„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Snorri Másson skrifar 22. júlí 2021 23:30 Í dag eru tíu ár liðin síðan hryðjuverkaárásirnar í Útey og Osló voru framdar. Getty/Julia Wäschenbach Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2011, við munum aldrei gleyma ykkur, var viðkvæðið í Noregi í dag. Þjóðin hefur varla um annað rætt en sameiginlega minninguna um þennan helsta sorgardag í sögu þjóðarinnar. Í fjölmiðlum þar er rætt við eftirlifendur árásanna sem segjast aldrei munu jafna sig, við aðstandendur sem segja að tíminn lækni ekki öll sár og við stjórnmálamenn, sem stóðu í stafni þegar þjóðin tókst á við áfallið á sínum tíma. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra landsins, segir 22. júlí 2011 hafa verið versta dag lífs síns. „Ódæðismaðurinn var hægriöfgamaður. Hann misnotaði kristin tákn. Hann ólst upp í okkar borgum, tilheyrði sömu trúarbrögðum og hafði sama húðlit og meirihluti fólks í þessu landi. Hann var einn af okkur,“ sagði Stoltenberg. „En hann var ekki einn af okkur, sem höfum lýðræðið í heiðri. Hann er einn þeirra sem telur sig eiga rétt á að drepa vegna pólitískra markmiða.“ Astrid Hoem, formaður ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins, sagði að ekki hefði tekist að stoppa hatrið sem olli árásinni á sínum tíma. „Við höfum ekki stöðvað hatrið. Öfgahægristefna er enn til. Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur,“ sagði Hoem. Orðalagið „einn af okkur“, sem forsætisráðherrann fyrrverandi og Astrid Hoem nota bæði, er ekki úr lausu lofti gripið heldur vísar það að sínu leyti til áhrifamikillar bókar blaðamannsins Åsne Seierstad um hryðjuverkamanninn, sem bar þennan titil. Þau voru að berjast fyrir hugsjón Fórnarlömb Breivik voru flest í ungliðahreyfingu Norska verkamannaflokksins. Árásirnar í Útey höfðu strax áhrif víða um heim, meðal annars innan íslenska systurflokksins, Samfylkingarinnar. „Ég hef farið í mjörg margar sumarbúðir og eftir þennan hrikalega atburð þá var auðvitað mikil hræðsla. Maður mætti samt, en það var hertari öryggisgæsla,“ segir Sigrún Skaftadóttir, fyrrverandi alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna. Sigrún ávarpaði minningarathöfn við minningarlund í Vatnsmýrinni í dag, þar sem hún minnti eins og aðrir, á að hryðjuverkin hafi ekki verið framin í tómarúmi eða óvart, heldur hafi verið pólitísk og framin af öfgahægrimanni. „Bara aldrei gleyma þessum skelfilegu atburðum og þessari skelfilegu árás. Gleymum ekki þessum lífum, sem töpuðust þennan dag. Þau voru öll að berjast fyrir hugsjón,“ segir Sigrún. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22. júlí 2021 13:09 Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
22. júlí 2011, við munum aldrei gleyma ykkur, var viðkvæðið í Noregi í dag. Þjóðin hefur varla um annað rætt en sameiginlega minninguna um þennan helsta sorgardag í sögu þjóðarinnar. Í fjölmiðlum þar er rætt við eftirlifendur árásanna sem segjast aldrei munu jafna sig, við aðstandendur sem segja að tíminn lækni ekki öll sár og við stjórnmálamenn, sem stóðu í stafni þegar þjóðin tókst á við áfallið á sínum tíma. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra landsins, segir 22. júlí 2011 hafa verið versta dag lífs síns. „Ódæðismaðurinn var hægriöfgamaður. Hann misnotaði kristin tákn. Hann ólst upp í okkar borgum, tilheyrði sömu trúarbrögðum og hafði sama húðlit og meirihluti fólks í þessu landi. Hann var einn af okkur,“ sagði Stoltenberg. „En hann var ekki einn af okkur, sem höfum lýðræðið í heiðri. Hann er einn þeirra sem telur sig eiga rétt á að drepa vegna pólitískra markmiða.“ Astrid Hoem, formaður ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins, sagði að ekki hefði tekist að stoppa hatrið sem olli árásinni á sínum tíma. „Við höfum ekki stöðvað hatrið. Öfgahægristefna er enn til. Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur,“ sagði Hoem. Orðalagið „einn af okkur“, sem forsætisráðherrann fyrrverandi og Astrid Hoem nota bæði, er ekki úr lausu lofti gripið heldur vísar það að sínu leyti til áhrifamikillar bókar blaðamannsins Åsne Seierstad um hryðjuverkamanninn, sem bar þennan titil. Þau voru að berjast fyrir hugsjón Fórnarlömb Breivik voru flest í ungliðahreyfingu Norska verkamannaflokksins. Árásirnar í Útey höfðu strax áhrif víða um heim, meðal annars innan íslenska systurflokksins, Samfylkingarinnar. „Ég hef farið í mjörg margar sumarbúðir og eftir þennan hrikalega atburð þá var auðvitað mikil hræðsla. Maður mætti samt, en það var hertari öryggisgæsla,“ segir Sigrún Skaftadóttir, fyrrverandi alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna. Sigrún ávarpaði minningarathöfn við minningarlund í Vatnsmýrinni í dag, þar sem hún minnti eins og aðrir, á að hryðjuverkin hafi ekki verið framin í tómarúmi eða óvart, heldur hafi verið pólitísk og framin af öfgahægrimanni. „Bara aldrei gleyma þessum skelfilegu atburðum og þessari skelfilegu árás. Gleymum ekki þessum lífum, sem töpuðust þennan dag. Þau voru öll að berjast fyrir hugsjón,“ segir Sigrún.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22. júlí 2021 13:09 Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22. júlí 2021 13:09
Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53