Verkefni til stuðnings börnum foreldra með geðrænan vanda komið á laggirnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 18:09 Sigríður Gísladóttir hjá Geðhjálp segir að það sé mjög mikilvægt að við séum að veita börnum sem eiga foreldra með geðrænan vanda viðeigandi stuðning og fræðslu. Stöð 2 Stuðningsverkefni fyrir börn foreldra með geðrænan vanda hefur verið sett á laggirnar. Verkefnið heitir Okkar heimur og er á vegum Geðhjálpar. Kveikjan að stofnun verkefnisins er reynsla verkefnastjóra verkefnisins af kerfinu hér á landi sem barn foreldris með alvarlegan geðrænan vanda. Fréttastofa fjallaði um samskonar mál í Kompás fyrir tveimur árum síðan og var þar rætt við unga stúlku sem búið hafði hjá móður sinni sem á í alvarlegum geðrænum vanda. Lýsti hún því að sama hvert hún sneri sér í kerfinu kom hún að lokuðum dyrum. Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Sigríður Gísladóttir er verkefnastjóri Okkar heims og hefur unnið að innleiðingu verkefnisins. Sigríður ólst sjálf upp hjá foreldri með alvarlegan geðrænan vanda og upplifði úrræðaleysi hér á landi og hefur nýtt reynslu sína í mótun verkefnisins. Verkefni Okkar heims er tvíþætt. Annars vegar snýr það að stuðningi við börn sem eiga foreldri sem glímir við geðrænan vanda. Okkar heimur mun bjóða upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Í þeim eru leiklist og leikir notuð til að fræða börrn um geðrænan vanda. „Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými og eiga góðar stundir saman og ræða ýmislegt sem getur fylgt því að vera í fjölskyldu þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði í 2,5 klukkustund í Reykjavík og eru fjölskyldum að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu frá Okkar heimi. Þá mun Okkar heimur einnig einbeita sér að fræðslu sem hugsuð er fyrir börn foreldra með geðrænan vana til að veita þþeim aðgang að mikilvægum upplýsingum og fræðsluefni. Vefsíða fyrir fræðsluefni Okkar heims var opnuð í dag þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þessi mál. Fram kemur í tilkynningu frá Okkar heimi að þessi hópur sé oft falinn og fangi jafnan ekki athygli starfsfólks í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu. Hluti verkefnisins sé að fara af stað með vitundarvakningu og minna á mikilvægi þess að hópurinn fái stuðninginn sem hann eigi rétt á. „4. júní 2019 voru réttindi þessara barna tryggð hér á landi og samþykktar breytingar á sex lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Markmiðið með þeim var að tryggja að fagfólk sé vakandi fyrir því ef veikindi foreldra hafa áhrif á velferð og líðan barna og ef svo er, veita þeim stuðning. Nú er árið 2021 og enn lítið borið á því að verið sé að veita þessum hópi barna athygli og þjónustu.“ Samkvæmt tilkynningunni sýna alþjóðlegar rannsóknar að börn, sem alist upp með foreldri með geðrænan vanda, séu í 70 prósent meiri hættu á að þróa sjálf með sér geðrænan vanda á fullorðinsárum fái þau ekki viðeigandi stuðning. Sýni þetta mikilvægi þess að þessum hópi sé sýnd meiri athygli og gripið sé inn í aðstæður þeirra snemma. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fréttastofa fjallaði um samskonar mál í Kompás fyrir tveimur árum síðan og var þar rætt við unga stúlku sem búið hafði hjá móður sinni sem á í alvarlegum geðrænum vanda. Lýsti hún því að sama hvert hún sneri sér í kerfinu kom hún að lokuðum dyrum. Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Sigríður Gísladóttir er verkefnastjóri Okkar heims og hefur unnið að innleiðingu verkefnisins. Sigríður ólst sjálf upp hjá foreldri með alvarlegan geðrænan vanda og upplifði úrræðaleysi hér á landi og hefur nýtt reynslu sína í mótun verkefnisins. Verkefni Okkar heims er tvíþætt. Annars vegar snýr það að stuðningi við börn sem eiga foreldri sem glímir við geðrænan vanda. Okkar heimur mun bjóða upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Í þeim eru leiklist og leikir notuð til að fræða börrn um geðrænan vanda. „Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými og eiga góðar stundir saman og ræða ýmislegt sem getur fylgt því að vera í fjölskyldu þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði í 2,5 klukkustund í Reykjavík og eru fjölskyldum að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu frá Okkar heimi. Þá mun Okkar heimur einnig einbeita sér að fræðslu sem hugsuð er fyrir börn foreldra með geðrænan vana til að veita þþeim aðgang að mikilvægum upplýsingum og fræðsluefni. Vefsíða fyrir fræðsluefni Okkar heims var opnuð í dag þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þessi mál. Fram kemur í tilkynningu frá Okkar heimi að þessi hópur sé oft falinn og fangi jafnan ekki athygli starfsfólks í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu. Hluti verkefnisins sé að fara af stað með vitundarvakningu og minna á mikilvægi þess að hópurinn fái stuðninginn sem hann eigi rétt á. „4. júní 2019 voru réttindi þessara barna tryggð hér á landi og samþykktar breytingar á sex lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Markmiðið með þeim var að tryggja að fagfólk sé vakandi fyrir því ef veikindi foreldra hafa áhrif á velferð og líðan barna og ef svo er, veita þeim stuðning. Nú er árið 2021 og enn lítið borið á því að verið sé að veita þessum hópi barna athygli og þjónustu.“ Samkvæmt tilkynningunni sýna alþjóðlegar rannsóknar að börn, sem alist upp með foreldri með geðrænan vanda, séu í 70 prósent meiri hættu á að þróa sjálf með sér geðrænan vanda á fullorðinsárum fái þau ekki viðeigandi stuðning. Sýni þetta mikilvægi þess að þessum hópi sé sýnd meiri athygli og gripið sé inn í aðstæður þeirra snemma.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira