöðvað fyrirhugað morðtilræði við forsetann sem Bandaríkjastjórn stæði að baki um helgina. Rússneska leyniþjónustan FSB hefði aðstoðað við að stöðva ráðabruggið. „Óréttlát beiting refsiaðgerða verður nú að einhverju hættulegra: valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Pútín í ræðu sinni. Pútín hefur staðið þétt við bakið á Lúkasjenka sem hefur reynt að bæla niður mikið andóf allt frá því að hann lýsti sjálfan sig sigurvegara forsetakosninga í fyrra. Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi andófsfólks í Hvíta-Rússlandi sem er í útlegð, vísaði ásökunum Lúkasjenka um morðtilræði gegn sér á bug og lýsti þeim sem „ögrun“. „Sú aðferð að skipuleggja valdarán og leggja á ráðin um pólitísk morð á hátt settum embættismönnum er of mikið og fer út fyrir öll mörk,“ sagði Pútín sem vestræn stjórnvöld telja að hafi persónulega fyrirskipað banatilræðin við Skrípal og Navalní. Minntist hvorki á Navalní né mótmælin Nafn Alexei Navalní, stjórnarandstæðingsins sem rússnesk yfirvöld halda í fangelsi, fór ekki um varir Pútín í ræðunni. Stuðningsmenn Navalní skipulögðu mótmæli um allt Rússland í dag til þess að krefjast þess að hann fái viðunandi læknisþjónustu. Stjórnarandstæðingurinn hefur verið í hungurverkfalli í þrjár vikur til þess að knýja á um að hann fái meðhöndlun vegna mikilla bak- og fótverkja. Læknar Navalní telja líf hans í hættu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg og lét handtaka nána bandamenn Navalní í morgun. Hún hefur áður látið leysa upp mótmæli til stuðnings Navalní með ofbeldi. Rússland Úkraína Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja eru í lægstu lægðum um þessar mundir. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga frá 2014 og þá hafa tilræði Rússa gegn Sergei Skrípal á Englandi árið 2018 og Alexei Navalní í fyrra, kosningaafskipti og tölvuárásir þeirra gert samskiptin enn stirðari. Þá er nú vaxandi spenna vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu en þeir hafa stutt við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðu landinu frá því að þeir innlimuðu Krímskaga. Þrátt fyrir allt þetta hélt Pútín því fram í stefnuræðu sinni að hann sæktist eftir „góðum samskiptum“ við vestræn ríki og að síst vildi hann brenna brýr að baki sér. Sakaði hann vestræn ríki um einelti í garð Rússlands með „ólöglegum og pólitískum“ refsiaðgerðum sem sé ætlað að koma fram vilja þeirra gagnvart öðrum. „En ef einhver misskilur góðan ásetning okkar sem skeytingarleysi eða veikleika og reynir að brenna eða jafnvel sprengja þessar brýr upp ættu þeir að vita að viðbrögð Rússlands verða ósamhverf, snögg og harkaleg,“ hótaði Rússlandsforseti. Rússar muni sjálfir ákveða hvar mörkin liggja í samskiptum þeirra við vestræn ríki í hverju tilfelli fyrir sig, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Pútín. „Þeir sem standa fyrir ögrunum sem ógna grundvallaröryggishagsmunum Rússlands munu iðrast gjörða sinna sem aldrei fyrr,“ sagði forsetinn í hátt í áttatíu mínútna langri ræðu. Sakar vesturlönd um aðkomu að meintri valdaránstilraun Pútín virtist setja refsiaðgerðir vestrænna ríkja í samhengi við meinta valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta tilkynnti að hún hefði stöðvað fyrirhugað morðtilræði við forsetann sem Bandaríkjastjórn stæði að baki um helgina. Rússneska leyniþjónustan FSB hefði aðstoðað við að stöðva ráðabruggið. „Óréttlát beiting refsiaðgerða verður nú að einhverju hættulegra: valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Pútín í ræðu sinni. Pútín hefur staðið þétt við bakið á Lúkasjenka sem hefur reynt að bæla niður mikið andóf allt frá því að hann lýsti sjálfan sig sigurvegara forsetakosninga í fyrra. Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi andófsfólks í Hvíta-Rússlandi sem er í útlegð, vísaði ásökunum Lúkasjenka um morðtilræði gegn sér á bug og lýsti þeim sem „ögrun“. „Sú aðferð að skipuleggja valdarán og leggja á ráðin um pólitísk morð á hátt settum embættismönnum er of mikið og fer út fyrir öll mörk,“ sagði Pútín sem vestræn stjórnvöld telja að hafi persónulega fyrirskipað banatilræðin við Skrípal og Navalní. Minntist hvorki á Navalní né mótmælin Nafn Alexei Navalní, stjórnarandstæðingsins sem rússnesk yfirvöld halda í fangelsi, fór ekki um varir Pútín í ræðunni. Stuðningsmenn Navalní skipulögðu mótmæli um allt Rússland í dag til þess að krefjast þess að hann fái viðunandi læknisþjónustu. Stjórnarandstæðingurinn hefur verið í hungurverkfalli í þrjár vikur til þess að knýja á um að hann fái meðhöndlun vegna mikilla bak- og fótverkja. Læknar Navalní telja líf hans í hættu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg og lét handtaka nána bandamenn Navalní í morgun. Hún hefur áður látið leysa upp mótmæli til stuðnings Navalní með ofbeldi.
Rússland Úkraína Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira