Þórólfur kominn með örvunarskammt: „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2021 12:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk örvunarskammt af bóluefni Moderna í dag. Þriðja vika örvunarbólusetningarátaks yfirvalda hófst í dag í Laugardalshöll. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir bólusetningarnar ganga vel en sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem fengu sinn þriðja skammt í dag. Alls greindust 95 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 42 utan sóttkvíar við greiningu. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem daglegur fjöldi smitaðra innanlands er undir 100. Fjórtán greindust með virk smit á landamærunum. Nítján eru nú á sjúkrahúsi, tveir eru á gjörgæslu og eru þeir báðir í öndunarvél. Fólk streymdi að Laugardalshöllinni í morgun fyrir örvunarskammt bóluefnis en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn byrja vel. „Þetta fer bara vel af stað eins og aðra daga og á fyrsta klukkutíma voru komnir um 1500 manns þannig að dagurinn lítur vel út,“ segir Ragnheiður. „Þetta er þriðja vikan sem er að fara af stað núna hjá okkur og fyrstu tvær vikur hafa bara gengið nokkuð vel.“ Síðastliðnar tvær vikur hafa um 20 þúsund manns verið að mæta í örvunarskammt frá mánudegi til miðvikudags á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fólk einnig geta mætt á fimmtudögum og föstudögum ef þau komast ekki aðra daga og segir Ragnheiður að um þúsund manns mæti þá daga. Hún ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í örvunarskammt þegar þau fá boð. Til stendur að lang flestir muni fá boð í örvunarbólusetningu fyrir jól en þeir sem fengu Janssen og síðan örvun í ágúst, og börn á aldrinum 12 til fimmtán ára, fá boð eftir áramót. Býst ekki við að taka veikindadag á morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem mættu í örvunarskammt í morgun. „Tilfinningin er bara mjög góð, ég vona bara að ég verði vel örvaður og að þetta muni hjálpa okkur. Ég hef fulla trú á því,“ segir Þórólfur. Þórólfur var fullbólusettur með AstraZeneca fyrr á árinu og grínaðist með að hann væri að svíkja lit með því að fá Moderna í örvun. „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit og fer núna í Moderna.“ Býstu við að taka veikindadag á morgun? „Nei, ég á ekki von á því,“ segir Þórólfur léttur í bragði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Alls greindust 95 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 42 utan sóttkvíar við greiningu. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem daglegur fjöldi smitaðra innanlands er undir 100. Fjórtán greindust með virk smit á landamærunum. Nítján eru nú á sjúkrahúsi, tveir eru á gjörgæslu og eru þeir báðir í öndunarvél. Fólk streymdi að Laugardalshöllinni í morgun fyrir örvunarskammt bóluefnis en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn byrja vel. „Þetta fer bara vel af stað eins og aðra daga og á fyrsta klukkutíma voru komnir um 1500 manns þannig að dagurinn lítur vel út,“ segir Ragnheiður. „Þetta er þriðja vikan sem er að fara af stað núna hjá okkur og fyrstu tvær vikur hafa bara gengið nokkuð vel.“ Síðastliðnar tvær vikur hafa um 20 þúsund manns verið að mæta í örvunarskammt frá mánudegi til miðvikudags á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fólk einnig geta mætt á fimmtudögum og föstudögum ef þau komast ekki aðra daga og segir Ragnheiður að um þúsund manns mæti þá daga. Hún ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í örvunarskammt þegar þau fá boð. Til stendur að lang flestir muni fá boð í örvunarbólusetningu fyrir jól en þeir sem fengu Janssen og síðan örvun í ágúst, og börn á aldrinum 12 til fimmtán ára, fá boð eftir áramót. Býst ekki við að taka veikindadag á morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem mættu í örvunarskammt í morgun. „Tilfinningin er bara mjög góð, ég vona bara að ég verði vel örvaður og að þetta muni hjálpa okkur. Ég hef fulla trú á því,“ segir Þórólfur. Þórólfur var fullbólusettur með AstraZeneca fyrr á árinu og grínaðist með að hann væri að svíkja lit með því að fá Moderna í örvun. „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit og fer núna í Moderna.“ Býstu við að taka veikindadag á morgun? „Nei, ég á ekki von á því,“ segir Þórólfur léttur í bragði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50
Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35
Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21