Fólk streymdi í hraðpróf í dag en 41 greindist smitaður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2021 18:31 Marta María Arnarsdóttir er verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stöð 2 Fólk streymdi í hraðpróf í dag vegna viðburða um helgina jafnvel þótt það hafi verið óþarfi þar sem hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. 135 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti í nótt og gilda næstu þrjár vikur. Ekki mega fleiri en fimmtíu koma saman en þó er svigrúm fyrir allt að 500 á viðburðum ef grímuskylda er virt og gestir geta sýnt fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Tímabundin undanþága hefur þó verið veitt frá reglum um hraðpróf á 500 manna viðburðum núna um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. Þrátt fyrir undanþáguna, rok og rigningu þá streymir fólk hingað í hraðpróf og því ljóst að fólk ætlar að vera með öryggið á oddinum á viðburðum í kvöld. Þegar fréttastofa leit við klukkan tvö í dag höfðu 3000 af þeim 3600 sem skráðir voru mætt í hraðpróf. Nú eru viðburðir líka næstu helgi. Er eitthvað sem þið ætlið að gera til þess að koma til móts við þessa auknu eftirspurn í hraðpróf? „Já við erum aðeins að ráða inn nýtt starfsfólk og erum nú þegar með gott fólk þannig að við tökum fagnandi á móti öllum,“ sagði Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 41 greindist smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófum í dag. Í gær voru þeir 38 og daginn þar á undan voru þeir 43 sem er metfjöldi greindra í hraðprófum. Ertu búin að tala við gestina, hvert er fólk að fara í kvöld? „Ýmsir að fara í leikhús, það var streymi í morgun. En svo líka brúðkaup og allskonar partí.“ 135 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Af þeim voru 57 í sóttkví við greiningu. Fimm þeirra smituðu greindust á landamærunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Leikhús Reykjavík Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti í nótt og gilda næstu þrjár vikur. Ekki mega fleiri en fimmtíu koma saman en þó er svigrúm fyrir allt að 500 á viðburðum ef grímuskylda er virt og gestir geta sýnt fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Tímabundin undanþága hefur þó verið veitt frá reglum um hraðpróf á 500 manna viðburðum núna um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. Þrátt fyrir undanþáguna, rok og rigningu þá streymir fólk hingað í hraðpróf og því ljóst að fólk ætlar að vera með öryggið á oddinum á viðburðum í kvöld. Þegar fréttastofa leit við klukkan tvö í dag höfðu 3000 af þeim 3600 sem skráðir voru mætt í hraðpróf. Nú eru viðburðir líka næstu helgi. Er eitthvað sem þið ætlið að gera til þess að koma til móts við þessa auknu eftirspurn í hraðpróf? „Já við erum aðeins að ráða inn nýtt starfsfólk og erum nú þegar með gott fólk þannig að við tökum fagnandi á móti öllum,“ sagði Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 41 greindist smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófum í dag. Í gær voru þeir 38 og daginn þar á undan voru þeir 43 sem er metfjöldi greindra í hraðprófum. Ertu búin að tala við gestina, hvert er fólk að fara í kvöld? „Ýmsir að fara í leikhús, það var streymi í morgun. En svo líka brúðkaup og allskonar partí.“ 135 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Af þeim voru 57 í sóttkví við greiningu. Fimm þeirra smituðu greindust á landamærunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Leikhús Reykjavík Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira