Ósanngjarnt að bera saman launakjör flugfélaganna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:59 Birgir Jónsson forstjóri Play Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir ósanngjarnt að bera saman launakjör nýstofnaðs lággjaldaflugfélags við önnur rótgróin flugfélög. Hann segir glærur sem birtar voru í morgun með áformum félagsins um lágan launakostnað eldgamlar og að þær eigi ekkert skylt við það sem félagið sé að gera í dag. Kjarasamningar félagsins séu ekkert til að skammast sín fyrir. Líkt og greint var frá á Vísi í morgun undirbjó Play á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. Glærurnar voru birtar á Vísi í morgun en á þeim má sjá hvernig launakostnaður bæði flugliða og flugmanna var einn helstu útgangspunktur kynningarinnar. Glærurnar eru frá nóvember 2019. Birgir segir flókið að ræða launakjör í fjölmiðlum og að þau eigi fyrst og fremst heima við kjarasamningsborðið. „Þessi glærukynning sem er birt í fjölmiðlum í morgun er eldgömul, frá þeim tíma sem fyrirtækið var á algjöru ungbarnastigi. Og á ekkert skylt við það sem við erum að gera í dag,” segir Birgir. „Þetta er alveg gríðarlega flókinn samanburður á stærðum sem er ekkert hægt að ræða í fjölmiðlum. Þetta samtal á að eiga sér stað við kjarasamningsborðið, eins og það hefur átt sér stað, enda erum við með fullgildan kjarasamning við íslenskt stéttarfélag og það er ekkert sem við höfum að skammast okkur fyrir eða stenst ekki fulla skoðun.” ASÍ hefur gagnrýnt launakostnað Play og hvatt bæði landsmenn og fjárfesta til þess að sniðganga félagið. Birgir segir að um sé að ræða aðför að flugfélaginu. Óskað hafi verið eftir samtali við ASÍ, án árangurs. „Kjarasamningurinn sem við erum að vinna eftir er hagstæðari, en hann hefur verið borinn saman við samkeppnisaðila okkar. En það er ekkert það sem þessi aðför ASÍ að okkur snýst um í þessari viku. Hún snerist um það að við vorum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og værum einhvern veginn að níða skóinn af starfsmönnum okkar. Við vísum því bara algjörlega til föðurhúsanna.” Birgir segir óeðlilegt að bera saman nýstofnað lággjaldaflugfélag við Icelandair. Félagið hefur krafið ASÍ um afsökunarbeiðni, ella muni það leita réttar síns. „Það er bara mjög ósanngjarnt því við erum ekkert að stilla okkar fyrirtæki upp í einhverri beinni samkeppni eða samanburði við Icelandair og enn og aftur, þessi aðför ASÍ að okkur snerist ekkert um það. Hún byrjaði þannig að við værum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og allir launþegar á Íslandi voru hvattir til að sniðganga fyrirtækið. Og nú er þetta farið að snúast um samanburð milli tveggja fyrirtækja á markaði, einkafyrirtækja. Þetta er bara algjörlega ótækt.” Kjaramál Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í morgun undirbjó Play á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. Glærurnar voru birtar á Vísi í morgun en á þeim má sjá hvernig launakostnaður bæði flugliða og flugmanna var einn helstu útgangspunktur kynningarinnar. Glærurnar eru frá nóvember 2019. Birgir segir flókið að ræða launakjör í fjölmiðlum og að þau eigi fyrst og fremst heima við kjarasamningsborðið. „Þessi glærukynning sem er birt í fjölmiðlum í morgun er eldgömul, frá þeim tíma sem fyrirtækið var á algjöru ungbarnastigi. Og á ekkert skylt við það sem við erum að gera í dag,” segir Birgir. „Þetta er alveg gríðarlega flókinn samanburður á stærðum sem er ekkert hægt að ræða í fjölmiðlum. Þetta samtal á að eiga sér stað við kjarasamningsborðið, eins og það hefur átt sér stað, enda erum við með fullgildan kjarasamning við íslenskt stéttarfélag og það er ekkert sem við höfum að skammast okkur fyrir eða stenst ekki fulla skoðun.” ASÍ hefur gagnrýnt launakostnað Play og hvatt bæði landsmenn og fjárfesta til þess að sniðganga félagið. Birgir segir að um sé að ræða aðför að flugfélaginu. Óskað hafi verið eftir samtali við ASÍ, án árangurs. „Kjarasamningurinn sem við erum að vinna eftir er hagstæðari, en hann hefur verið borinn saman við samkeppnisaðila okkar. En það er ekkert það sem þessi aðför ASÍ að okkur snýst um í þessari viku. Hún snerist um það að við vorum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og værum einhvern veginn að níða skóinn af starfsmönnum okkar. Við vísum því bara algjörlega til föðurhúsanna.” Birgir segir óeðlilegt að bera saman nýstofnað lággjaldaflugfélag við Icelandair. Félagið hefur krafið ASÍ um afsökunarbeiðni, ella muni það leita réttar síns. „Það er bara mjög ósanngjarnt því við erum ekkert að stilla okkar fyrirtæki upp í einhverri beinni samkeppni eða samanburði við Icelandair og enn og aftur, þessi aðför ASÍ að okkur snerist ekkert um það. Hún byrjaði þannig að við værum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og allir launþegar á Íslandi voru hvattir til að sniðganga fyrirtækið. Og nú er þetta farið að snúast um samanburð milli tveggja fyrirtækja á markaði, einkafyrirtækja. Þetta er bara algjörlega ótækt.”
Kjaramál Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira