Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2022 14:12 Viðar Þorsteinsson, Sólveig Anna og fleiri á samningarfundi Reykjavíkurborgar og Eflingar hjá Ríkissáttasemjara. Viðar segir sig og Sólveigu Önnu nú mega sitja undir linnulausum rógi sem tengist yfirstandandi kosningum innan Eflingar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. Viðar hefur brugðist við fréttaflutningi af væringum milli starfsfólks á skrifstofu stéttarfélagsins og Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrverandi formanns og nú formannsframbjóðanda. Hann segir það sem fram kemur í því sem Viðar kallar nafnlausan leka til þess ætlaðan að koma höggi á framboð Sólveigar tilhæfulaust með öllu. „Enn eina ferðina gerist það að andstæðingar mínir og Sólveigar Önnu Jónsdóttur grípa til leka í fjölmiðla til að bera út róg um okkur. Barátta fyrrverandi og núverandi starfsmanna á skrifstofu Eflingar til að hafa áhrif á yfirstandandi kosningar félaga í Eflingu er fordæmalaus,“ segir Viðar í upphafi pistils sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Ásakanir á ásakanir ofan Nú eru yfirstandandi formannskosningar í Eflingu. Fyrir liggur að þær eru harðar. Kosningarnar hófust í morgun og standa í viku. Vísir hefur fjallað um téðar væringar þar sem bæði hefur verið greint frá skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar en þar kemur fram að Viðar hafi gerst sekur um kvenfyrirlitningu og einelti. Þetta er samkvæmt úttekt sem gerð var á vinnustaðnum í vetur. Viðar hefur fyrir sína parta vísað þessu á bug. Og þá heldur hópur kvenna því fram að þær hafi komið ábendingum áfram til Sólveigar Önnu í gegnum mannauðsstjóra Eflingar sem snéru að umkvörtunum vegna framgöngu Viðars; að hann hafi komið illa fram við starfsfólkið. Vísir hefur þessar kvartanir undir höndum. Átakasaga seinni tíma innan Eflingar er að verða býsna flókin og viðamikil. Sólveig Anna var meðal annarra frambjóðenda í Pallborði Vísis í gær og svaraði þessu þá svo til að hún hafi fengið að sjá umræddar kvartanirnar á sínum tíma, ekki þó þannig að hún fengi að halda þeim til að gaumgæfa og hún hafi tekið þeim alvarlega. Hefur ekkert með það að gera hvort um konur er að ræða eða ekki Viðar, sem hefur neitað þessu einnig, tekur upp þennan þráð í sínum pistli: „Nú eru birtir textar á Visir.is sem eru sagðir vera „kvartanir“ frá starfsfólki um að ég hafi komið illa fram við það. Jafnframt er Sólveig Anna sökuð um að hafa sagt ósatt um meðhöndlun hennar á meintum kvörtunum. Eins og með fleiri innri rekstrargögn af mínum fyrri vinnustað sem hafa ratað í fjölmiðla á síðustu dögum er þeim lekið nafnlaust og án þess að ég hafi fengið tækifæri til að kynna mér það sem haldið er fram,“ segir Viðar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi segir sannleikann í málinu þann að Sólveig Anna hafi miðlað til sín inntaki úr almennum nafnlausum ábendingum vorið 2021 sem henni höfðu borist með milligöngu mannauðsstjóra. „Þessar kvartanir voru þó ekki afhentar Sólveigu á skriflegu formi. Engri ósk var komið á framfæri um að setja þær í neitt formlegt ferli, enda var ekki hægt að sjá hvað í þeim hefði átt að gefa tilefni til slíks. Þrátt fyrir þetta miðlaði Sólveig Anna þessum ábendingum til mín af fullri alvöru. Ég tók þeim vel, tók þær alvarlega og nýtti mér þær til að bæta mig í starfi líkt og ég hef áður gert við aðra endurgjöf sem ég hef móttekið í ýmsum störfum mínum í gegnum árin.“ Viðar Þorsteinsson og Guðmundur Baldurssin, einn þriggja frambjóðenda í formannskjöri Eflingar, við Pallborð Vísis. Kosningabaráttan er hörð og ganga skeytin á víxl.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Viðar rekur þetta mál ítarlega eins og það horfir við honum í pistlinum. Aðeins eitt formlegt erindi hafi borist en það varðaði einstakling sem Viðar segir ljóst að hafi ekki verið á réttri hillu hjá Eflingu. Segist hafa átt farsælt samstarf við sína undirmenn Viðar segir jafnframt mikið úr því gert að hópur óánægðra fyrrum og núverandi starfsmanna Eflingar séu konur, hópur sem nú fari fram „með linnulausum árásum á mig og Sólveigu Önnu“. Kyn hafi hins vegar ekkert með þetta mál að gera. „Kyn hafði ekkert með það að gera hvernig tekið var á vandamálum þessara starfsmanna. Konur eru í miklum meirihluta á skrifstofu Eflingar, bæði meðal almennra starfsmanna og stjórnenda.“ Þannig séu verulegar líkur á því að konur eigi í hlut þegar mál koma upp, sama hvers eðlis þau eru. „Ég átti mjög farsælt samstarf við alla mína undirmenn á skrifstofum Eflingar sem náðu góðum árangri í starfi og reru í sömu átt og félagið og í þeim hópi eru margar konur. Ég er stoltur af þætti mínum í sögulegri baráttu Eflingar fyrir láglaunafólk og af því að hafa fengið að starfa undir öflugasta núlifandi kvenleiðtoga landsins,“ segir Viðar sem hefur gefið það út að ef Sólveig Anna sigri og þá muni hann líta á það sem heiður að taka við þar sem frá var horfið í framkvæmdastjórastarfinu. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8. febrúar 2022 19:21 Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Viðar hefur brugðist við fréttaflutningi af væringum milli starfsfólks á skrifstofu stéttarfélagsins og Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrverandi formanns og nú formannsframbjóðanda. Hann segir það sem fram kemur í því sem Viðar kallar nafnlausan leka til þess ætlaðan að koma höggi á framboð Sólveigar tilhæfulaust með öllu. „Enn eina ferðina gerist það að andstæðingar mínir og Sólveigar Önnu Jónsdóttur grípa til leka í fjölmiðla til að bera út róg um okkur. Barátta fyrrverandi og núverandi starfsmanna á skrifstofu Eflingar til að hafa áhrif á yfirstandandi kosningar félaga í Eflingu er fordæmalaus,“ segir Viðar í upphafi pistils sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Ásakanir á ásakanir ofan Nú eru yfirstandandi formannskosningar í Eflingu. Fyrir liggur að þær eru harðar. Kosningarnar hófust í morgun og standa í viku. Vísir hefur fjallað um téðar væringar þar sem bæði hefur verið greint frá skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar en þar kemur fram að Viðar hafi gerst sekur um kvenfyrirlitningu og einelti. Þetta er samkvæmt úttekt sem gerð var á vinnustaðnum í vetur. Viðar hefur fyrir sína parta vísað þessu á bug. Og þá heldur hópur kvenna því fram að þær hafi komið ábendingum áfram til Sólveigar Önnu í gegnum mannauðsstjóra Eflingar sem snéru að umkvörtunum vegna framgöngu Viðars; að hann hafi komið illa fram við starfsfólkið. Vísir hefur þessar kvartanir undir höndum. Átakasaga seinni tíma innan Eflingar er að verða býsna flókin og viðamikil. Sólveig Anna var meðal annarra frambjóðenda í Pallborði Vísis í gær og svaraði þessu þá svo til að hún hafi fengið að sjá umræddar kvartanirnar á sínum tíma, ekki þó þannig að hún fengi að halda þeim til að gaumgæfa og hún hafi tekið þeim alvarlega. Hefur ekkert með það að gera hvort um konur er að ræða eða ekki Viðar, sem hefur neitað þessu einnig, tekur upp þennan þráð í sínum pistli: „Nú eru birtir textar á Visir.is sem eru sagðir vera „kvartanir“ frá starfsfólki um að ég hafi komið illa fram við það. Jafnframt er Sólveig Anna sökuð um að hafa sagt ósatt um meðhöndlun hennar á meintum kvörtunum. Eins og með fleiri innri rekstrargögn af mínum fyrri vinnustað sem hafa ratað í fjölmiðla á síðustu dögum er þeim lekið nafnlaust og án þess að ég hafi fengið tækifæri til að kynna mér það sem haldið er fram,“ segir Viðar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi segir sannleikann í málinu þann að Sólveig Anna hafi miðlað til sín inntaki úr almennum nafnlausum ábendingum vorið 2021 sem henni höfðu borist með milligöngu mannauðsstjóra. „Þessar kvartanir voru þó ekki afhentar Sólveigu á skriflegu formi. Engri ósk var komið á framfæri um að setja þær í neitt formlegt ferli, enda var ekki hægt að sjá hvað í þeim hefði átt að gefa tilefni til slíks. Þrátt fyrir þetta miðlaði Sólveig Anna þessum ábendingum til mín af fullri alvöru. Ég tók þeim vel, tók þær alvarlega og nýtti mér þær til að bæta mig í starfi líkt og ég hef áður gert við aðra endurgjöf sem ég hef móttekið í ýmsum störfum mínum í gegnum árin.“ Viðar Þorsteinsson og Guðmundur Baldurssin, einn þriggja frambjóðenda í formannskjöri Eflingar, við Pallborð Vísis. Kosningabaráttan er hörð og ganga skeytin á víxl.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Viðar rekur þetta mál ítarlega eins og það horfir við honum í pistlinum. Aðeins eitt formlegt erindi hafi borist en það varðaði einstakling sem Viðar segir ljóst að hafi ekki verið á réttri hillu hjá Eflingu. Segist hafa átt farsælt samstarf við sína undirmenn Viðar segir jafnframt mikið úr því gert að hópur óánægðra fyrrum og núverandi starfsmanna Eflingar séu konur, hópur sem nú fari fram „með linnulausum árásum á mig og Sólveigu Önnu“. Kyn hafi hins vegar ekkert með þetta mál að gera. „Kyn hafði ekkert með það að gera hvernig tekið var á vandamálum þessara starfsmanna. Konur eru í miklum meirihluta á skrifstofu Eflingar, bæði meðal almennra starfsmanna og stjórnenda.“ Þannig séu verulegar líkur á því að konur eigi í hlut þegar mál koma upp, sama hvers eðlis þau eru. „Ég átti mjög farsælt samstarf við alla mína undirmenn á skrifstofum Eflingar sem náðu góðum árangri í starfi og reru í sömu átt og félagið og í þeim hópi eru margar konur. Ég er stoltur af þætti mínum í sögulegri baráttu Eflingar fyrir láglaunafólk og af því að hafa fengið að starfa undir öflugasta núlifandi kvenleiðtoga landsins,“ segir Viðar sem hefur gefið það út að ef Sólveig Anna sigri og þá muni hann líta á það sem heiður að taka við þar sem frá var horfið í framkvæmdastjórastarfinu.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8. febrúar 2022 19:21 Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8. febrúar 2022 19:21
Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53
Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35