Mjög gott að sjá að við getum líka spilað vörn Andri Már Eggertsson skrifar 15. maí 2021 20:05 Patrekur var afar ánægður með varnarleik liðsins. Vísir/Hulda Stjarnan vann góðan þriggja marka sigur á Val í kvöld, 31-28. Góður lokakafli Stjörnunnar varð til þess að þeir lönduðu sigrinum sem Patrekur Jóhannesson þjálfari liðsins var sáttur með. „Þetta var hörkuleikur, við fengum góða markvörslu, varnarlega vorum við góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Við komum til baka eftir slæman kafla í upphafi seinni hálfleiks, sem ég er mjög ánægður með," sagði Patrekur. Fyrri hálfleikur Stjörnunnar var frábær þar sem þeir áttu afar góðan sóknarleik sem skilaði þeim 17 mörkum. „Við skoruðum 17 mörk, við fengum góða vörn í fyrri hálfleik. Við vildum mæta þeim hátt á völlinn sem gekk vel. Við höfum verið að skora mikið í undanförnum leikjum og gladdist ég mest yfir því að við getum spilað góða vörn." Stjarnan lenti í vandræðum í upphafi seinni hálfleiks sem varð til þess að Valur komst yfir í leiknum eftir að hafa lent 4 mörkum undir í fyrri hálfleik. „Við fengum ágætis færi á þessum kafla, Einar Baldvin varði vel á þessum tíma. Ég vill hrósa mínum mönnum fyrir að brotna ekki heldur halda áfram og koma til baka." Stjarnan lék með örfhentan leikmann á miðjunni sem gekk vel fyrir heimamenn og gat Patrekur verið sáttur með þetta vopn í liðinu. „Þetta útspil gekk vel á móti FH, þetta tekur smá tíma en mér fannst þetta ganga vel. Þetta er gott vopn fyrir okkur að hafa. Á þessum tíma var Brynjar Hólm vinstra megin, Hafþór á miðju og Pétur hægra megin, á meðan voru Björgvin og Tandri á bekknum," sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Stjarnan Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 31-28| Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vinnur góðan sigur á Val 31 - 28 og jafnar í leiðinni Val að stigum í deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg 15. maí 2021 19:33 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur, við fengum góða markvörslu, varnarlega vorum við góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Við komum til baka eftir slæman kafla í upphafi seinni hálfleiks, sem ég er mjög ánægður með," sagði Patrekur. Fyrri hálfleikur Stjörnunnar var frábær þar sem þeir áttu afar góðan sóknarleik sem skilaði þeim 17 mörkum. „Við skoruðum 17 mörk, við fengum góða vörn í fyrri hálfleik. Við vildum mæta þeim hátt á völlinn sem gekk vel. Við höfum verið að skora mikið í undanförnum leikjum og gladdist ég mest yfir því að við getum spilað góða vörn." Stjarnan lenti í vandræðum í upphafi seinni hálfleiks sem varð til þess að Valur komst yfir í leiknum eftir að hafa lent 4 mörkum undir í fyrri hálfleik. „Við fengum ágætis færi á þessum kafla, Einar Baldvin varði vel á þessum tíma. Ég vill hrósa mínum mönnum fyrir að brotna ekki heldur halda áfram og koma til baka." Stjarnan lék með örfhentan leikmann á miðjunni sem gekk vel fyrir heimamenn og gat Patrekur verið sáttur með þetta vopn í liðinu. „Þetta útspil gekk vel á móti FH, þetta tekur smá tíma en mér fannst þetta ganga vel. Þetta er gott vopn fyrir okkur að hafa. Á þessum tíma var Brynjar Hólm vinstra megin, Hafþór á miðju og Pétur hægra megin, á meðan voru Björgvin og Tandri á bekknum," sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Stjarnan Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 31-28| Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vinnur góðan sigur á Val 31 - 28 og jafnar í leiðinni Val að stigum í deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg 15. maí 2021 19:33 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 31-28| Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vinnur góðan sigur á Val 31 - 28 og jafnar í leiðinni Val að stigum í deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg 15. maí 2021 19:33