Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 19:45 Geimfararnir fjórir á blaðamannafundi í gær. Inspiration4/John Kraus Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. Verður það í fyrsta sinn sem geimferð er eingöngu farin af almennum borgurum en ekki þjálfuðum geimförum. Þá verður þetta í fjórða sinn sem SpaceX sendir menn út í geim. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Með Isaacman fara þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um fjögur hundruð kílómetra hæð en þessi hópur mun fara hærra en það. Sendiförin ber titilinn Inspiration4. Hér má sjá hvernig geimskotið á að fara fram.SpaceX Skotglugginn, svokallaði, opnast á miðnætti í kvöld að íslenskum tíma. Veðurfræðingar flughers Bandaríkjanna segja líklegt að aðstæður verði góðar fyrir geimskotið í kvöld. Útsending SpaceX hófst þó klukkan 19:45. Frábært útsýni af klósettinu Á blaðamannafundi geimfaranna í gær var þeirri spurningu velt upp hvernig þau færu á klósettið á braut um jörðu. Þá kom í ljós þegar þau þurfa að fara á klósettið munu þau mögulega hafa heimsins besta útsýni. Klósettið í Crew Dragon geimfarinu er ekki hefðbundið og er það í rjáfri geimfarsins. Geimfarar þurfa að koma sér fyrir efst í farinu og setja upp skjóldúk. Inn í því rými er hvelfing úr gleri þar sem geimfararnir munu geta horft út í geim og til jarðarinnar. „Þegar einhver þarf óhjákvæmilega að gera þarfir sínar, munu þau hafa ansi frábært útsýni,“ sagði Isaacman í gær. SpaceX Geimurinn Tækni Netflix Tengdar fréttir Stefna á tímamótageimskot á miðvikudagskvöldið SpaceX stefnir að því að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu á miðvikudagskvöld. Búið er að koma Falcon 9 eldflaug og Crew Dragon geimfari fyrir á skotpalli og virðist allt tilbúið fyrir geimskotið, sem er það fyrsta sinnar tegundar. 13. september 2021 14:46 SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Verður það í fyrsta sinn sem geimferð er eingöngu farin af almennum borgurum en ekki þjálfuðum geimförum. Þá verður þetta í fjórða sinn sem SpaceX sendir menn út í geim. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Með Isaacman fara þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um fjögur hundruð kílómetra hæð en þessi hópur mun fara hærra en það. Sendiförin ber titilinn Inspiration4. Hér má sjá hvernig geimskotið á að fara fram.SpaceX Skotglugginn, svokallaði, opnast á miðnætti í kvöld að íslenskum tíma. Veðurfræðingar flughers Bandaríkjanna segja líklegt að aðstæður verði góðar fyrir geimskotið í kvöld. Útsending SpaceX hófst þó klukkan 19:45. Frábært útsýni af klósettinu Á blaðamannafundi geimfaranna í gær var þeirri spurningu velt upp hvernig þau færu á klósettið á braut um jörðu. Þá kom í ljós þegar þau þurfa að fara á klósettið munu þau mögulega hafa heimsins besta útsýni. Klósettið í Crew Dragon geimfarinu er ekki hefðbundið og er það í rjáfri geimfarsins. Geimfarar þurfa að koma sér fyrir efst í farinu og setja upp skjóldúk. Inn í því rými er hvelfing úr gleri þar sem geimfararnir munu geta horft út í geim og til jarðarinnar. „Þegar einhver þarf óhjákvæmilega að gera þarfir sínar, munu þau hafa ansi frábært útsýni,“ sagði Isaacman í gær.
SpaceX Geimurinn Tækni Netflix Tengdar fréttir Stefna á tímamótageimskot á miðvikudagskvöldið SpaceX stefnir að því að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu á miðvikudagskvöld. Búið er að koma Falcon 9 eldflaug og Crew Dragon geimfari fyrir á skotpalli og virðist allt tilbúið fyrir geimskotið, sem er það fyrsta sinnar tegundar. 13. september 2021 14:46 SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Stefna á tímamótageimskot á miðvikudagskvöldið SpaceX stefnir að því að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu á miðvikudagskvöld. Búið er að koma Falcon 9 eldflaug og Crew Dragon geimfari fyrir á skotpalli og virðist allt tilbúið fyrir geimskotið, sem er það fyrsta sinnar tegundar. 13. september 2021 14:46
SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30