Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 13:07 Ríkisstjórn Íslands mun ræða tillögur sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir innanlands á fundi í ráðherrabústaðnum á morgun. Vísir/Vilhelm Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. Væntanlegt er að að loknum ríkisstjórnarfundi muni liggja fyrir til hvaða aðgerða verður gripið í ljósi versnandi stöðu kórónuveirufaraldurs hér á landi. Ríkisstjórnarfundir hefjast vanalega klukkan hálf tíu en misjafnt er hvenær þeim lýkur, yfirleitt þó á milli klukkan ellefu og tólf. Þegar fréttastofa náði tali af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan eitt sagði hún að ríkisstjórnin hefði enn ekki fengið minnisblað frá Þórólfi en hún reiknaði með að hann skilaði því í dag. Þegar það bærist yrði boðað til ríkisstjórnarfundar til að fara yfir tillögurnar, að öllum líkindum á morgun og þá að öllum líkindum ekki fyrr en eftir hádegi. Frá mánaðamótum hafa 236 greinst með Covid-19 innanlands, þar af 213 síðustu vikuna. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að ljóst sé að faraldurinn sé í veldisvexti. 78 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af 59 utan sóttkvíar. Þórólfur sagðist á fundinum ekki vilja fara yfir hvað fælist í tillögunum. Hann hafi þó lagt til aðgerðir sem hafi reynst vel fyrr í faraldrinum. „Mér finnst það ekki viðeigandi en við höfum verið að grípa til svipaðra ráðstafna fyrr í faraldrinum sem hafa nýst okkur vel. Ég held að við þurfum að nýta okkur það áfram,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37 Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. 22. júlí 2021 12:06 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Væntanlegt er að að loknum ríkisstjórnarfundi muni liggja fyrir til hvaða aðgerða verður gripið í ljósi versnandi stöðu kórónuveirufaraldurs hér á landi. Ríkisstjórnarfundir hefjast vanalega klukkan hálf tíu en misjafnt er hvenær þeim lýkur, yfirleitt þó á milli klukkan ellefu og tólf. Þegar fréttastofa náði tali af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan eitt sagði hún að ríkisstjórnin hefði enn ekki fengið minnisblað frá Þórólfi en hún reiknaði með að hann skilaði því í dag. Þegar það bærist yrði boðað til ríkisstjórnarfundar til að fara yfir tillögurnar, að öllum líkindum á morgun og þá að öllum líkindum ekki fyrr en eftir hádegi. Frá mánaðamótum hafa 236 greinst með Covid-19 innanlands, þar af 213 síðustu vikuna. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að ljóst sé að faraldurinn sé í veldisvexti. 78 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af 59 utan sóttkvíar. Þórólfur sagðist á fundinum ekki vilja fara yfir hvað fælist í tillögunum. Hann hafi þó lagt til aðgerðir sem hafi reynst vel fyrr í faraldrinum. „Mér finnst það ekki viðeigandi en við höfum verið að grípa til svipaðra ráðstafna fyrr í faraldrinum sem hafa nýst okkur vel. Ég held að við þurfum að nýta okkur það áfram,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu eftir fundinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37 Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. 22. júlí 2021 12:06 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37
Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. 22. júlí 2021 12:06
Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31