Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. maí 2021 14:51 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. vísir/Vilhelm Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla var samþykkt á Alþingi í dag. Þrjátíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en ellefu á móti og tólf greiddu ekki atkvæði. Samkvæmt frumvarpinu stendur til að útdeila alls 400 milljónum króna í styrki til einkarekinna fjölmiðla sem geta sótt um 25 prósenta endurgreiðslu á stuðningshæfum kostnaði; eða launum og verktakagreiðslum sem falla til við að afla og miðla fréttum. Frumvarpið hefur verið umdeilt og tekið umtalsverðum breytingum í meðferð þingsins. Ólíkt því sem lagt var upp með er styrkjakerfið nú tímabundið og gildir einungis út næsta ár. Til stendur að skoða umsvif Ríkisútvarpsins og erlendra efnisveitna á auglýsingamarkaði á þeim tíma sem styrkjakerfið gildir. Greiðsluþak styrkja til einstakra fjölmiðla nemur 100 milljónum króna. Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag.vísir/Sigurjón Lilja sagði atkvæðagreiðsluna sögulega. „Því að hér er verið að stíga langþráð skref. Markmið laganna er að efla einkarekna fjölmiðla, auka fjölmiðlafrelsi og styrkja stöðu fjölmiðla til að sinna sínu lýðræðislega hlutverki,“ sagði hún og vísaði til þess að tilurð frumvarpsins mætti rekja til starfshóps sem var skipaður árið 2016. „Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð jafnvel þó að hann kunni að vera sá fyrsti af mörgum til að efla íslenska fjölmiðla,“ sagði Lilja. Ekki voru allir sammála um ágæti frumvarpsins og sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er hann greiddi atkvæði að málið væri ömurlegt og arfavitlaust. Ömurlegt og arfavitlaust voru orðin sem Guðmundur Ingi notaði til að lýsa frumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þetta heita einkareknir fjölmiðlar. Núna verða þetta einkareknir fjölmiðlar á ríkisstyrk. Fjölmiðlar fá allt upp undir 100 milljónir, í eigu auðmanna. Á sama tíma er ég að fá tölvupóst eftir tölvupóst, þar sem fólk spyr mig hvernig þau eigi að eiga mat eftir fyrstu vikuna í mánuðinum. Þetta er ömurlegt mál og ég segi nei.“ Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði fulla ástæðu til þess að styrkja fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra. Hann vísaði þó í álit sitt og minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar þar sem lagt var til að styrkjaþakið yrði lækkað. „Við hefðum kosið að þingið hefði samþykkt breytingartillögu okkar sem miðaði að því að hafa styrkina lægri þannig að þeir mundu nýtast fleirum og myndu nýtast betur minni fjölmiðlum en meirihluti þingsins leit ekki svo á og því fór sem fór. En engu að síður þá tel ég að þetta sé framfaramál og við munum styðja þetta mál,“ sagði Guðmundur. Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Þrjátíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en ellefu á móti og tólf greiddu ekki atkvæði. Samkvæmt frumvarpinu stendur til að útdeila alls 400 milljónum króna í styrki til einkarekinna fjölmiðla sem geta sótt um 25 prósenta endurgreiðslu á stuðningshæfum kostnaði; eða launum og verktakagreiðslum sem falla til við að afla og miðla fréttum. Frumvarpið hefur verið umdeilt og tekið umtalsverðum breytingum í meðferð þingsins. Ólíkt því sem lagt var upp með er styrkjakerfið nú tímabundið og gildir einungis út næsta ár. Til stendur að skoða umsvif Ríkisútvarpsins og erlendra efnisveitna á auglýsingamarkaði á þeim tíma sem styrkjakerfið gildir. Greiðsluþak styrkja til einstakra fjölmiðla nemur 100 milljónum króna. Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag.vísir/Sigurjón Lilja sagði atkvæðagreiðsluna sögulega. „Því að hér er verið að stíga langþráð skref. Markmið laganna er að efla einkarekna fjölmiðla, auka fjölmiðlafrelsi og styrkja stöðu fjölmiðla til að sinna sínu lýðræðislega hlutverki,“ sagði hún og vísaði til þess að tilurð frumvarpsins mætti rekja til starfshóps sem var skipaður árið 2016. „Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð jafnvel þó að hann kunni að vera sá fyrsti af mörgum til að efla íslenska fjölmiðla,“ sagði Lilja. Ekki voru allir sammála um ágæti frumvarpsins og sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er hann greiddi atkvæði að málið væri ömurlegt og arfavitlaust. Ömurlegt og arfavitlaust voru orðin sem Guðmundur Ingi notaði til að lýsa frumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þetta heita einkareknir fjölmiðlar. Núna verða þetta einkareknir fjölmiðlar á ríkisstyrk. Fjölmiðlar fá allt upp undir 100 milljónir, í eigu auðmanna. Á sama tíma er ég að fá tölvupóst eftir tölvupóst, þar sem fólk spyr mig hvernig þau eigi að eiga mat eftir fyrstu vikuna í mánuðinum. Þetta er ömurlegt mál og ég segi nei.“ Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði fulla ástæðu til þess að styrkja fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra. Hann vísaði þó í álit sitt og minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar þar sem lagt var til að styrkjaþakið yrði lækkað. „Við hefðum kosið að þingið hefði samþykkt breytingartillögu okkar sem miðaði að því að hafa styrkina lægri þannig að þeir mundu nýtast fleirum og myndu nýtast betur minni fjölmiðlum en meirihluti þingsins leit ekki svo á og því fór sem fór. En engu að síður þá tel ég að þetta sé framfaramál og við munum styðja þetta mál,“ sagði Guðmundur.
Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira