Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2021 09:52 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem vísað er í mánaðarlegar flutningatölur fyrir júlímánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í morgun. Heildarfjöldi farþega í millilanda- og innanlandsflugi hjá Icelandair var um 219.400 í júlí samanborið við um 88.000 á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi um 195.200, samanborið við 73.350 farþega í júlí 2020 og 72.000 í júní 2021. Farþegar til Íslands voru 116.700, samanborið við um 58.350 í júlí 2020 og farþegar frá Íslandi voru 27.700 en þeir voru 13.400 í júlí 2020. Eftirtektarverð fjölgun var á meðal tengifarþega í júlí. Fjöldi þeirra nam um 50.900 og hafa ekki verið fleiri síðan í febrúar 2020. Sætanýting var 70,4% samanborið við 53,6% í júní 2021 og 70,5% í júlí 2020. Líkt og undanfarna mánuði hefur Icelandair notað Boeing 767 flugvélar í stað smærri flugvéla á mörgum flugleiðum vegna mikillar eftirspurnar eftir fraktrými og hefur það haft nokkur áhrif á sætanýtingu. Farþegar í innanlandsflugi voru um 24.200 samanborið við 14.600 á sama tíma í fyrra og fjölgaði þeim um 2.000 frá því í júní. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 51% á milli ára það sem af er þessu ári. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi félagsins jókst um 133% á milli ára í júlí. Fraktflutningar jukust um 18% á milli ára í júlí og hafa aukist um 19% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir ánægjulegt að sjá að fjölgun farþega haldi áfram bæði í millilandaflugi og innanlands. „Við fluttum rúmlega 60% fleiri farþega til landsins í júlí en í júní sem sýnir mikinn áhuga á Íslandi sem áfangastað. Stundvísi í leiðakerfinu var 81% þrátt fyrir aukið flækjustig og kröfur til flugrekenda vegna ferðatakmarkana sem hafa valdið auknu álagi bæði í Keflavík og á flugvöllum erlendis. Þessi góði árangur er til marks um frábæra frammistöðu starfsfólks og samstarfsaðila á öllum okkar starfsstöðvum við mjög krefjandi aðstæður. Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að hafa áhrif á líf og störf hér á landi sem og annars staðar. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að við finnum hinn gullna meðalveg á milli sóttvarnaraðgerða á landamærum og innanlands til þess að við getum sem best stuðlað að jafnvægi í efnahagslífinu og samfélaginu til lengri tíma. Sem leiðandi flugfélag og mikilvægur atvinnurekandi hér á landi höldum við áfram að leggja okkar lóð á vogarskálarnar á þeirri vegferð með því að stuðla að öflugum flugsamgöngum sem eru okkur nauðsynlegar – ekki bara fyrir ferðalög og íslenska ferðaþjónustu, heldur alþjóðasamskipti, viðskipti, fraktflutninga og almenn lífsgæði í landinu. Við munum því halda sókninni áfram og nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að mæta eftirspurn í takt við þá stöðu sem er uppi á mörkuðum okkar á hverjum tíma.“ Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem vísað er í mánaðarlegar flutningatölur fyrir júlímánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í morgun. Heildarfjöldi farþega í millilanda- og innanlandsflugi hjá Icelandair var um 219.400 í júlí samanborið við um 88.000 á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi um 195.200, samanborið við 73.350 farþega í júlí 2020 og 72.000 í júní 2021. Farþegar til Íslands voru 116.700, samanborið við um 58.350 í júlí 2020 og farþegar frá Íslandi voru 27.700 en þeir voru 13.400 í júlí 2020. Eftirtektarverð fjölgun var á meðal tengifarþega í júlí. Fjöldi þeirra nam um 50.900 og hafa ekki verið fleiri síðan í febrúar 2020. Sætanýting var 70,4% samanborið við 53,6% í júní 2021 og 70,5% í júlí 2020. Líkt og undanfarna mánuði hefur Icelandair notað Boeing 767 flugvélar í stað smærri flugvéla á mörgum flugleiðum vegna mikillar eftirspurnar eftir fraktrými og hefur það haft nokkur áhrif á sætanýtingu. Farþegar í innanlandsflugi voru um 24.200 samanborið við 14.600 á sama tíma í fyrra og fjölgaði þeim um 2.000 frá því í júní. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 51% á milli ára það sem af er þessu ári. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi félagsins jókst um 133% á milli ára í júlí. Fraktflutningar jukust um 18% á milli ára í júlí og hafa aukist um 19% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir ánægjulegt að sjá að fjölgun farþega haldi áfram bæði í millilandaflugi og innanlands. „Við fluttum rúmlega 60% fleiri farþega til landsins í júlí en í júní sem sýnir mikinn áhuga á Íslandi sem áfangastað. Stundvísi í leiðakerfinu var 81% þrátt fyrir aukið flækjustig og kröfur til flugrekenda vegna ferðatakmarkana sem hafa valdið auknu álagi bæði í Keflavík og á flugvöllum erlendis. Þessi góði árangur er til marks um frábæra frammistöðu starfsfólks og samstarfsaðila á öllum okkar starfsstöðvum við mjög krefjandi aðstæður. Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að hafa áhrif á líf og störf hér á landi sem og annars staðar. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að við finnum hinn gullna meðalveg á milli sóttvarnaraðgerða á landamærum og innanlands til þess að við getum sem best stuðlað að jafnvægi í efnahagslífinu og samfélaginu til lengri tíma. Sem leiðandi flugfélag og mikilvægur atvinnurekandi hér á landi höldum við áfram að leggja okkar lóð á vogarskálarnar á þeirri vegferð með því að stuðla að öflugum flugsamgöngum sem eru okkur nauðsynlegar – ekki bara fyrir ferðalög og íslenska ferðaþjónustu, heldur alþjóðasamskipti, viðskipti, fraktflutninga og almenn lífsgæði í landinu. Við munum því halda sókninni áfram og nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að mæta eftirspurn í takt við þá stöðu sem er uppi á mörkuðum okkar á hverjum tíma.“
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira