Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2021 17:40 Töluverður fjöldi var samankominn í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis. Skjáskot Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. Leikarinn Jón Gnarr er einn af þeim fjölmörgu sem komu með til landsins nú síðdegis og birtir hann myndskeið af mikilli örtröð í komusalnum. Sjá má að lítið bil er á milli manna þó flestir ef ekki allir séu með grímur. „það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér, “skrifar Jón á kaldhæðin hátt með myndbandinu sem sjá má hér að neðan. það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér pic.twitter.com/POVIt9PnHH— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Birtir hann einnig mynd þar sem sjá töluverðan fjölda fólks í einni kös. Segir Jón að engin röð og regla sé fyrir hendi. svona erum við búin að standa í klukkutíma. það er engin röð eða regla heldur treðst fólk bara. þetta er sturlun pic.twitter.com/OT3cNz4r3O— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þetta er ekki fyrsta fréttin sem sögð er af örtröð á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Við komuna til landsins þarf að framvísa bólusetningarvottorði eða fara í sýnatöku. Örtröðin myndast þar sem flestir sem hingað koma til lands eru bólusettir og tíma tekur að fara yfir vottorðin. góðir farþegar, velkomin heim! pic.twitter.com/DIuaKQFhOL— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þá virðist einnig lítið vera hægt að gera til að bregðast við þessu ástandi ef marka má orð Sigurgeirs Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli í samtali við mbl.is á dögunum. Þar kom fram að farþegafjöldinn í komusalnum væri einfaldlega of mikill miðað við þá afkastagetu sem er fyrir hendi. Búið sé að fjölga skoðunarstöðvum bólusetningarbottorð í átján, og ekki sé hægt að koma fleiri fyrir. Segist hann skilja vel áhyggjur fólks en aðstaðan sem er fyrir hendi bjóði einfaldlega ekki upp á annað en það sem er nú í boði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5. ágúst 2021 12:56 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Leikarinn Jón Gnarr er einn af þeim fjölmörgu sem komu með til landsins nú síðdegis og birtir hann myndskeið af mikilli örtröð í komusalnum. Sjá má að lítið bil er á milli manna þó flestir ef ekki allir séu með grímur. „það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér, “skrifar Jón á kaldhæðin hátt með myndbandinu sem sjá má hér að neðan. það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér pic.twitter.com/POVIt9PnHH— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Birtir hann einnig mynd þar sem sjá töluverðan fjölda fólks í einni kös. Segir Jón að engin röð og regla sé fyrir hendi. svona erum við búin að standa í klukkutíma. það er engin röð eða regla heldur treðst fólk bara. þetta er sturlun pic.twitter.com/OT3cNz4r3O— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þetta er ekki fyrsta fréttin sem sögð er af örtröð á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Við komuna til landsins þarf að framvísa bólusetningarvottorði eða fara í sýnatöku. Örtröðin myndast þar sem flestir sem hingað koma til lands eru bólusettir og tíma tekur að fara yfir vottorðin. góðir farþegar, velkomin heim! pic.twitter.com/DIuaKQFhOL— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þá virðist einnig lítið vera hægt að gera til að bregðast við þessu ástandi ef marka má orð Sigurgeirs Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli í samtali við mbl.is á dögunum. Þar kom fram að farþegafjöldinn í komusalnum væri einfaldlega of mikill miðað við þá afkastagetu sem er fyrir hendi. Búið sé að fjölga skoðunarstöðvum bólusetningarbottorð í átján, og ekki sé hægt að koma fleiri fyrir. Segist hann skilja vel áhyggjur fólks en aðstaðan sem er fyrir hendi bjóði einfaldlega ekki upp á annað en það sem er nú í boði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5. ágúst 2021 12:56 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5. ágúst 2021 12:56