Starfsmenn ráðuneytisins ekki með 0,5 prómill í blóðinu alla daga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. janúar 2022 19:00 Fjalar segir starfsmenn ráðuneytisins hafa orðið mjög hissa þegar þeir sáu að dómsmálaráðuneytið hefði keypt áfengi fyrir 28 milljónir í fyrra. Hið rétta er að sú upphæð eigi við kaup allra undirstofnana ráðuneytisins á áfengi og tóbaki. vísir/sigurjón Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem selt er áfram til fanga skýrir þá háu upphæð sem greint var frá í gær að hefði farið frá dómsmálaráðuneytinu í kaup á áfengi og tóbak á síðasta ári. Tæpar 25 milljónir fóru í kaup á tóbaki fyrir fangelsin en tóbaksnotkun fanga fer minnkandi milli ára. Dómsmálaráðuneytið sjálft keypti áfengi fyrir 163 þúsund krónur á síðasta ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær er erfitt að greina nákvæmar upphæðir ríkisstofnana á áfengiskaupum þar sem þau eru oftar en ekki falin inni í reikningum sem hluti af heildarkostnaði eftir ráðstefnur, boð og fleira. Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um áfengiskaup ráðuneyta kom fram í því svari að ráðuneytin bókuðu kaup sín á vörum eftir mismunandi bókhaldslyklum. Einn þeirra kallast áfengi og tóbak. Aðeins tvö ráðuneyti höfðu bókað kaup undir þeim lykli í fyrra; dómsmálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í svarinu kom fram að dómsmálaráðuneytið hefði keypt vörur undir þeim vöruflokki fyrir 28 milljónir en mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir 7 milljónir. Kaup undirstofnana þessara ráðuneyta eru inni í þessum tölum. Ekki í Druk-tilraun Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem er selt í verslunum fangelsanna skýrir þarna háa tölu dómsmálaráðuneytisins en tæpar 25 milljónir fóru í tóbakskaup fangelsanna í fyrra „Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins urðu mjög hissa þegar þeir sáu þessa tölu, að við værum að kaupa áfengi fyrir 28 milljónir á einu ári. Þetta eru rúmlega 100 þúsund krónur á hvern virkan vinnudag sem að væru svona sirka tíu vodkaflöskur held ég miðað við lauslega verðkönnun í ríkinu,“ segir Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Það sé að sjálfsögðu ekki staðan. „Við erum ekki að gera einhverja Thomas Vinterberg tilraun að vera með 0,5 prómill í blóðinu alla daga. Þannig að 28 milljónir voru alveg út úr kortinu,“ segir Fjalar og vísar þar til kvikmyndar Vinterbergs sem kom út í fyrra með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Hún segir frá tilraun nokkurra vina til að halda sér hæfilega fullum alla daga. „Þannig að 28 milljónirnar voru ekki áfengiskaup fyrir dómsmálaráðuneytið heldur sígarettur á Litla Hrauni, að mestu leytinu til,“ segir Fjalar. Áfengi og tóbak Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fangelsismál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær er erfitt að greina nákvæmar upphæðir ríkisstofnana á áfengiskaupum þar sem þau eru oftar en ekki falin inni í reikningum sem hluti af heildarkostnaði eftir ráðstefnur, boð og fleira. Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um áfengiskaup ráðuneyta kom fram í því svari að ráðuneytin bókuðu kaup sín á vörum eftir mismunandi bókhaldslyklum. Einn þeirra kallast áfengi og tóbak. Aðeins tvö ráðuneyti höfðu bókað kaup undir þeim lykli í fyrra; dómsmálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í svarinu kom fram að dómsmálaráðuneytið hefði keypt vörur undir þeim vöruflokki fyrir 28 milljónir en mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir 7 milljónir. Kaup undirstofnana þessara ráðuneyta eru inni í þessum tölum. Ekki í Druk-tilraun Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem er selt í verslunum fangelsanna skýrir þarna háa tölu dómsmálaráðuneytisins en tæpar 25 milljónir fóru í tóbakskaup fangelsanna í fyrra „Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins urðu mjög hissa þegar þeir sáu þessa tölu, að við værum að kaupa áfengi fyrir 28 milljónir á einu ári. Þetta eru rúmlega 100 þúsund krónur á hvern virkan vinnudag sem að væru svona sirka tíu vodkaflöskur held ég miðað við lauslega verðkönnun í ríkinu,“ segir Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Það sé að sjálfsögðu ekki staðan. „Við erum ekki að gera einhverja Thomas Vinterberg tilraun að vera með 0,5 prómill í blóðinu alla daga. Þannig að 28 milljónir voru alveg út úr kortinu,“ segir Fjalar og vísar þar til kvikmyndar Vinterbergs sem kom út í fyrra með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Hún segir frá tilraun nokkurra vina til að halda sér hæfilega fullum alla daga. „Þannig að 28 milljónirnar voru ekki áfengiskaup fyrir dómsmálaráðuneytið heldur sígarettur á Litla Hrauni, að mestu leytinu til,“ segir Fjalar.
Áfengi og tóbak Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fangelsismál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira