Couzens játar að hafa myrt Everard Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 13:01 Hinn 48 ára Wayne Couzens mætti fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. Hann játaði í morgun að bera ábyrgð á andláti Söruh Everard. Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur játað að hafa myrt Söruh Everard í mars síðastliðnum Couzens rændi Everard, þegar hún var að ganga heim frá vini sínum í Clapham þann 3. mars, áður en hann keyrði með hana í burt á bíl sem hann hafði tekið á leigu. Lík hinnar 33 ára gömlu Everard fannst viku síðar í skóglendi nærri Ashford í Kent, stuttan spöl frá landi í eigu Couzens. Henni hafði verið nauðgað og hún kyrkt til dauða. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Réttarhöld yfir Couzens standa nú yfir og mun dómur falla þann 29. september næskomandi. Couzens játaði þann 8. júní síðastliðinn að hafa nauðgað og rænt Everard og sagðist hann þá bera ábyrgð á andláti hennar, en hann tók ekki formlega afstöðu til þessa ákæruliðar fyrr en í dag. Cressida Dick, lögreglustjóri í Lundúnum, var stödd í réttarsal þegar Couzens játaði á sig morðið. Fyrir utan dómsalinn sagðist hún reið og fyllt viðbjóði vegna glæpa Couzens. „Þetta er hræðilegt og öllum, sem sinna löggæslustarfi, líður eins og þau hafi verið svikin,“ bætti hún við. Lokkaði Couzens með því að kveikja neyðarljósin í bílnum Að sögn Toms Little saksóknara í málinu þekktust Everard og Couzens ekkert áður en hann myrti hana. Rannsakendur beindu sjónum sínum að honum eftir að sást til þeirra Everard og Couzens standa saman við bíl og náðist það á upptöku í öryggismyndavélum. Bíllinn sem þau stóðu við var bíll sem Couzens hafði tekið á leigu og hafði hann kveikt á neyðarljósinu í bílnum. Couzens yfirbugaði Everard og keyrði með hana frá Lundúnum til Tilmanstone, nærri Deal í Kent. Rannsakendur gátu rakið ferðir bílsins með notkun öryggismyndavélina og fengu síðan upplýsingar um ökumann bílsins hjá bílaleigunni. Þá hafði Couzens keypt rúllu af plastfilmu sama dag sem talið er að hann hafi notað við morðið. Couzens hafði skráð eigið nafn fyrir bílnum sem hann tók á leigu síðdegis daginn sem hann rændi Everard og skilaði bílnum morguninn eftir. Hann var síðan handtekinn þann 9. mars, nokkrum mínútum eftir að hann hafði eytt öllum gögnum úr símanum sínum. Sagði austurevrópska glæpamenn hafa ógnað sér Eftir handtökuna var Couzens leiddur til yfirheyrslu en svo virðist sem hann hafi verið undirbúinn með sögu um tildrög morðsins þegar að skýrslutöku kom. Hann sagðist hafa verið í fjárhagsvandræðum og komist upp á kant við glæpagengi frá Austur-Evrópu sem hafði hótað lífi hans og fjölskyldu hans. Gengið hafi krafist þess að hann afhenti þeim stúlku eftir að hann hafði ekki gert upp skuld við vændiskonu á vegum þeirra nokkrum vikum áður. Hann sagðist hafa rænt Everard, keyrt hana frá Lundúnum og afhent hana þremur austurevrópskum karlmönnum í sendibíl í Kent. Þá hafi hún enn verið á lífi og ósködduð. Á sama tíma hafði lögreglan komist á snoðir um það að Couzens og eiginkona hans ættu litla jörð í skóglendi í Ashford. Símagögn frá síma Everard leiddu lögreglumenn að sama skógi og fannst lík Everard smáspöl frá landareign Couzens. England Morðið á Söruh Everard Bretland Tengdar fréttir Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun. 8. júní 2021 11:47 Þrengt var að hálsi Söruh Everard Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag. 1. júní 2021 14:44 Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. 15. mars 2021 20:48 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Lík hinnar 33 ára gömlu Everard fannst viku síðar í skóglendi nærri Ashford í Kent, stuttan spöl frá landi í eigu Couzens. Henni hafði verið nauðgað og hún kyrkt til dauða. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Réttarhöld yfir Couzens standa nú yfir og mun dómur falla þann 29. september næskomandi. Couzens játaði þann 8. júní síðastliðinn að hafa nauðgað og rænt Everard og sagðist hann þá bera ábyrgð á andláti hennar, en hann tók ekki formlega afstöðu til þessa ákæruliðar fyrr en í dag. Cressida Dick, lögreglustjóri í Lundúnum, var stödd í réttarsal þegar Couzens játaði á sig morðið. Fyrir utan dómsalinn sagðist hún reið og fyllt viðbjóði vegna glæpa Couzens. „Þetta er hræðilegt og öllum, sem sinna löggæslustarfi, líður eins og þau hafi verið svikin,“ bætti hún við. Lokkaði Couzens með því að kveikja neyðarljósin í bílnum Að sögn Toms Little saksóknara í málinu þekktust Everard og Couzens ekkert áður en hann myrti hana. Rannsakendur beindu sjónum sínum að honum eftir að sást til þeirra Everard og Couzens standa saman við bíl og náðist það á upptöku í öryggismyndavélum. Bíllinn sem þau stóðu við var bíll sem Couzens hafði tekið á leigu og hafði hann kveikt á neyðarljósinu í bílnum. Couzens yfirbugaði Everard og keyrði með hana frá Lundúnum til Tilmanstone, nærri Deal í Kent. Rannsakendur gátu rakið ferðir bílsins með notkun öryggismyndavélina og fengu síðan upplýsingar um ökumann bílsins hjá bílaleigunni. Þá hafði Couzens keypt rúllu af plastfilmu sama dag sem talið er að hann hafi notað við morðið. Couzens hafði skráð eigið nafn fyrir bílnum sem hann tók á leigu síðdegis daginn sem hann rændi Everard og skilaði bílnum morguninn eftir. Hann var síðan handtekinn þann 9. mars, nokkrum mínútum eftir að hann hafði eytt öllum gögnum úr símanum sínum. Sagði austurevrópska glæpamenn hafa ógnað sér Eftir handtökuna var Couzens leiddur til yfirheyrslu en svo virðist sem hann hafi verið undirbúinn með sögu um tildrög morðsins þegar að skýrslutöku kom. Hann sagðist hafa verið í fjárhagsvandræðum og komist upp á kant við glæpagengi frá Austur-Evrópu sem hafði hótað lífi hans og fjölskyldu hans. Gengið hafi krafist þess að hann afhenti þeim stúlku eftir að hann hafði ekki gert upp skuld við vændiskonu á vegum þeirra nokkrum vikum áður. Hann sagðist hafa rænt Everard, keyrt hana frá Lundúnum og afhent hana þremur austurevrópskum karlmönnum í sendibíl í Kent. Þá hafi hún enn verið á lífi og ósködduð. Á sama tíma hafði lögreglan komist á snoðir um það að Couzens og eiginkona hans ættu litla jörð í skóglendi í Ashford. Símagögn frá síma Everard leiddu lögreglumenn að sama skógi og fannst lík Everard smáspöl frá landareign Couzens.
England Morðið á Söruh Everard Bretland Tengdar fréttir Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun. 8. júní 2021 11:47 Þrengt var að hálsi Söruh Everard Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag. 1. júní 2021 14:44 Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. 15. mars 2021 20:48 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun. 8. júní 2021 11:47
Þrengt var að hálsi Söruh Everard Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag. 1. júní 2021 14:44
Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. 15. mars 2021 20:48