Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2021 00:11 Arnar Hjálmsson er formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, staðfestir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til vinnustöðvunar sem muni taka gildi þriðjudaginn 31. ágúst næstkomandi. Hann segir að um stutta, tímabundna vinnustöðvun sé að ræða. Hún nái til þeirra félagsmanna sem starfi hjá Isavia ohf. Arnar segist vonsvikinn yfir því að samkomulag hafi ekki náðst og að vinnustöðvun sé ekki úrræði sem félagið vilji beita. Hann segir þó að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni þar sem yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna samþykkti vinnustöðvun og félaginu sé skylt að verða við óskum þeirra. Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Kjaradeilan snýst aðallega um vinnutíma flugumferðarstjóra. Arnar sagði í samtali við Vísi í gær að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Arnar segir að það sé nú í höndum Ríkissáttasemjara að boða til nýs fundar. Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarríkissáttasemjari, staðfesti í samtali við Vísi að fundinum hafi verið slitið án samkomulags. Þá hafi ekki verið boðað til annars fundar. Samgöngur Vinnumarkaður Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Gætu boðað til verkfalls á mánudag Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. 22. ágúst 2021 22:52 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, staðfestir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til vinnustöðvunar sem muni taka gildi þriðjudaginn 31. ágúst næstkomandi. Hann segir að um stutta, tímabundna vinnustöðvun sé að ræða. Hún nái til þeirra félagsmanna sem starfi hjá Isavia ohf. Arnar segist vonsvikinn yfir því að samkomulag hafi ekki náðst og að vinnustöðvun sé ekki úrræði sem félagið vilji beita. Hann segir þó að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni þar sem yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna samþykkti vinnustöðvun og félaginu sé skylt að verða við óskum þeirra. Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Kjaradeilan snýst aðallega um vinnutíma flugumferðarstjóra. Arnar sagði í samtali við Vísi í gær að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Arnar segir að það sé nú í höndum Ríkissáttasemjara að boða til nýs fundar. Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarríkissáttasemjari, staðfesti í samtali við Vísi að fundinum hafi verið slitið án samkomulags. Þá hafi ekki verið boðað til annars fundar.
Samgöngur Vinnumarkaður Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Gætu boðað til verkfalls á mánudag Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. 22. ágúst 2021 22:52 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Gætu boðað til verkfalls á mánudag Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. 22. ágúst 2021 22:52
Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02