Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. nóvember 2021 14:07 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skoða nýjan stjórnarsáttmála sinn. vísir/vilhelm Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem skipa á faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. Í sáttmálanum má svo finna gömul markmið um orkuskipti og kolefnishlutleysi en einnig metnaðarfull markmið um að auka traust almennings á mikilvægi tjáningarfrelsis. Breytingar á spítalanum Ein stærsta breytingin í heilbrigðismálum verður sú að skipuð verður fagleg stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. Í sáttmálanum segir að Sjúkratryggingar Íslands verði efldar sem kaupandi og kostnaðargreiðandi heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins og ætlar ríkisstjórnin sér að halda áfram að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga, með sérstaka áherslu á viðkvæma hópa. Heilsugæslan verður styrkt enn frekar og heilsugæslustöðvum fjölgað til að minnka álag á aðra viðkomustaði, til dæmis bráðamóttökuna. Aðgengi að sérfræðiþjónustu fyrir landsbyggðina verður einnig bætt og þá ætlar ríkisstjórnin að efla geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Aldraðir og öryrkjar fá að vinna Aðgerðir fyrir aldraða eru einnig nokkuð fyrirferðamiklar í sáttmálanum en Katrín Jakobsdóttir nefndi öldrun þjóðarinnar og þau vandamál sem henni hefðu fylgt sem vandamál sem ríkisstjórnin ætlaði að leggja sérstaka áherslu á þegar hún kynnti sáttmálann í dag. Markmiðið er að auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima með aukinni þjónustu við það, dagþjálfun og þá kemur tækni og nýsköpun einnig inn í þennan málaflokk. Sporna á sérstaklega gegn félagslegri einangrun og einmanaleika aldraðra. Einnig á að liðka fyrir þátttöku og endurkomu einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkað þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku. Þá verður eldra fólki gert kleift að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði, til dæmis með auknum sveigjanleika í starfslokum, allavega hjá hinu opinbera. Almannatryggingakerfið verður endurmetið og frítekjumark atvinnutekna tvöfaldað um næstu áramót. Þá á einnig að breyta örorkulífeyriskerfinu og einfalda það til muna; draga úr tekjutengingum og gera það skilvirkara, að því sem segir í sáttmálanum. Einnig á að bæta afkomu örorkulífeyrisþega yfir höfuð og þá er sérstaklega horft á þá sem standa verst. Kerfinu verður breytt í skrefum og fá þeir sem þegar eru með fullt örorkumat þegar það verður innleitt val um það í hvoru kerfi þeir verða. Ný Mannréttindastofnun verður þá stofnuð sem á að halda utan um mannréttindamál á Íslandi. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður einnig lögfestur. Hér má lesa stjórnarsáttmálann í heild sinni: Stjornarsattmali2021_WEBPDF4.7MBSækja skjal Hálendisþjóðgarður í mýflugumynd Sérstaka athygli vekur í sáttmálanum að þar virðist fallið frá þeirri hugmynd um Hálendisþjóðarð sem vinstri græn hafa talað fyrir í áraraðir. Þar segir að stofnaður verði þjóðgarður á „þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu“ og það með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Hann verður þannig væntanlega stækkaður um það sem nemur þeim friðlýstu svæðum í kring um hann og svo virðist sem ekki sé mikill vilji til að friðlýsa stærra svæði á hálendinu. „Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við fréttastofu eftir kynninguna á stjórnarsáttmálanum í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið. Guðlaugur Þór Þórðarson fer úr utanríkisráðuneytinu og verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála. Guðlaugur Þór Þórðarson mun halda utan um umhverfis- og loftslagsmálin næstu fjögur árin.Vísir/Vilhelm Í fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna náðist ekki samkomulag um Hálendisþjóðgarðinn. Aðspurður um það hvort minnka eigi mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að stækka eigi Vatnajökulsþjóðgarð sagði Bjarni: „Við tökum tvö skref aftur á bak og byrjum með aðeins, hvað eigum við að segja, umfangsminni hugmyndir um að grípa til friðana og stofnunar þjóðgarðs á hálendinu. Engu að síður er verið að vinna áfram í þá átt.“ Bjarni sagði einnig að verið væri að reyna að læra af því ferli sem hefði átt sér stað. Það hefðu ekki bara verið stjórnarflokkarnir sem hefðu verið ósammála. „Við erum í samtali við samfélagið og það voru margar athugasemdir sem við erum að horfa til og hlusta eftir.“ Tæknin á að leysa loftslagsvandann „Vísindaleg þekking er undirstaða allra aðgerða stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir í loftslagskafla stjórnarsáttmálans og það er greinilegt því stærstur hluti hans fer í hugmyndir um að efla nýsköpun, rannsóknir og atvinnulíf til að finna grænar lausnir og stuðla að minni losun og orkuskiptum á landinu. Ríkisstjórnin heldur áfram vinnu sinni við að ná hér kolefnishlutleysi og orkuskiptum fyrir árið 2040 og þá er einnig sett sjálfstætt markmið um að ná 55 prósenta samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2030 miðað við árið 2005. Stjórnvöld ætla sér að einfalda ferlið fyrir sveitarfélög og atvinnulífið og setja sérstök losunarmarkmið í nokkrum áföngum fyrir hvern geira. Þar verður bæði jákvæðum og neikvæðum hvötum beitt; það er að segja að fjárfest verður í grænum verkefnum en gjaldtöku beitt á losun gróðurhúsalofttegunda. Sérstaklega er tekið fram að ríkisstjórnin muni ekki gefa út leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Ætla sér að klára þriðja áfanga rammans Þá ætlar nýja ríkisstjórnin sér að ljúka við þriðja áfanga rammaáætlunar en sú vinna gekk ekki á síðasta kjörtímabili. Þá var þriðji áfanginn lagður fram þrisvar sinnum fyrir þingið en aldrei tókst að klára hann. Þremur síðustu umhverfisráðherrum hefur ekki tekist að koma áfanganum í gegn um þingið. Í þriðja áfanganum verður kostum í biðflokki fjölgað og þá verða lög um verndar- og orkunýtingaráætlun endurskoðuð frá grunni. Fiskeldi skaði ekki laxastofninn Heildstæð stefna verður mótuð á kjörtímabilinu um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð sérstök áhersla á atvinnusköpun og mikilvægi þess að fiskeldi á Íslandi byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villta laxastofna. Vinstri græn munu leiða þá vinnu en Svandís Svavarsdóttir fer úr heilbrigðisráðuneytinu og yfir í nýtt ráðuneyti matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Svandís Svavarsdóttir mun taka við nýju matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.Vísir/Vilhelm Hún mun einnig leiða vinnu við að efla innlenda landbúnaðarframleiðslu þar sem markmiðið er að styrkja og fjölga stoðum landbúnaðar sem er sjálfbær í þágu loftslags- og umhverfismála. Nýr þjóðarleikvangur og meiri rafíþróttir Nýja stjórnin ætlar sér þá að setja stefnu um öflugar rafíþróttir á Íslandi auk þess sem allt rafíþróttastarf verður eflt til muna. Þá verður áfram unnið að uppbyggingu þjóðarhallar inniíþrótta og þjóðarleikvanga. Önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Katrín Jakobsdóttir - forsætisráðherra - óbreytt frá fyrsta ráðuneytu Katrínar Bjarni Benediktsson - fjármálaráðherra - óbreytt frá fyrsta ráðuneyti Katrínar Sigurður Ingi Jóhannsson - samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra - óbreytt frá fyrsta ráðuneytu Katrínar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - utanríkisráðherra - var áður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Willum Þór Þórsson - heilbrigðisráðherra - kemur nýr inn Jón Gunnarsson - dómsmálaráðherra - kemur nýr inn en var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017 í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar *Guðrún Hafsteinsdóttir mun taka við af Jóni þegar líður á kjörtímabilið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir - viðskipta- og menningarmálaráðherra - var áður menntamálaráðherra Svandís Svavarsdóttir - matvæla- sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - var áður heilbrigðisráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra - var áður dómsmálaráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson - umhverfis- og loftslagsmálaráðherra - var áður utanríkisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson - félags- og vinnumarkaðsráðherra - var áður umhverfisráðherra Ásmundur Einar Daðason - skóla- og barnamálaráðherra - var áður félagsmálaráðherra. Tengd skjöl Stjornarsattmali2021_WEBPDF4.7MBSækja skjal Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Heilbrigðismál Tækni Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Í sáttmálanum má svo finna gömul markmið um orkuskipti og kolefnishlutleysi en einnig metnaðarfull markmið um að auka traust almennings á mikilvægi tjáningarfrelsis. Breytingar á spítalanum Ein stærsta breytingin í heilbrigðismálum verður sú að skipuð verður fagleg stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. Í sáttmálanum segir að Sjúkratryggingar Íslands verði efldar sem kaupandi og kostnaðargreiðandi heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins og ætlar ríkisstjórnin sér að halda áfram að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga, með sérstaka áherslu á viðkvæma hópa. Heilsugæslan verður styrkt enn frekar og heilsugæslustöðvum fjölgað til að minnka álag á aðra viðkomustaði, til dæmis bráðamóttökuna. Aðgengi að sérfræðiþjónustu fyrir landsbyggðina verður einnig bætt og þá ætlar ríkisstjórnin að efla geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Aldraðir og öryrkjar fá að vinna Aðgerðir fyrir aldraða eru einnig nokkuð fyrirferðamiklar í sáttmálanum en Katrín Jakobsdóttir nefndi öldrun þjóðarinnar og þau vandamál sem henni hefðu fylgt sem vandamál sem ríkisstjórnin ætlaði að leggja sérstaka áherslu á þegar hún kynnti sáttmálann í dag. Markmiðið er að auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima með aukinni þjónustu við það, dagþjálfun og þá kemur tækni og nýsköpun einnig inn í þennan málaflokk. Sporna á sérstaklega gegn félagslegri einangrun og einmanaleika aldraðra. Einnig á að liðka fyrir þátttöku og endurkomu einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkað þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku. Þá verður eldra fólki gert kleift að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði, til dæmis með auknum sveigjanleika í starfslokum, allavega hjá hinu opinbera. Almannatryggingakerfið verður endurmetið og frítekjumark atvinnutekna tvöfaldað um næstu áramót. Þá á einnig að breyta örorkulífeyriskerfinu og einfalda það til muna; draga úr tekjutengingum og gera það skilvirkara, að því sem segir í sáttmálanum. Einnig á að bæta afkomu örorkulífeyrisþega yfir höfuð og þá er sérstaklega horft á þá sem standa verst. Kerfinu verður breytt í skrefum og fá þeir sem þegar eru með fullt örorkumat þegar það verður innleitt val um það í hvoru kerfi þeir verða. Ný Mannréttindastofnun verður þá stofnuð sem á að halda utan um mannréttindamál á Íslandi. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður einnig lögfestur. Hér má lesa stjórnarsáttmálann í heild sinni: Stjornarsattmali2021_WEBPDF4.7MBSækja skjal Hálendisþjóðgarður í mýflugumynd Sérstaka athygli vekur í sáttmálanum að þar virðist fallið frá þeirri hugmynd um Hálendisþjóðarð sem vinstri græn hafa talað fyrir í áraraðir. Þar segir að stofnaður verði þjóðgarður á „þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu“ og það með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Hann verður þannig væntanlega stækkaður um það sem nemur þeim friðlýstu svæðum í kring um hann og svo virðist sem ekki sé mikill vilji til að friðlýsa stærra svæði á hálendinu. „Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við fréttastofu eftir kynninguna á stjórnarsáttmálanum í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið. Guðlaugur Þór Þórðarson fer úr utanríkisráðuneytinu og verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála. Guðlaugur Þór Þórðarson mun halda utan um umhverfis- og loftslagsmálin næstu fjögur árin.Vísir/Vilhelm Í fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna náðist ekki samkomulag um Hálendisþjóðgarðinn. Aðspurður um það hvort minnka eigi mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að stækka eigi Vatnajökulsþjóðgarð sagði Bjarni: „Við tökum tvö skref aftur á bak og byrjum með aðeins, hvað eigum við að segja, umfangsminni hugmyndir um að grípa til friðana og stofnunar þjóðgarðs á hálendinu. Engu að síður er verið að vinna áfram í þá átt.“ Bjarni sagði einnig að verið væri að reyna að læra af því ferli sem hefði átt sér stað. Það hefðu ekki bara verið stjórnarflokkarnir sem hefðu verið ósammála. „Við erum í samtali við samfélagið og það voru margar athugasemdir sem við erum að horfa til og hlusta eftir.“ Tæknin á að leysa loftslagsvandann „Vísindaleg þekking er undirstaða allra aðgerða stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir í loftslagskafla stjórnarsáttmálans og það er greinilegt því stærstur hluti hans fer í hugmyndir um að efla nýsköpun, rannsóknir og atvinnulíf til að finna grænar lausnir og stuðla að minni losun og orkuskiptum á landinu. Ríkisstjórnin heldur áfram vinnu sinni við að ná hér kolefnishlutleysi og orkuskiptum fyrir árið 2040 og þá er einnig sett sjálfstætt markmið um að ná 55 prósenta samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2030 miðað við árið 2005. Stjórnvöld ætla sér að einfalda ferlið fyrir sveitarfélög og atvinnulífið og setja sérstök losunarmarkmið í nokkrum áföngum fyrir hvern geira. Þar verður bæði jákvæðum og neikvæðum hvötum beitt; það er að segja að fjárfest verður í grænum verkefnum en gjaldtöku beitt á losun gróðurhúsalofttegunda. Sérstaklega er tekið fram að ríkisstjórnin muni ekki gefa út leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Ætla sér að klára þriðja áfanga rammans Þá ætlar nýja ríkisstjórnin sér að ljúka við þriðja áfanga rammaáætlunar en sú vinna gekk ekki á síðasta kjörtímabili. Þá var þriðji áfanginn lagður fram þrisvar sinnum fyrir þingið en aldrei tókst að klára hann. Þremur síðustu umhverfisráðherrum hefur ekki tekist að koma áfanganum í gegn um þingið. Í þriðja áfanganum verður kostum í biðflokki fjölgað og þá verða lög um verndar- og orkunýtingaráætlun endurskoðuð frá grunni. Fiskeldi skaði ekki laxastofninn Heildstæð stefna verður mótuð á kjörtímabilinu um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð sérstök áhersla á atvinnusköpun og mikilvægi þess að fiskeldi á Íslandi byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villta laxastofna. Vinstri græn munu leiða þá vinnu en Svandís Svavarsdóttir fer úr heilbrigðisráðuneytinu og yfir í nýtt ráðuneyti matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Svandís Svavarsdóttir mun taka við nýju matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.Vísir/Vilhelm Hún mun einnig leiða vinnu við að efla innlenda landbúnaðarframleiðslu þar sem markmiðið er að styrkja og fjölga stoðum landbúnaðar sem er sjálfbær í þágu loftslags- og umhverfismála. Nýr þjóðarleikvangur og meiri rafíþróttir Nýja stjórnin ætlar sér þá að setja stefnu um öflugar rafíþróttir á Íslandi auk þess sem allt rafíþróttastarf verður eflt til muna. Þá verður áfram unnið að uppbyggingu þjóðarhallar inniíþrótta og þjóðarleikvanga. Önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Katrín Jakobsdóttir - forsætisráðherra - óbreytt frá fyrsta ráðuneytu Katrínar Bjarni Benediktsson - fjármálaráðherra - óbreytt frá fyrsta ráðuneyti Katrínar Sigurður Ingi Jóhannsson - samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra - óbreytt frá fyrsta ráðuneytu Katrínar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - utanríkisráðherra - var áður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Willum Þór Þórsson - heilbrigðisráðherra - kemur nýr inn Jón Gunnarsson - dómsmálaráðherra - kemur nýr inn en var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017 í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar *Guðrún Hafsteinsdóttir mun taka við af Jóni þegar líður á kjörtímabilið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir - viðskipta- og menningarmálaráðherra - var áður menntamálaráðherra Svandís Svavarsdóttir - matvæla- sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - var áður heilbrigðisráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra - var áður dómsmálaráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson - umhverfis- og loftslagsmálaráðherra - var áður utanríkisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson - félags- og vinnumarkaðsráðherra - var áður umhverfisráðherra Ásmundur Einar Daðason - skóla- og barnamálaráðherra - var áður félagsmálaráðherra. Tengd skjöl Stjornarsattmali2021_WEBPDF4.7MBSækja skjal
Katrín Jakobsdóttir - forsætisráðherra - óbreytt frá fyrsta ráðuneytu Katrínar Bjarni Benediktsson - fjármálaráðherra - óbreytt frá fyrsta ráðuneyti Katrínar Sigurður Ingi Jóhannsson - samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra - óbreytt frá fyrsta ráðuneytu Katrínar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - utanríkisráðherra - var áður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Willum Þór Þórsson - heilbrigðisráðherra - kemur nýr inn Jón Gunnarsson - dómsmálaráðherra - kemur nýr inn en var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017 í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar *Guðrún Hafsteinsdóttir mun taka við af Jóni þegar líður á kjörtímabilið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir - viðskipta- og menningarmálaráðherra - var áður menntamálaráðherra Svandís Svavarsdóttir - matvæla- sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - var áður heilbrigðisráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra - var áður dómsmálaráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson - umhverfis- og loftslagsmálaráðherra - var áður utanríkisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson - félags- og vinnumarkaðsráðherra - var áður umhverfisráðherra Ásmundur Einar Daðason - skóla- og barnamálaráðherra - var áður félagsmálaráðherra.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Heilbrigðismál Tækni Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira