Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 10:52 Brian Laundrie sést hér á upptöku úr myndavél lögregluþjóns sem stöðvaði hann og Petito í Utah í ágúst. TIlkynning hafði borist um að parið ætti í rifrildi og að Laundrie hefði slegið Petito. AP/lögreglan í Moab Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. Petito, sem var 22 ára gömul, fannst látin við þjóðgarð í Wyoming á sunnudag. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í ágúst en þá var hún á ferðalagi um Bandaríkin með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum. Laundrie sneri einn heim úr ferðalaginu 1. september en neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hefði orðið um hana. Hann hvarf sjálfur á þriðjudag í síðustu viku. Ákæra var lögð fram á hendur Laundrie fyrir umdæmisdómstóli í Wyoming á miðvikudag. Hann er sakaður um að hafa notað debetkort og PIN-númer annarrar manneskju til þess að taka út fé eða greiða samtals meira en þúsund dollara, jafnvirði tæpra 130.000 íslenskra króna, eftir að Petito hvarf. AP-fréttastofan segir að ekki komi fram í ákærunni hver átti greiðslukortið sem Laundrie notaði. Fulltrúi alríkislögreglunnar FBI segir ákæruna gera lögregluliði um öll Bandaríkin kleift að leita að Laundrie á meðan rannsókn á morðinu á Petito heldur áfram. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í þeirri rannsókn áður en hann hvarf í síðustu viku en lögregla hafði mikinn áhuga á að ræða við hann. Leit að Laundrie hélt áfram á náttúruverndarsvæði á Suður-Flórída í gær. Hann sagði foreldrum sínum að hann ætlaði að ganga einn um fenjasvæði á Carlton-náttúruverndarsvæðinu á þriðjudag í síðustu viku. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Petito, sem var 22 ára gömul, fannst látin við þjóðgarð í Wyoming á sunnudag. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í ágúst en þá var hún á ferðalagi um Bandaríkin með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum. Laundrie sneri einn heim úr ferðalaginu 1. september en neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hefði orðið um hana. Hann hvarf sjálfur á þriðjudag í síðustu viku. Ákæra var lögð fram á hendur Laundrie fyrir umdæmisdómstóli í Wyoming á miðvikudag. Hann er sakaður um að hafa notað debetkort og PIN-númer annarrar manneskju til þess að taka út fé eða greiða samtals meira en þúsund dollara, jafnvirði tæpra 130.000 íslenskra króna, eftir að Petito hvarf. AP-fréttastofan segir að ekki komi fram í ákærunni hver átti greiðslukortið sem Laundrie notaði. Fulltrúi alríkislögreglunnar FBI segir ákæruna gera lögregluliði um öll Bandaríkin kleift að leita að Laundrie á meðan rannsókn á morðinu á Petito heldur áfram. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í þeirri rannsókn áður en hann hvarf í síðustu viku en lögregla hafði mikinn áhuga á að ræða við hann. Leit að Laundrie hélt áfram á náttúruverndarsvæði á Suður-Flórída í gær. Hann sagði foreldrum sínum að hann ætlaði að ganga einn um fenjasvæði á Carlton-náttúruverndarsvæðinu á þriðjudag í síðustu viku.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00
Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25