Brot úr prósenti getur haft mikil áhrif á möguleg stjórnarmynstur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2021 13:58 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Vilhelm Litlar hreyfingar á fylgi geta haft miklar afleiðingar í för með sér, að sögn Eiríks Bergmann, stjórnmálafræðings. Hann telur Alþingiskosningarnar nú þær mest spennandi í langan tíma. Mesta spennan sé hvort að ríkisstjórnin haldi og hvaða flokkar ná yfir fimm prósent þröskuldinn. Tæplega 48.000 manns voru búnir að kjósa utan kjörfundar klukkan 19:00 í gærkvöldi. Það eru mun fleiri en í síðustu kosningum. Eríkur segir að síðustu ár hafi á fleiri nýtt sér þann kost að kjósa utan kjörfundar. Þá tilhneigingu megi einnig sjá erlendis. Þessi mikli fjöldi gæti einnig tengst kórónuveirufaraldrinum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæði flæki vissulega talningu enda má ekki byrja að telja þau fyrr en kjörstöðum er lokað. Ástæðan er sú að þeir sem skila utankjörfundaratkvæði geta enn kosið á kjördag og ekki sé hægt að telja atkvæði þeirra tvisvar. „Hins vegar hefur hingað til ekki verið grundvallarmunur á atkvæðum greiddum utankjörfundar eða á kjördegi. Fylgi flokkanna hefur verið á svipuðu róli í báðum gerðum atkvæða,“ segir Eiríkur. Spurning hvernig ríkisstjórn verður mynduð með níu flokka á þingi Kosningarnar nú segir Eiríkur þær mest spennandi lengi. „Í fyrsta lagi er feykilega mikil spenna um það hvort ríkisstjórnin haldi velli eða falli. Að undanförnu höfðu kannanir sýnt að ríkisstjórnin væri svo gott sem fallin. Síðan hafa verið að koma kannanir alveg á lokametrunum sem sýna hana halda velli og í rauninni vel það. Það er gríðarlega mikið spennuatriði,“ segir hann. Þá sé spennandi að sjá hvaða flokkar ná upp fyrir fimm próenta þröskuldinn sem þarf til að flokkar fái jöfnunarþingsæti. „Síðan er það auðvitað spennan sem fylgir því ef níu flokkar eru komnir inn á þing hvernig maður myndar ríkisstjórn við slíkar aðstæður sem ekki hafa verið uppi áður í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Skoðanakannanir sýna einnig að vegna þess hversu margir flokkarnir eru og atkvæðin dreifast að örlitlar breytingar, jafnvel aðeins brot úr prósenti, geti gerbreytt stöðunni og möguleikum á samsetningu ríkisstjórnar. „Litlar hreyfingar geta haft miklar afleiðingar í för með sér.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Tæplega 48.000 manns voru búnir að kjósa utan kjörfundar klukkan 19:00 í gærkvöldi. Það eru mun fleiri en í síðustu kosningum. Eríkur segir að síðustu ár hafi á fleiri nýtt sér þann kost að kjósa utan kjörfundar. Þá tilhneigingu megi einnig sjá erlendis. Þessi mikli fjöldi gæti einnig tengst kórónuveirufaraldrinum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæði flæki vissulega talningu enda má ekki byrja að telja þau fyrr en kjörstöðum er lokað. Ástæðan er sú að þeir sem skila utankjörfundaratkvæði geta enn kosið á kjördag og ekki sé hægt að telja atkvæði þeirra tvisvar. „Hins vegar hefur hingað til ekki verið grundvallarmunur á atkvæðum greiddum utankjörfundar eða á kjördegi. Fylgi flokkanna hefur verið á svipuðu róli í báðum gerðum atkvæða,“ segir Eiríkur. Spurning hvernig ríkisstjórn verður mynduð með níu flokka á þingi Kosningarnar nú segir Eiríkur þær mest spennandi lengi. „Í fyrsta lagi er feykilega mikil spenna um það hvort ríkisstjórnin haldi velli eða falli. Að undanförnu höfðu kannanir sýnt að ríkisstjórnin væri svo gott sem fallin. Síðan hafa verið að koma kannanir alveg á lokametrunum sem sýna hana halda velli og í rauninni vel það. Það er gríðarlega mikið spennuatriði,“ segir hann. Þá sé spennandi að sjá hvaða flokkar ná upp fyrir fimm próenta þröskuldinn sem þarf til að flokkar fái jöfnunarþingsæti. „Síðan er það auðvitað spennan sem fylgir því ef níu flokkar eru komnir inn á þing hvernig maður myndar ríkisstjórn við slíkar aðstæður sem ekki hafa verið uppi áður í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Skoðanakannanir sýna einnig að vegna þess hversu margir flokkarnir eru og atkvæðin dreifast að örlitlar breytingar, jafnvel aðeins brot úr prósenti, geti gerbreytt stöðunni og möguleikum á samsetningu ríkisstjórnar. „Litlar hreyfingar geta haft miklar afleiðingar í för með sér.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira