Börnum á stríðshrjáðum svæðum fjölgar hratt Heimsljós 30. nóvember 2021 10:25 Ellefu ára stúlka í Jemen sem missti fót í sprengjuárás. Save the Children Rétt um 200 milljónir barna búa á stríðshrjáðum svæðum í þrettán þjóðríkjum. Börnum sem búa á átakasvæðum fjölgaði um tæplega 20 prósent á síðasta ári. Samkvæmt úttekt alþjóðasamtakanna Barnaheilla – Save the Children búa nú rétt um 200 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum í þrettán þjóðríkjum þar sem jafnframt er viðvarandi matarskortur. Fjölgun barna á stríðshrjáðum svæðum er að hluta til skýrð með vopnuðum átökum í Mósambík en einnig áframhaldandi ófriði í Afganistan, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Nígeríu og Jemen. Í skýrslu Save the Children kemur jafnframt fram að rúmlega 330 milljónir barna eiga í hættu að vera nauðug skráð í vopnaða hópa eða í stjórnarher viðkomandi lands, þrisvar sinnum fleiri en fyrir þremur áratugum. Samkvæmt úttektinni eru börn í Afganistan, Sýrlandi, Jemen, Filippseyjum og Írak í mestri hættu að vera þvinguð til að bera vopn í átökum eða taka beinan þátt í stríðsaðgerðum. Aðeins einu sinni í sögunni hafa fleiri börn búið á átakasvæðum en það var árið 2008 þegar 208 milljónir barna ólust upp við stríðsástand. Í frétt frá Save the Children segir að þessi mikla fjölgun á síðasta ári sýni glöggt að heimsfaraldurinn og ákall Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé hafi litlu breytt. Skýrsla Save the Children nefnist „Stop the War on Children: A Crisis of Recruitment“ og kemur nú í sjötta sinn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mósambík Afganistan Nígería Jemen Sýrland Írak Filippseyjar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent
Börnum sem búa á átakasvæðum fjölgaði um tæplega 20 prósent á síðasta ári. Samkvæmt úttekt alþjóðasamtakanna Barnaheilla – Save the Children búa nú rétt um 200 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum í þrettán þjóðríkjum þar sem jafnframt er viðvarandi matarskortur. Fjölgun barna á stríðshrjáðum svæðum er að hluta til skýrð með vopnuðum átökum í Mósambík en einnig áframhaldandi ófriði í Afganistan, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Nígeríu og Jemen. Í skýrslu Save the Children kemur jafnframt fram að rúmlega 330 milljónir barna eiga í hættu að vera nauðug skráð í vopnaða hópa eða í stjórnarher viðkomandi lands, þrisvar sinnum fleiri en fyrir þremur áratugum. Samkvæmt úttektinni eru börn í Afganistan, Sýrlandi, Jemen, Filippseyjum og Írak í mestri hættu að vera þvinguð til að bera vopn í átökum eða taka beinan þátt í stríðsaðgerðum. Aðeins einu sinni í sögunni hafa fleiri börn búið á átakasvæðum en það var árið 2008 þegar 208 milljónir barna ólust upp við stríðsástand. Í frétt frá Save the Children segir að þessi mikla fjölgun á síðasta ári sýni glöggt að heimsfaraldurinn og ákall Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé hafi litlu breytt. Skýrsla Save the Children nefnist „Stop the War on Children: A Crisis of Recruitment“ og kemur nú í sjötta sinn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mósambík Afganistan Nígería Jemen Sýrland Írak Filippseyjar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent