Lífið

Manuela og Eiður ást­fangin á ný

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Manuela Ósk og Eiður fundu ástina á ný.
Manuela Ósk og Eiður fundu ástina á ný.

Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Íslands-, og sjónvarps- og kvikmyndaframleiðandinn Eiður Birgisson hafa fundið ástina á ný. Parið byrjaði að hittast fyrir nokkrum mánuðum síðan og virðist ástin blómstra á nýjan leik.

Manuela og Eiður byrjuðu fyrst saman árið 2020 og voru saman um þriggja ára skeið þegar þau slitu sambandi sínu í október í fyrra. 

Á dögunum fóru þau í ferðalag um Bandaríkin og fóru til New York, Nashville, Memphis, Tennessee og Alabama. Þau heimsóttu meðal annars Graceland, heimili Elvis Presley, og fóru jólatónleika stórstjörnunnar Mariah Carey.

Manuela gerði sem þekkt er garðinn fyrst frægan árið 2002 þegar hún bar sigur úr býtum í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland. Síðan þá hefur hún fengist við fjölbreytt störf en er eflaust þekktust fyrir frumkvöðlastarf sitt sem framkvæmdarstýra fegurðarsamkeppninnar Miss Universe Iceland síðastliðin ár.

Eiður hefur verið framleiðandi hjá Sagafilm og RVK Studios og rak á sínum tíma 800 bar á Selfossi. Hann kom að framleiðslu á Ófærð og Gullregn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.