Shell greiðir milljarða vegna olíuleka í Nígeríu fyrir hálfri öld Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 10:04 Drengur stendur með fiskinet við olíumengaðan læk í Ogoniland. Málið sem nú hefur verið útkljáð er hálfrar aldar gamalt en olíumengun er enn meiriháttar vandamál á óseyrum Nígerfljóts. Shell var einnig dæmt til skaðabóta vegna leka á árunum 2004-2007 nýlega. Vísir/EPA Olíurisinn Shell hefur loks fallist á að greiða nígerískum þjóðflokki meira en fjórtán milljarða króna í bætur vegna meiriháttar olíuleka í Biafra-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Þar með lýkur áralöngum málaferlum vegna lekans. Nígerískur dómstóll dæmdi Shell til að greiða rúma 41 milljón dollara, jafnvirði rúmra fimm milljarða íslenskra króna, árið 2010 en málið var upphaflega höfðað árið 1991. Þeim dómi vildi Shell ekki una og áfrýjaði ítrekað án árangurs. Hæstiréttur landsins taldi að með vöxtum skuldaði Shell meira en tífalda þá upphæð. Enn reyndi Shell að komast hjá ábyrgð á lekanum og skaut málinu til alþjóðlegs gerðardóms fyrr á þessu ári með þeim rökum að fyrirtækið hafi aldrei fengið tækifæri til að verjast ásökununum efnislega. Fyrirtækið hefur alla tíð haldið því fram að aðrir hafi valdið skemmdum sem ullu lekanum í Biafra-stríðinu sem geisaði frá 1967 til 1970. Nú hefur Shell lagt árar í bát og fallist á að greiða Ejama-Ebubu-þjóðflokknum í Ogoniland 111 milljónir dollara, jafnvirði rúmra fjórtán milljarða íslenskra króna, til að bæta honum tjónið. Breska ríkisútvarpið BBC segir að olíulekar valdi enn mikilli mengun á óseyrum Nígerfljóts. Hollensku áfrýjunardómstóll úrskurðaði Shell ábyrgt fyrir tjóni af völdum leka þar á árunum 2004 til 2007 fyrr á þessu ári. Var fyrirtækið jafnframt dæmt til að greiða nígerískum bændum bætur og skipað að koma fyrir búnaði til að fyrirbyggja frekari leka. Shell hélt því fram að skemmdarverk hafi verið orsök lekanna. Bensín og olía Nígería Umhverfismál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Nígerískur dómstóll dæmdi Shell til að greiða rúma 41 milljón dollara, jafnvirði rúmra fimm milljarða íslenskra króna, árið 2010 en málið var upphaflega höfðað árið 1991. Þeim dómi vildi Shell ekki una og áfrýjaði ítrekað án árangurs. Hæstiréttur landsins taldi að með vöxtum skuldaði Shell meira en tífalda þá upphæð. Enn reyndi Shell að komast hjá ábyrgð á lekanum og skaut málinu til alþjóðlegs gerðardóms fyrr á þessu ári með þeim rökum að fyrirtækið hafi aldrei fengið tækifæri til að verjast ásökununum efnislega. Fyrirtækið hefur alla tíð haldið því fram að aðrir hafi valdið skemmdum sem ullu lekanum í Biafra-stríðinu sem geisaði frá 1967 til 1970. Nú hefur Shell lagt árar í bát og fallist á að greiða Ejama-Ebubu-þjóðflokknum í Ogoniland 111 milljónir dollara, jafnvirði rúmra fjórtán milljarða íslenskra króna, til að bæta honum tjónið. Breska ríkisútvarpið BBC segir að olíulekar valdi enn mikilli mengun á óseyrum Nígerfljóts. Hollensku áfrýjunardómstóll úrskurðaði Shell ábyrgt fyrir tjóni af völdum leka þar á árunum 2004 til 2007 fyrr á þessu ári. Var fyrirtækið jafnframt dæmt til að greiða nígerískum bændum bætur og skipað að koma fyrir búnaði til að fyrirbyggja frekari leka. Shell hélt því fram að skemmdarverk hafi verið orsök lekanna.
Bensín og olía Nígería Umhverfismál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira