Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 13:06 Frá Laugardalshöll í morgun. Í dag voru þau sem eru sextíu ára og eldri eða í áhættuhópnum boðuð í bólusetningu. Til stendur að boða 160 þúsund manns í örvunarskammta fyrir áramót. vísir/Vilhelm Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. Hundrað fimmtíu og tveir greindust með kórónuveiruna í gær og rétt tæpur helmingur þeirra var í sóttkví. Þetta eru fleiri en um helgina en smituðum hefur þó farið fækkandi frá því að metfjöldi greindist á fimmtudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur of snemmt að segja hvort bylgjan sé á niðurleið. Enn séu of margir að greinast. „Og við sjáum bara að það voru mjög margir, eða fimm sem lögðust inn á Landspítalann í gær. Þannig þar er enn mjög þungt þar og verður það áfram,“ segir Þórólfur. Tuttugu og tveir eru nú á Landspítalanum með Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. „Jafnvel þó við sjáum smitum fækka í samfélaginu mun það ekki skila sér til spítalans fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun. Fólk í elstu aldurshópum og framlínufólk hefur þó þegar fengið örvunarskammt en hingað til hefur mætingin verið heldur dræm. „Ef við miðum við heilbrigðisstarfsmenn hefur þetta verið í kringum sextíu prósent mæting en það hefur verið að aukast núna upp síðkastið þannig ég vona að mætingin verði bara mjög góð,“ segir Þórólfur aðspurður um væntingar varðandi mætingu. Hann segir gögn benda til þess að örvunarskammtar veiti mjög góða vörn. „Það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir örvunarskammtinn þriðja og það vekur vonir um að það sé bara mjög sjaldgæft.“ Þórólfur segir framhald sóttvarnaraðgerða taka mið af virkni örvunarskammta og mætingu. „Ef fólk verður ekki duglegt að mæta mun það seinka því að við getum farið að slaka á. Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í samfélaginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar.“ Hann hvetur fólk til þess að mæta. „Það er mjög mikilvægt og getur skipt miklu máli bæði fyrir þá sem mæta og örva sína vernd og síðan fyrir þessa samfélagslegu vernd. Til þess að minnka hringrás veirunnar í samfélaginu. Ég held að það sé hollt að hafa það í huga líka að það eru engar vísbendingar um að það séu meiri aukaverkanir eftir örvunarskammt,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Hundrað fimmtíu og tveir greindust með kórónuveiruna í gær og rétt tæpur helmingur þeirra var í sóttkví. Þetta eru fleiri en um helgina en smituðum hefur þó farið fækkandi frá því að metfjöldi greindist á fimmtudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur of snemmt að segja hvort bylgjan sé á niðurleið. Enn séu of margir að greinast. „Og við sjáum bara að það voru mjög margir, eða fimm sem lögðust inn á Landspítalann í gær. Þannig þar er enn mjög þungt þar og verður það áfram,“ segir Þórólfur. Tuttugu og tveir eru nú á Landspítalanum með Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. „Jafnvel þó við sjáum smitum fækka í samfélaginu mun það ekki skila sér til spítalans fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun. Fólk í elstu aldurshópum og framlínufólk hefur þó þegar fengið örvunarskammt en hingað til hefur mætingin verið heldur dræm. „Ef við miðum við heilbrigðisstarfsmenn hefur þetta verið í kringum sextíu prósent mæting en það hefur verið að aukast núna upp síðkastið þannig ég vona að mætingin verði bara mjög góð,“ segir Þórólfur aðspurður um væntingar varðandi mætingu. Hann segir gögn benda til þess að örvunarskammtar veiti mjög góða vörn. „Það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir örvunarskammtinn þriðja og það vekur vonir um að það sé bara mjög sjaldgæft.“ Þórólfur segir framhald sóttvarnaraðgerða taka mið af virkni örvunarskammta og mætingu. „Ef fólk verður ekki duglegt að mæta mun það seinka því að við getum farið að slaka á. Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í samfélaginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar.“ Hann hvetur fólk til þess að mæta. „Það er mjög mikilvægt og getur skipt miklu máli bæði fyrir þá sem mæta og örva sína vernd og síðan fyrir þessa samfélagslegu vernd. Til þess að minnka hringrás veirunnar í samfélaginu. Ég held að það sé hollt að hafa það í huga líka að það eru engar vísbendingar um að það séu meiri aukaverkanir eftir örvunarskammt,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira