Smituðum fjölgar í hópsmiti á hjartaskurðdeild Snorri Másson skrifar 26. október 2021 11:45 Karl Andersen hjartalæknir telur að hægt verði að ná utan um hópsmit á Landspítala. Vísir/Þ Sex manna hópsmit er komið upp á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þar af er einn starfsmaður smitaður. Þessi atburðarás skapar töluvert álag á starfsemi sjúkrahússins en hjartalæknir segir ógerning að koma alveg í veg fyrir að veiran berist inn fyrir dyrnar. Greint var frá því í gærkvöldi að fjórir sjúklingar hefðu greinst með veiruna á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gengist undir opna hjartaaðgerð og talið er að smitið hafi ratað inn á deildina með aðstandanda. Nú á tólfta tímanum bárust niðurstöður úr skimun allra starfsmanna og sjúklinga og bættust þá við einn starfsmaður og einn sjúklingur. Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans, segir þetta skárri niðurstöðu en hefði mátt óttast og telur að hægt verði að ná utan um smitin í framhaldinu. Vissulega geti þó fleiri greinst þegar fram líður. „Að svona gerist, er þetta óheppilegt, eru það mistök sem valda þessu eða hvernig eruð þið að túlka það? Nei við lítum ekki á þetta sem mistök. Það er viðbúið þegar svona mikið af veiru er úti í samfélaginu. Þegar bæði starfsfólk og aðstandendur sem koma hingað inn á spítalann eru útsett fyrir þessu er það bara tímaspursmál hvenær svona atvik gerist,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Umræddir hjartasjúklingar, alla vega fyrstu fjórir, eru bólusettir og hafa ekki veikst alvarlega vegna veirunnar enn sem komið er. En þrátt fyrir bólusetningu eru alltaf einhverjir sem veikjast, segir Karl. „Þessi veira er enn þá þarna úti og smittölurnar eru að aukast frá degi til dags síðustu daga og vikur og við sjáum það að það er heilmikið af veiru þarna úti. Starfsmenn spítalans og sjúklingar eru úti í samfélaginu og smitast eins og aðrir,“ segir Karl. Karl óttast að þetta leiði til aukins álags á spítalanum, sem er einmitt það sem sóttvarnayfirvöld miða við þegar þau ákveða sínar aðgerðir. Því hefur verið reynt að efla varnirnar. „Á spítalanum eru náttúrulega smitvarnir sem eru mun strangari en gengur og gerist úti í samfélaginu. Það er grímuskylda og ákveðin nálægðarmörk sem eru tveir metrar og ég held að það hafi sýnt sig á undanförnum vikum og mánuðum að þær reglur hafi komið í veg fyrir fjölda tilvika í gegnum tíðina,“ segir Karl. Að lokum brýnir Karl fyrir fólki að koma alls ekki inn á heilbrigðisstofnanir ef það hefur einkenni loftvegasýkinga, hvort sem það er Covid eða annarra. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Greint var frá því í gærkvöldi að fjórir sjúklingar hefðu greinst með veiruna á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gengist undir opna hjartaaðgerð og talið er að smitið hafi ratað inn á deildina með aðstandanda. Nú á tólfta tímanum bárust niðurstöður úr skimun allra starfsmanna og sjúklinga og bættust þá við einn starfsmaður og einn sjúklingur. Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans, segir þetta skárri niðurstöðu en hefði mátt óttast og telur að hægt verði að ná utan um smitin í framhaldinu. Vissulega geti þó fleiri greinst þegar fram líður. „Að svona gerist, er þetta óheppilegt, eru það mistök sem valda þessu eða hvernig eruð þið að túlka það? Nei við lítum ekki á þetta sem mistök. Það er viðbúið þegar svona mikið af veiru er úti í samfélaginu. Þegar bæði starfsfólk og aðstandendur sem koma hingað inn á spítalann eru útsett fyrir þessu er það bara tímaspursmál hvenær svona atvik gerist,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Umræddir hjartasjúklingar, alla vega fyrstu fjórir, eru bólusettir og hafa ekki veikst alvarlega vegna veirunnar enn sem komið er. En þrátt fyrir bólusetningu eru alltaf einhverjir sem veikjast, segir Karl. „Þessi veira er enn þá þarna úti og smittölurnar eru að aukast frá degi til dags síðustu daga og vikur og við sjáum það að það er heilmikið af veiru þarna úti. Starfsmenn spítalans og sjúklingar eru úti í samfélaginu og smitast eins og aðrir,“ segir Karl. Karl óttast að þetta leiði til aukins álags á spítalanum, sem er einmitt það sem sóttvarnayfirvöld miða við þegar þau ákveða sínar aðgerðir. Því hefur verið reynt að efla varnirnar. „Á spítalanum eru náttúrulega smitvarnir sem eru mun strangari en gengur og gerist úti í samfélaginu. Það er grímuskylda og ákveðin nálægðarmörk sem eru tveir metrar og ég held að það hafi sýnt sig á undanförnum vikum og mánuðum að þær reglur hafi komið í veg fyrir fjölda tilvika í gegnum tíðina,“ segir Karl. Að lokum brýnir Karl fyrir fólki að koma alls ekki inn á heilbrigðisstofnanir ef það hefur einkenni loftvegasýkinga, hvort sem það er Covid eða annarra.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira