13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum árin fyrir lok árs 2025 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. desember 2021 07:00 Gígaverksmiðja 3 - sem vissulega er í Sjanghæ, ekki Texas. Getty Ætla má að þriðji áratugur 20. aldar muni einkennast af rafhlöðuæði. Til stendur að reisa 13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum fyrir árslok 2025. Hingað til er Gígaverksmiðja Tesla í Nevada sú stærsta. Mikil eftirspurn er eftir rafhlöðum í rafbíla. Áætlað er að framleiðslan muni tífaldast á næstu fimm árum. Um er að ræða verksmiðjur sem framleiða rafhlöður sem notaðar verða í rafbíla. Þessari 13 verksmiðjur eru einungis það sem formlega hefur verið tilkynnt, enn er tími til að bæta við verkefnum á listann fyrir árslok 2025. Ford, General Motors, SKJ Innovation, Stellantis, Toyota, LG og Samsung eru þau fyrirtæki sem ætla sér að reisa verksmiðjurnar. Volkswagen hefur einnig tilkynnt um áætlanir um smíði verksmiðju en nákvæm tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. Miðað við uppgefnar áætlanir munu þessar nýju verksmiðjur framleiða rafhlöður sem skila meira en 300 GWh á ári eftir árið 2025. Þar með er ekki talið hið stóra verkefni sem Tesla vinnur að í Texas með 4680-gerðina af sívölum rafhlöðum. Sú Gígaverksmiðja gæti skilað upp undir 100 GWh á ári í framleiðslugetu. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent
Um er að ræða verksmiðjur sem framleiða rafhlöður sem notaðar verða í rafbíla. Þessari 13 verksmiðjur eru einungis það sem formlega hefur verið tilkynnt, enn er tími til að bæta við verkefnum á listann fyrir árslok 2025. Ford, General Motors, SKJ Innovation, Stellantis, Toyota, LG og Samsung eru þau fyrirtæki sem ætla sér að reisa verksmiðjurnar. Volkswagen hefur einnig tilkynnt um áætlanir um smíði verksmiðju en nákvæm tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. Miðað við uppgefnar áætlanir munu þessar nýju verksmiðjur framleiða rafhlöður sem skila meira en 300 GWh á ári eftir árið 2025. Þar með er ekki talið hið stóra verkefni sem Tesla vinnur að í Texas með 4680-gerðina af sívölum rafhlöðum. Sú Gígaverksmiðja gæti skilað upp undir 100 GWh á ári í framleiðslugetu.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent