Hafa litlar áhyggjur af Skaftá á meðan stóri ketill hleypur ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 22:44 Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu. Egill Aðalsteinsson Hlaupið í Skaftá virðist hafa náð hámarki og veldur bændum í Skaftártungu litlum áhyggjum. Öðru máli gegnir um ef eystri sigketillinn í Skaftárjökli hleypur í kjölfarið. Í fréttum Stöðvar 2 sást að Skaftá var þegar í gærkvöldi byrjuð að flæða yfir varnargarð við brýrnar að Skaftárdal og búin að taka veginn þar í sundur. Húsfreyjan á Búlandi var með börnum sínum að kíkja eftir á með tvö lömb á hólma sem myndast hafði í ánni. Skaftá við Uxatinda milli Sveinstinds og Skælinga í dag.Ragnar Axelsson „Þetta hefur svo sem ekki mikil áhrif á dagleg störf hjá okkur. En eins og núna, af því að þetta kemur að sumarlagi, þá er til dæmis ein rolla frá okkur strand á milli brúa. En hún er þar núna ekki með neitt ferskvatn sem maður hefur svona mestar áhyggjur af,“ segir Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn.Egill Aðalsteinsson Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir flest benda til að þetta verði lítið hlaup. „En ef það hleypur kannski í kjölfarið úr stóra katlinum þá geta orðið mikil hlaup,“ segir Gísli. „Þessi stærri hlaup, sem koma úr eystri katlinum, þau hafa náttúrlega meiri áhrif á okkur. Það hefur flætt inn á tún og svona þegar þau koma niður,“ segir Auður. Flogið yfir vestari sigketilinn í Skaftárjökli dag.Ragnar Axelsson „Það er náttúrlega alveg afleitt að fá þessi stóru hlaup. Þau fara yfir allt. Þau setja allt í leðju og sand. Svo fýkur þetta endalaust alveg,“ segir Gísli. Hann hefur jafnframt áhyggjur af árbakkanum við nýju Eldvatnsbrúna. Nýja Eldvatnsbrúin til vinstri, sú gamla til hægri. Efst til hægri sést í bæina á Ásum.Egill Aðalsteinsson „Vatnið er alltaf að mylja úr bakkanum þarna austan við nýju brúna. Það er alveg stanslaust að mylja úr því. Og þetta er svo þungt, þetta jökulvatn, leðjuvatn. Þetta brýtur allt saman. Þetta brýtur hraunið alveg eins og ekkert sé,“ segir bóndinn á Ytri-Ásum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hvernig hlaup úr stóra katlinum geta orðið, eins og það sem varð árið 2015: Skaftárhreppur Landbúnaður Almannavarnir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sást að Skaftá var þegar í gærkvöldi byrjuð að flæða yfir varnargarð við brýrnar að Skaftárdal og búin að taka veginn þar í sundur. Húsfreyjan á Búlandi var með börnum sínum að kíkja eftir á með tvö lömb á hólma sem myndast hafði í ánni. Skaftá við Uxatinda milli Sveinstinds og Skælinga í dag.Ragnar Axelsson „Þetta hefur svo sem ekki mikil áhrif á dagleg störf hjá okkur. En eins og núna, af því að þetta kemur að sumarlagi, þá er til dæmis ein rolla frá okkur strand á milli brúa. En hún er þar núna ekki með neitt ferskvatn sem maður hefur svona mestar áhyggjur af,“ segir Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn.Egill Aðalsteinsson Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir flest benda til að þetta verði lítið hlaup. „En ef það hleypur kannski í kjölfarið úr stóra katlinum þá geta orðið mikil hlaup,“ segir Gísli. „Þessi stærri hlaup, sem koma úr eystri katlinum, þau hafa náttúrlega meiri áhrif á okkur. Það hefur flætt inn á tún og svona þegar þau koma niður,“ segir Auður. Flogið yfir vestari sigketilinn í Skaftárjökli dag.Ragnar Axelsson „Það er náttúrlega alveg afleitt að fá þessi stóru hlaup. Þau fara yfir allt. Þau setja allt í leðju og sand. Svo fýkur þetta endalaust alveg,“ segir Gísli. Hann hefur jafnframt áhyggjur af árbakkanum við nýju Eldvatnsbrúna. Nýja Eldvatnsbrúin til vinstri, sú gamla til hægri. Efst til hægri sést í bæina á Ásum.Egill Aðalsteinsson „Vatnið er alltaf að mylja úr bakkanum þarna austan við nýju brúna. Það er alveg stanslaust að mylja úr því. Og þetta er svo þungt, þetta jökulvatn, leðjuvatn. Þetta brýtur allt saman. Þetta brýtur hraunið alveg eins og ekkert sé,“ segir bóndinn á Ytri-Ásum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hvernig hlaup úr stóra katlinum geta orðið, eins og það sem varð árið 2015:
Skaftárhreppur Landbúnaður Almannavarnir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15