Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júlí 2021 13:01 Fiskistofa segir þörf á samráði og úrbótum vegna brottkasts hér á landi. Vísir/Vilhelm Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. Við sögðum frá því um helgina að Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur nú í júlí vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir að drónaeftirlit var tekið upp hjá Fiskistofu nú í janúar. Elín Björg Ragnarsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu. „Drónarnir eru að veita okkur nýja sýn. Áður vorum við bara að róa með bátum en núna erum við að fá allt aðra sýn. Við höfum notað dróna nær landi frá því í janúar en erum byrjuð að fara lengra út með þá,“ segir Elín. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu kallar eftir samráði og úrbótum vegna brottkasts.Vísir Það sé aðeins nýlega sem drónarnir fari lengra út á miðin. „Fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru farin að koma inn á borð hjá okkur. En við erum hins vegar ekki búin að fara í margar eftirlitsferðir á togaramiðin,“ segir hún. Mikið brottkast þrátt fyrir góða kynningu Hún segir að eftirlitið með drónum hafi verið vel kynnt síðustu mánuði og greinin fengið leiðbeiningar. Það kom því á óvart hversu algengt brottkastið sé. „Brottkast er meira en við hefðum viljað sjá. Við höfum verið að leita eftir samstarfi við greinina til að bæta umgengni við auðlindina. Brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar. Þess vegna þarf samstöðu um að þessi hegðun verði ekki liðin. Samstaða er lykillinn að vernda þessa hagsmuni,“ segir Elín. Elín segir að Fiskistofa hafi óskað eftir samráði við Sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þessir aðilar þurfi að vinna saman að úrbótum í greininni. Aðspurð um hvernig hagsmunaðilar hafi tekið í málið segir Elín: „Ég hef fulla trúa á að það náist að sameinast um úrbætur.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Við sögðum frá því um helgina að Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur nú í júlí vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir að drónaeftirlit var tekið upp hjá Fiskistofu nú í janúar. Elín Björg Ragnarsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu. „Drónarnir eru að veita okkur nýja sýn. Áður vorum við bara að róa með bátum en núna erum við að fá allt aðra sýn. Við höfum notað dróna nær landi frá því í janúar en erum byrjuð að fara lengra út með þá,“ segir Elín. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu kallar eftir samráði og úrbótum vegna brottkasts.Vísir Það sé aðeins nýlega sem drónarnir fari lengra út á miðin. „Fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru farin að koma inn á borð hjá okkur. En við erum hins vegar ekki búin að fara í margar eftirlitsferðir á togaramiðin,“ segir hún. Mikið brottkast þrátt fyrir góða kynningu Hún segir að eftirlitið með drónum hafi verið vel kynnt síðustu mánuði og greinin fengið leiðbeiningar. Það kom því á óvart hversu algengt brottkastið sé. „Brottkast er meira en við hefðum viljað sjá. Við höfum verið að leita eftir samstarfi við greinina til að bæta umgengni við auðlindina. Brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar. Þess vegna þarf samstöðu um að þessi hegðun verði ekki liðin. Samstaða er lykillinn að vernda þessa hagsmuni,“ segir Elín. Elín segir að Fiskistofa hafi óskað eftir samráði við Sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þessir aðilar þurfi að vinna saman að úrbótum í greininni. Aðspurð um hvernig hagsmunaðilar hafi tekið í málið segir Elín: „Ég hef fulla trúa á að það náist að sameinast um úrbætur.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32
„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10
Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46