Ferðamenn dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða lögregluþjón á Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2021 23:47 Finnegan Lee Elder hlustar á dómara kveða upp dóm sinni. Hægra megin við hann, með ljósa grímu, er Gabriel Natale-Hjorth. AP/Gregorio Borgia Tveir bandarískir ferðamenn voru í dag dæmdir fyrir að myrða ítalskan lögregluþjón nærri hóteli þeirra í Róm árið 2019. Mennirnir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið en þeir héldu því fram að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þeir voru einnig fundnir sekir um tilraun til fjárkúgunar, mótþróa gegn valdstjórn og að bera stóran hníf án tilefnis. Í júlí 2019 voru þeir Finnegan Lee Elder (19) og Gabriel Christian Natale-Hjorth (18) staddir í Róm í fríi. Eftir deilur við fíkniefnasala stakk Elder lögregluþjóninn Mario Cerciello Rega ellefu sinnum. Elder viðurkenndi að hafa stungið Rega, samkvæmt frétt Reuters, en Bandaríkjamennirnir sögðust hafa talið Rega og starfsfélaga hans vera þrjóta sem hafi ætlað að ræna þá. Skömmu áður höfðu þeir reynt að kaupa fíkniefni af fíkniefnasala en sá mun hafa reynt að stinga af. Elder og Natale-Hjorth náðu að grípa tösku úr höndunum á manni sem var með fíkniefnasalanum og komust seinna að samkomulagi um að hitta þá og láta þá fá töskuna aftur í skiptum fyrir peningana þeirra. Frá dómsuppkvaðningunni í dag. Í stað fíkniefnasala mættu Rega og lögregluþjónninn Andra Varriale. Báðir voru óeinkennisklæddir og sagði Elder fyrir dómi að lögregluþjónarnir hefðu ráðist á sig og Natale-Hjorth. Því neitaði Varriale. Hann sagði þá hafa greinilega tilkynnt að þeir væru lögregluþjónar. Í ryskingum þeirra stakk Elder Rega ellefu sinnum með 18 sentímetra löngum hníf sem hann hafði flutt með sér frá Bandaríkjunum. Natale-Hjorth hélt því fram að hann hefði ekki vitað af því að Rega hefði tekið hníf með sér en fingrafar hans fannst þó á felustað hnífsins á hótelherbergi þeirra. Reuters segir fjölmiðla á Ítalíu hafa sagt frá því að fíkniefnasalinn hafi verið uppljóstrari lögreglunnar og hann hafi beðið um hjálp við að ná töskunni aftur. Dómarar höfnuðu málflutningi Bandaríkjamannanna alfarið og var þeim veitt þyngsta refsing sem mögulegt var. Með góðri hegðun gæti þeim verið sleppt á skilorð eftir 21 ár. Þeir geta þó áfrýjað dómnum. Francesco Petrelli, lögmaður Natale-Hjorth, segir dóminn vera rangan og sláandi. Ítalía Bandaríkin Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Þeir voru einnig fundnir sekir um tilraun til fjárkúgunar, mótþróa gegn valdstjórn og að bera stóran hníf án tilefnis. Í júlí 2019 voru þeir Finnegan Lee Elder (19) og Gabriel Christian Natale-Hjorth (18) staddir í Róm í fríi. Eftir deilur við fíkniefnasala stakk Elder lögregluþjóninn Mario Cerciello Rega ellefu sinnum. Elder viðurkenndi að hafa stungið Rega, samkvæmt frétt Reuters, en Bandaríkjamennirnir sögðust hafa talið Rega og starfsfélaga hans vera þrjóta sem hafi ætlað að ræna þá. Skömmu áður höfðu þeir reynt að kaupa fíkniefni af fíkniefnasala en sá mun hafa reynt að stinga af. Elder og Natale-Hjorth náðu að grípa tösku úr höndunum á manni sem var með fíkniefnasalanum og komust seinna að samkomulagi um að hitta þá og láta þá fá töskuna aftur í skiptum fyrir peningana þeirra. Frá dómsuppkvaðningunni í dag. Í stað fíkniefnasala mættu Rega og lögregluþjónninn Andra Varriale. Báðir voru óeinkennisklæddir og sagði Elder fyrir dómi að lögregluþjónarnir hefðu ráðist á sig og Natale-Hjorth. Því neitaði Varriale. Hann sagði þá hafa greinilega tilkynnt að þeir væru lögregluþjónar. Í ryskingum þeirra stakk Elder Rega ellefu sinnum með 18 sentímetra löngum hníf sem hann hafði flutt með sér frá Bandaríkjunum. Natale-Hjorth hélt því fram að hann hefði ekki vitað af því að Rega hefði tekið hníf með sér en fingrafar hans fannst þó á felustað hnífsins á hótelherbergi þeirra. Reuters segir fjölmiðla á Ítalíu hafa sagt frá því að fíkniefnasalinn hafi verið uppljóstrari lögreglunnar og hann hafi beðið um hjálp við að ná töskunni aftur. Dómarar höfnuðu málflutningi Bandaríkjamannanna alfarið og var þeim veitt þyngsta refsing sem mögulegt var. Með góðri hegðun gæti þeim verið sleppt á skilorð eftir 21 ár. Þeir geta þó áfrýjað dómnum. Francesco Petrelli, lögmaður Natale-Hjorth, segir dóminn vera rangan og sláandi.
Ítalía Bandaríkin Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira