Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sylvía Hall skrifar 29. maí 2021 16:16 Sara Dögg Svanhildardóttir segir það vera vonbrigði að hafa ekki fengið 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa sóst eftir því. Vísir/Egill Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. „Ég hef verið, að ég held og þó ég segi sjálf frá, mjög öflugur bæjarfulltrúi. Það vissulega kom mér á óvart að ég fengi ekki sæti,“ segir Sara Dögg í samtali við Vísi. Hún segir uppstillingarnefndina hafa rökstutt ákvörðun sína með þeim hætti að vera hennar á listanum myndi gera hann of einsleitan og að hún væri of gömul. „Ég sem hafði haldið að það væri enginn eins og ég. Mér fannst það svolítið skondið. Svo er ég talin of gömul. Það eru rökin sem ég fæ.“ Viðreisn kynnti lista sinn í kjördæminu á fimmtudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, leiðir listann en í öðru sætinu kemur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson nýr inn. Viðreisn náði inn tveimur mönnum á þing í kjördæminu í síðustu kosningum. „Pólitíkin er víða“ Sara Dögg segir þetta mikil vonbrigði fyrir sig persónulega, þó hún viti að enginn eigi kröfu til sætis á lista. Sjálf hefði hún þó haldið að vinna hennar sem bæjarfulltrúi sýndi fram á málefni sem fólk vildi sjá fara lengra. „Ég veit að ég er með stuðning í þessu kjördæmi og búin að vinna þannig vinnu sem bæjarfulltrúi að ég held að það sé ýmislegt að finna eftir mig sem fólk hefði viljað sjá að ég tæki lengra,“ segir hún en bætir við að nú muni hún beina kröftum sínum að starfi sínu sem bæjarfulltrúi í Garðabæ, enda brenni hún fyrir því starfi. Þónokkur umræða hefur skapast í kringum uppstillingu Viðreisnar fyrir komandi kosningar, en fyrr í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannessyni hefði verið boðið 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sjálfur sagðist hann hafa samþykkt það gegn því að fá afsökunarbeiðni, sem hann fékk ekki. Hann er því ekki á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Sara Dögg segist þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið undanfarið. Hún vildi því upplýsa félaga sína í flokknum um milli hverra valið stóð, en nokkrir hafi sóst eftir 3. sætinu. „En leynd ríkir yfir hverjir gefa kost á sér,“ skrifaði Sara Dögg á Facebook. Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
„Ég hef verið, að ég held og þó ég segi sjálf frá, mjög öflugur bæjarfulltrúi. Það vissulega kom mér á óvart að ég fengi ekki sæti,“ segir Sara Dögg í samtali við Vísi. Hún segir uppstillingarnefndina hafa rökstutt ákvörðun sína með þeim hætti að vera hennar á listanum myndi gera hann of einsleitan og að hún væri of gömul. „Ég sem hafði haldið að það væri enginn eins og ég. Mér fannst það svolítið skondið. Svo er ég talin of gömul. Það eru rökin sem ég fæ.“ Viðreisn kynnti lista sinn í kjördæminu á fimmtudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, leiðir listann en í öðru sætinu kemur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson nýr inn. Viðreisn náði inn tveimur mönnum á þing í kjördæminu í síðustu kosningum. „Pólitíkin er víða“ Sara Dögg segir þetta mikil vonbrigði fyrir sig persónulega, þó hún viti að enginn eigi kröfu til sætis á lista. Sjálf hefði hún þó haldið að vinna hennar sem bæjarfulltrúi sýndi fram á málefni sem fólk vildi sjá fara lengra. „Ég veit að ég er með stuðning í þessu kjördæmi og búin að vinna þannig vinnu sem bæjarfulltrúi að ég held að það sé ýmislegt að finna eftir mig sem fólk hefði viljað sjá að ég tæki lengra,“ segir hún en bætir við að nú muni hún beina kröftum sínum að starfi sínu sem bæjarfulltrúi í Garðabæ, enda brenni hún fyrir því starfi. Þónokkur umræða hefur skapast í kringum uppstillingu Viðreisnar fyrir komandi kosningar, en fyrr í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannessyni hefði verið boðið 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sjálfur sagðist hann hafa samþykkt það gegn því að fá afsökunarbeiðni, sem hann fékk ekki. Hann er því ekki á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Sara Dögg segist þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið undanfarið. Hún vildi því upplýsa félaga sína í flokknum um milli hverra valið stóð, en nokkrir hafi sóst eftir 3. sætinu. „En leynd ríkir yfir hverjir gefa kost á sér,“ skrifaði Sara Dögg á Facebook.
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43
Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17
Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32