Sterkur sjávarútvegur geti aukið verðmætasköpun um hundruð milljarða Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2021 20:30 Samkvæmt skýrslu sérfræðinga til sjávarútvegsráðherra hefur íslenskur sjávarútvegur þróast hratt á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast mikið á undanförnum árum og stendur sterkt og getur aukið verðmætasköpun sína um hátt í þrjú hundruð milljarða á næstu tíu árum. Þetta er niðurstaða viðamikillar skýrslu sérfræðihóps til sjávarútvegsráðherra sem kynnt var í dag. Skýrslan er unnin að fjórum óháðum sérfræðingum fyrir sjávarútvegsráðherra og spannar allan sjávarútveginn og hliðargreinar hans. Skýrsluhöfundar segja sjávarútveginn standa undir stöðugleika í íslenskum efnahagsmálum og skipta byggðir landsinis miklu máli. Samhliða honum hafi mikilvæg tækni, þjónustu og þróunarfyrirtæki vaxið og dafnað um allt land og skapað ný störf. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna sýna að sjávarútvegurinn standi sterkt og framtíðarmöguleikarnir séu miklir. „Við sjáum í þessari samantekt að af gefnum þeim forsendum sem skýrslan dregur upp að sjávarútvegurinn ætti að geta aukið virði framleiðslu sinnar um hátt í þrjú hundruð milljarða á næstu tíu árum. Sem gæti lagt okkur það lið í að standa vörð um þau lífskjör sem íslendingar vilja búa við,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór Júlíusson segir viðamikla skýrslu um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi mikilvægt innlegg í umræður um sjávarútveginn.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni kemur meðal annars fram að arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hafa verið mun hærri en veiðigjöld á árunum 2013 til 2019. En Ísland sé líka eina ríki Evrópu þar sem sjávarútvegur skilar ríkinu meiri tekjum en ríkið leggur til hans. Sjávarútvegsráðherra segir að seint muni skapast friður um fiskveiðistjórnunarkerfið þannig að allir verði fullsáttir. Skýrslan gefi hins vegar betra færi á að ræða þau mál á málefnalegum en hægt hafi verið. Í skýrslunni kemur fram að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja hafa verið mun meiri frá árinu 2013 til 2019 en veiðigjöld. Höfundar skýrslunnar taka ekki afstöðu til þess hvort það sé eðlilegt heldur draga það aðeins fram ásamt öðrum staðreyndum um stöðu sjávarútvegs og fiskeldis.sjávarútvegsráðuneytið „Hér fáum við hlutlæga og hlutlausa vísindamenn til að draga upp stöðuna í atvinnugreininni eins og hún er. Lýsa henni nákvæmlega. Þanig á þeim grunni geta stjórnmálamenn og aðrir rætt mögulegar væntingar og vilja sinn til breytinga á því sem fyrir liggur,“ segir Kristján Þór. Höfundar skýrslunnar eru prófessorarnir Sveinn Agnarsson og Sigurjón Arason, Dr. Hörður G. Kristinsson og Dr. Gunnar Haraldsson. Sveinn var jafnframt ritstjóri skýrslunnar. Hann segir styrkleika sjávarútvegsins liggja í hvernig staðið sé að rannsóknum, nýtingu stofnanna, aflamarkskerfinu og frjálsri verðmyndun á innlendum fiskmörkuðum. Þá skipti samþætt sjávarútvegsfyrirtæki miklu máli þar sem veiðar, vinnsla, sala og markaðssetning fari saman. Sveinn Agnarsson prófessor og ritstjóri skýrslunnar segir koma á óvart hvað samstarf sjávarútvegsfyrirtækja og tækni- og þróunarfyrirtækja hafi vaxið hratt.Stöð 2/Arnar „Svo er ekki síst þetta mikla samstarf á milli annars vegar sjávarútvegsfyrirtækja og hins vegar tækni og þróunarfyrirtækja. Hvorgur getur án hins verið. Þetta samstarf er mjög mikilvægt,“ segir Sveinn. Það hafi komið á óvart hvað þessi þróun hafi verið ör og hvað þetta samstarf væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki. Nú væru um tvö þúsund og fimm hundruð störf hjá fyrirtækjum í hliðargreinum við sjávarútveginn. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Tengdar fréttir Kristján Þór biðst afsökunar á brogaðri upplýsingagjöf ráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson ráðherra vonast til að draga megi lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð af hálfu ráðuneytisins; að mismuna í upplýsingagjöf aðgengi að skýrslu sem nú er til umfjöllunar. 12. maí 2021 14:54 Bein útsending: Staða og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, hefur boðað til opins streymisfundar þar sem kynnt verður skýrsla um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, sem tekin var saman að beiðni ráðherra. Fundurinn hefst klukkan 14. 12. maí 2021 13:59 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Skýrslan er unnin að fjórum óháðum sérfræðingum fyrir sjávarútvegsráðherra og spannar allan sjávarútveginn og hliðargreinar hans. Skýrsluhöfundar segja sjávarútveginn standa undir stöðugleika í íslenskum efnahagsmálum og skipta byggðir landsinis miklu máli. Samhliða honum hafi mikilvæg tækni, þjónustu og þróunarfyrirtæki vaxið og dafnað um allt land og skapað ný störf. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna sýna að sjávarútvegurinn standi sterkt og framtíðarmöguleikarnir séu miklir. „Við sjáum í þessari samantekt að af gefnum þeim forsendum sem skýrslan dregur upp að sjávarútvegurinn ætti að geta aukið virði framleiðslu sinnar um hátt í þrjú hundruð milljarða á næstu tíu árum. Sem gæti lagt okkur það lið í að standa vörð um þau lífskjör sem íslendingar vilja búa við,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór Júlíusson segir viðamikla skýrslu um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi mikilvægt innlegg í umræður um sjávarútveginn.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni kemur meðal annars fram að arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hafa verið mun hærri en veiðigjöld á árunum 2013 til 2019. En Ísland sé líka eina ríki Evrópu þar sem sjávarútvegur skilar ríkinu meiri tekjum en ríkið leggur til hans. Sjávarútvegsráðherra segir að seint muni skapast friður um fiskveiðistjórnunarkerfið þannig að allir verði fullsáttir. Skýrslan gefi hins vegar betra færi á að ræða þau mál á málefnalegum en hægt hafi verið. Í skýrslunni kemur fram að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja hafa verið mun meiri frá árinu 2013 til 2019 en veiðigjöld. Höfundar skýrslunnar taka ekki afstöðu til þess hvort það sé eðlilegt heldur draga það aðeins fram ásamt öðrum staðreyndum um stöðu sjávarútvegs og fiskeldis.sjávarútvegsráðuneytið „Hér fáum við hlutlæga og hlutlausa vísindamenn til að draga upp stöðuna í atvinnugreininni eins og hún er. Lýsa henni nákvæmlega. Þanig á þeim grunni geta stjórnmálamenn og aðrir rætt mögulegar væntingar og vilja sinn til breytinga á því sem fyrir liggur,“ segir Kristján Þór. Höfundar skýrslunnar eru prófessorarnir Sveinn Agnarsson og Sigurjón Arason, Dr. Hörður G. Kristinsson og Dr. Gunnar Haraldsson. Sveinn var jafnframt ritstjóri skýrslunnar. Hann segir styrkleika sjávarútvegsins liggja í hvernig staðið sé að rannsóknum, nýtingu stofnanna, aflamarkskerfinu og frjálsri verðmyndun á innlendum fiskmörkuðum. Þá skipti samþætt sjávarútvegsfyrirtæki miklu máli þar sem veiðar, vinnsla, sala og markaðssetning fari saman. Sveinn Agnarsson prófessor og ritstjóri skýrslunnar segir koma á óvart hvað samstarf sjávarútvegsfyrirtækja og tækni- og þróunarfyrirtækja hafi vaxið hratt.Stöð 2/Arnar „Svo er ekki síst þetta mikla samstarf á milli annars vegar sjávarútvegsfyrirtækja og hins vegar tækni og þróunarfyrirtækja. Hvorgur getur án hins verið. Þetta samstarf er mjög mikilvægt,“ segir Sveinn. Það hafi komið á óvart hvað þessi þróun hafi verið ör og hvað þetta samstarf væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki. Nú væru um tvö þúsund og fimm hundruð störf hjá fyrirtækjum í hliðargreinum við sjávarútveginn.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Tengdar fréttir Kristján Þór biðst afsökunar á brogaðri upplýsingagjöf ráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson ráðherra vonast til að draga megi lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð af hálfu ráðuneytisins; að mismuna í upplýsingagjöf aðgengi að skýrslu sem nú er til umfjöllunar. 12. maí 2021 14:54 Bein útsending: Staða og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, hefur boðað til opins streymisfundar þar sem kynnt verður skýrsla um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, sem tekin var saman að beiðni ráðherra. Fundurinn hefst klukkan 14. 12. maí 2021 13:59 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Kristján Þór biðst afsökunar á brogaðri upplýsingagjöf ráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson ráðherra vonast til að draga megi lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð af hálfu ráðuneytisins; að mismuna í upplýsingagjöf aðgengi að skýrslu sem nú er til umfjöllunar. 12. maí 2021 14:54
Bein útsending: Staða og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, hefur boðað til opins streymisfundar þar sem kynnt verður skýrsla um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, sem tekin var saman að beiðni ráðherra. Fundurinn hefst klukkan 14. 12. maí 2021 13:59