Vill skylda alla lögreglumenn til að sækja sálfræðiþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. maí 2021 18:46 Setning Alþingis / Lögreglan Foto: Vilhelm Gunnarsson Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu þrjátíu árum. Formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar sláandi og hyggst leggja til að lögreglumönnum verði gert skylt að sækja sálfræðiþjónustu með reglulegu millibili. Lögreglumaður segir það hingað til hafa verið litið á það sem veikleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn. Um fjörutíu manns svipta sig lífi hér á landi ár hvert. Sjálfsvígstíðnin er einna hæst í lögreglunni, en þar er um það bil eitt sjálfsvíg annað hvert ár, eða sautján talsins á síðustu þrjátíu árum. „Þetta er bara ofboðslegt áhyggjuefni. Þegar maður sér svona tölur þá hugsar maður að það verði að gera eitthvað. Það verður að fá betri aðstoð fyrir lögreglumenn,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Því verði lagt til að sálfræðiþjónusta verði gerð að skyldu, líkt og þrekprófin. „Þeir sem ég hef talað við eru bara allir slegnir. Auðvitað hafa allir lögreglumenn vitað af sjálfsvígum félaga sinna í gegnum tíðina en það er svo vont og erfitt þegar þetta er sett svona niður á blað fyrir mann hvað þetta eru margir. Þetta slær mann í andlitið,” segir hann. Tölurnar voru teknar saman í heimildarmyndinni Þögul tár eftir Sigurbjörgu Söru Bergsdóttur, sem var forsýnd á þriðjudag. Lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson kom að gerð myndarinnar en hann hefur þurft að horfa á eftir mörgum félögum úr lögreglunni. „Maður þarf alltaf að vera sterkur. Það er sagt í boltanum að taka þetta á kassann, hætta að hugsa um þetta, þú hefðir ekki getað breytt neinu. En ef maður vinnur ekki í því þá safnast þetta bara upp,” segir Ragnar, sem kallar eftir breytingum. Ragnar Jónsson lögreglumaður kom að gerð myndarinnar Þögul tár, þar sem greint var frá sjálfsvígstíðni innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er bara með okkur eins og aðra. Á bak við brosið getur leynst eitthvað myrkur,” segir hann, spurður hvers vegna hann telji sjálfvígstíðnina innan lögreglunnar svo háa. Ragnar og Fjölnir segir að vissulega takist lögreglan á við erfið verkefni, en að stundum átti lögreglumenn sig ekki á hversu erfið þau eru. Það sé hluti af starfinu að koma á erfiðan vettvang, að koma að sjálfsvígum, dauðsföllum, slysum og fleiru, og það sé eitthvað sem þurfi að vinna úr. Þá hafi það hingað til verið litið á það sem veikleika eða skömm að viðurkenna vanmátt sinn. „Það var þannig áður fyrr þegar ég var að byrja að það var litið á það sem veikleikamerki ef þú varst miður þín eftir útkall og sagðist þurfa að taka þér smá frí. Þá var jafnvel hnippt í þig og spurt: ertu í réttu starfi?” segir Ragnar. Núna sé staðan önnur en að áfram þurfi að opna umræðuna. „Við tölum um umferðarslys og forum þá í að laga vegi til að tryggja öryggi okkar allra, en þegar sjálfsvígsumræðan ber á góma þá er eins og allir dragi sig inn í einhverja skel og að það megi ekki tala um þetta.” Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Um fjörutíu manns svipta sig lífi hér á landi ár hvert. Sjálfsvígstíðnin er einna hæst í lögreglunni, en þar er um það bil eitt sjálfsvíg annað hvert ár, eða sautján talsins á síðustu þrjátíu árum. „Þetta er bara ofboðslegt áhyggjuefni. Þegar maður sér svona tölur þá hugsar maður að það verði að gera eitthvað. Það verður að fá betri aðstoð fyrir lögreglumenn,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Því verði lagt til að sálfræðiþjónusta verði gerð að skyldu, líkt og þrekprófin. „Þeir sem ég hef talað við eru bara allir slegnir. Auðvitað hafa allir lögreglumenn vitað af sjálfsvígum félaga sinna í gegnum tíðina en það er svo vont og erfitt þegar þetta er sett svona niður á blað fyrir mann hvað þetta eru margir. Þetta slær mann í andlitið,” segir hann. Tölurnar voru teknar saman í heimildarmyndinni Þögul tár eftir Sigurbjörgu Söru Bergsdóttur, sem var forsýnd á þriðjudag. Lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson kom að gerð myndarinnar en hann hefur þurft að horfa á eftir mörgum félögum úr lögreglunni. „Maður þarf alltaf að vera sterkur. Það er sagt í boltanum að taka þetta á kassann, hætta að hugsa um þetta, þú hefðir ekki getað breytt neinu. En ef maður vinnur ekki í því þá safnast þetta bara upp,” segir Ragnar, sem kallar eftir breytingum. Ragnar Jónsson lögreglumaður kom að gerð myndarinnar Þögul tár, þar sem greint var frá sjálfsvígstíðni innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er bara með okkur eins og aðra. Á bak við brosið getur leynst eitthvað myrkur,” segir hann, spurður hvers vegna hann telji sjálfvígstíðnina innan lögreglunnar svo háa. Ragnar og Fjölnir segir að vissulega takist lögreglan á við erfið verkefni, en að stundum átti lögreglumenn sig ekki á hversu erfið þau eru. Það sé hluti af starfinu að koma á erfiðan vettvang, að koma að sjálfsvígum, dauðsföllum, slysum og fleiru, og það sé eitthvað sem þurfi að vinna úr. Þá hafi það hingað til verið litið á það sem veikleika eða skömm að viðurkenna vanmátt sinn. „Það var þannig áður fyrr þegar ég var að byrja að það var litið á það sem veikleikamerki ef þú varst miður þín eftir útkall og sagðist þurfa að taka þér smá frí. Þá var jafnvel hnippt í þig og spurt: ertu í réttu starfi?” segir Ragnar. Núna sé staðan önnur en að áfram þurfi að opna umræðuna. „Við tölum um umferðarslys og forum þá í að laga vegi til að tryggja öryggi okkar allra, en þegar sjálfsvígsumræðan ber á góma þá er eins og allir dragi sig inn í einhverja skel og að það megi ekki tala um þetta.”
Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira