Segir starfsmenn hafa sinnt Fossvogsskólaverkefninu af fagmennsku og heilindum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. október 2021 12:01 Ólöf Örvarsdóttir hefur verið sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar frá árinu 2012. Vísir/ÞÞ Viðgerðirnar sem standa yfir á Fossvogsskóla eru flókið og ófyrirsjáanlegt verkefni og starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hafa unnið starf sitt af fagmennsku og heilindum. Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, í yfirlýsingu sem hún sendi Vísi. Tilefnið er kröfugerð Foreldrafélags Fossvogsskóla, sem kynnt var borgarstjóra á þriðjudag og send á fjölmiðla í morgun. „Í ljósi fréttatilkynningar frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla finnst mér mikilvægt að koma því á framfæri að það starfsfólk á umhverfis-og skipulagssviði, sem og ráðgjafar, sem komið hafa að viðgerðum á Fossvogsskóla, sem er bæði flókið og ófyrirsjáanlegt verkefni, hafa unnið sitt starf af fagmennsku og heilindum og munu gera það áfram. Á umhverfis-og skipulagssviði starfa tæplega 500 manns sem leggja sig fram við störf sín í þágu borgarbúa alla daga,“ segir Ólöf. Sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg segir starfsmenn borgarinnar hafa sinnt störfum sínum af fagmennsku og heilindum.Vísir/Vilhelm Er hún þar að svara gagnrýni sem birtist í fjórðu grein kröfugerðar foreldrafélagsins, sem hljóðar svo: „Þeim starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs og ráðgjafa frá Verkís, sem hafa ítrekað brugðist börnunum okkar undanfarin þrjú ár, verði skipt út. Fullkomið vantraust ríkir af hálfu foreldra til þessara manna sem hafa of lengi staðið fyrir vanefndum og villuljósum.“ Foreldrar hafa kallað eftir því að fá fulltrúa í skipulags- og framkvæmdahópum verkefnisins og að Reykjavíkurborg veiti meiri aðstoð inn í skólastarfið, bæði með því að fjölga starfsmönnum og auka fjárframlög til skólans. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, í yfirlýsingu sem hún sendi Vísi. Tilefnið er kröfugerð Foreldrafélags Fossvogsskóla, sem kynnt var borgarstjóra á þriðjudag og send á fjölmiðla í morgun. „Í ljósi fréttatilkynningar frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla finnst mér mikilvægt að koma því á framfæri að það starfsfólk á umhverfis-og skipulagssviði, sem og ráðgjafar, sem komið hafa að viðgerðum á Fossvogsskóla, sem er bæði flókið og ófyrirsjáanlegt verkefni, hafa unnið sitt starf af fagmennsku og heilindum og munu gera það áfram. Á umhverfis-og skipulagssviði starfa tæplega 500 manns sem leggja sig fram við störf sín í þágu borgarbúa alla daga,“ segir Ólöf. Sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg segir starfsmenn borgarinnar hafa sinnt störfum sínum af fagmennsku og heilindum.Vísir/Vilhelm Er hún þar að svara gagnrýni sem birtist í fjórðu grein kröfugerðar foreldrafélagsins, sem hljóðar svo: „Þeim starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs og ráðgjafa frá Verkís, sem hafa ítrekað brugðist börnunum okkar undanfarin þrjú ár, verði skipt út. Fullkomið vantraust ríkir af hálfu foreldra til þessara manna sem hafa of lengi staðið fyrir vanefndum og villuljósum.“ Foreldrar hafa kallað eftir því að fá fulltrúa í skipulags- og framkvæmdahópum verkefnisins og að Reykjavíkurborg veiti meiri aðstoð inn í skólastarfið, bæði með því að fjölga starfsmönnum og auka fjárframlög til skólans.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira