Frumsýning á sykursætu myndbandi Unu Schram Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 15:03 Tónlistarkonan Una Schram hefur gefið út myndband við poppsmellinn Crush. Una Schram Tónlistarkonan Una Schram hefur gefið út myndband við nýjasta smell sinn - Crush. Raunveruleikastjarnan Binni Glee fer með sérstakt gestahlutverk í myndbandinu sem Vísir frumsýnir hér fyrir neðan. Lagið Crush kom út á Spotify í síðasta mánuði og hefur fengið frábærar viðtökur. Lagið er það fyrsta af væntanlegri smáskífu tónlistarkonunnar sem mun innihalda sjö lög. Þetta er í fyrsta sinn sem Una gerir tónlistarmyndband þrátt fyrir að hafa átt þó nokkra vinsæla smelli. „Það var bara eitthvað við þetta lag sem mér fannst þurfa eitthvað svona sjónrænt. Mig langaði til þess að gera meira úr þessu heldur en öðrum lögum, mér fannst þetta lag bara einhvern veginn eiga það skilið,“ segir Una. Crush er sykurhúðuð, glitrandi poppperla sem talar tungumál ungu kynslóðarinnar. Textinn er eins konar nútíma ástarsöngur, fullur af sjálfstrausti og endurspeglar myndbandið það. Una vildi að myndbandið yrði stelpulegt og rómantískt sem hún segir að séu eiginleikar sem gjarnan sé litið niður á.Una Schram „Mig langaði bara að vera með svona úber skvísulæti og gera eitthvað mega „girly“ og létt og skemmtilegt og vinna með svona úber „feminine vibes“.“ Una segist vilja fagna því að vera rómantísk og stelpuleg, en oft sé litið niður á þá eiginleika í samfélaginu. Í einni línu í textanum má heyra Unu tala um besta vin sinn og vildi hún fá einhvern til þess að leika vininn í myndbandinu. „Binni Glee kom bara strax upp í hugann. Mig langaði bara til þess að fá einhvern sem er táknrænn fyrir hinsegin menninguna á Íslandi. Binni var til í þetta og það var bara ótrúlega gaman að vinna þetta með honum,“ en Una þekkti Binna ekki fyrir en segist hafa verið mikill aðdáandi hans lengi. Una fékk raunveruleikastjörnuna Binna Glee til þess að leika besta vin sinn í myndbandinu.Una Schram Lagið er samið af Unu sjálfri og einum færasta lagasmið landsins, Young Nazareth, og er myndbandinu leikstýrt af Arínu Völu Þórðardóttur. „Þetta er búið að vera svo rosalega lengi í fæðingu. Það er súrrealískt að þetta sé loksins að koma út, því það var alveg tímapunktur þar sem ég vissi ekki hvort þetta myndi nokkurn tíman gerast. Þannig ég er svo rosalega ánægð að þetta sé loksins að koma út.“ Hér má sjá frumsýningu á myndbandi við sykurhúðaða skvísusmellinn Crush. Tónlist Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Lagið Crush kom út á Spotify í síðasta mánuði og hefur fengið frábærar viðtökur. Lagið er það fyrsta af væntanlegri smáskífu tónlistarkonunnar sem mun innihalda sjö lög. Þetta er í fyrsta sinn sem Una gerir tónlistarmyndband þrátt fyrir að hafa átt þó nokkra vinsæla smelli. „Það var bara eitthvað við þetta lag sem mér fannst þurfa eitthvað svona sjónrænt. Mig langaði til þess að gera meira úr þessu heldur en öðrum lögum, mér fannst þetta lag bara einhvern veginn eiga það skilið,“ segir Una. Crush er sykurhúðuð, glitrandi poppperla sem talar tungumál ungu kynslóðarinnar. Textinn er eins konar nútíma ástarsöngur, fullur af sjálfstrausti og endurspeglar myndbandið það. Una vildi að myndbandið yrði stelpulegt og rómantískt sem hún segir að séu eiginleikar sem gjarnan sé litið niður á.Una Schram „Mig langaði bara að vera með svona úber skvísulæti og gera eitthvað mega „girly“ og létt og skemmtilegt og vinna með svona úber „feminine vibes“.“ Una segist vilja fagna því að vera rómantísk og stelpuleg, en oft sé litið niður á þá eiginleika í samfélaginu. Í einni línu í textanum má heyra Unu tala um besta vin sinn og vildi hún fá einhvern til þess að leika vininn í myndbandinu. „Binni Glee kom bara strax upp í hugann. Mig langaði bara til þess að fá einhvern sem er táknrænn fyrir hinsegin menninguna á Íslandi. Binni var til í þetta og það var bara ótrúlega gaman að vinna þetta með honum,“ en Una þekkti Binna ekki fyrir en segist hafa verið mikill aðdáandi hans lengi. Una fékk raunveruleikastjörnuna Binna Glee til þess að leika besta vin sinn í myndbandinu.Una Schram Lagið er samið af Unu sjálfri og einum færasta lagasmið landsins, Young Nazareth, og er myndbandinu leikstýrt af Arínu Völu Þórðardóttur. „Þetta er búið að vera svo rosalega lengi í fæðingu. Það er súrrealískt að þetta sé loksins að koma út, því það var alveg tímapunktur þar sem ég vissi ekki hvort þetta myndi nokkurn tíman gerast. Þannig ég er svo rosalega ánægð að þetta sé loksins að koma út.“ Hér má sjá frumsýningu á myndbandi við sykurhúðaða skvísusmellinn Crush.
Tónlist Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið