Grunaður um að hafa leikið tveimur skjöldum til að þiggja tvöfaldar bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2022 14:19 Landsréttur stytti gæsluvarðhald yfir manninum. Vísir/Vilhelm. Gæsluvarðhald yfir erlendum manni sem grunaður er um að hafa leikið tveimur skjöldum til að svíkja út tvöfaldar bætur rennur út í dag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. janúar síðastliðinn. Á fimmtudaginn í síðustu viku fór lögreglan fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. mars. Héraðsdómur féllst á það. Úrskurðinum var áfrýjað til Landsréttar sem á föstudaginn í síðustu viku stytti gæsluvarðhaldið til dagsins í dag. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögregla rannsaki meint fjársvik, skjalafals, peningaþvætti og rangan framburð mannsins fyrir stjórnvöldum á Íslandi. Myndir á umsóknum sýni að um einn og sama manninn sé að ræða Maðurinn er að mati lögreglu undir rökstuddum grun um að hafa komið fram undir tveimur nöfnum og kennitölum og þegið bætur frá Vinnumálastofnun og sveitarfélögum fyrir hvort auðkenni. Maðurinn er grunaður um að hafa þegið tvöfaldar bætur frá VinnumálastofnunVísir/Vilhelm Gögn málsins bendi hins vegar til þess að um sé að ræða einn og sama manninn og að hann hafi því þegið tvöfaldar bætur á sama tíma frá íslenska ríkinu. Fyrir liggi að auðkennin tvö séu skráð með sama heimilisfang og í einhverjum tilvikum sama símanúmer. Af myndum sem notast var við í umsóknarferli hjá yfirvöldum, sjáist einnig glöggt að um einn og sama manninn er að ræða. Vandlega falinn kassi fannst við húsleit Í janúar réðst lögreglan í húsleit hjá manninum. Þar fannst vandleg falinn kassi en í honum voru töluverðar fjárhæðir í reiðufé, fjöldi skilríka og annarra opinbera gagna. Meðal annars falsað vegabréf undir einu af því nafni sem maðurinn er sakaður um að hafa sótt bætur fyrir. Þá fannst ósvikið vegabréf frá ótilgreindu ríki sem bendi til þess að maðurinn sé í raun hvorugur þeirra sem hann hafi sótt bætur fyrir. Þá fannst einnig þriðja auðkennið sem lögreglu grunar að maðurinn hafi fengið á fölsum forsendum. Lögreglan rannsakar málið.Vísir/Vilhelm Í úrskurðinum segir að ljóst sé að maðurinn hafi verið hér á landi frá árinu 2005 og þá ýmist undir einu af þeim þremur auðkennum sem bendluð hafa verið við manninn. Sagður hafa nýtt bótagreiðslurnar til að greiða niður húsnæðislán Þar kemur einnig fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að mikið flæði sé um bankareikninga í eigu mannsins á öllum auðkennum hans. Frumskoðun hafi leitt í ljós reglulegar peningasendingar til erlendra aðila búsetta í ótilgreindum löndum. Þá hafi rannsókn málsins leitt í ljós að maðurinn eigi fasteignina sem hann býr í hér á landi, og að hann hafi reglulega greitt niður höfuðstól lánsins á henni með þeim bótagreiðslum sem hann er sakaður um að hafa svikið út með auðkennunum tveimur. Dómsmál Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. janúar síðastliðinn. Á fimmtudaginn í síðustu viku fór lögreglan fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. mars. Héraðsdómur féllst á það. Úrskurðinum var áfrýjað til Landsréttar sem á föstudaginn í síðustu viku stytti gæsluvarðhaldið til dagsins í dag. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögregla rannsaki meint fjársvik, skjalafals, peningaþvætti og rangan framburð mannsins fyrir stjórnvöldum á Íslandi. Myndir á umsóknum sýni að um einn og sama manninn sé að ræða Maðurinn er að mati lögreglu undir rökstuddum grun um að hafa komið fram undir tveimur nöfnum og kennitölum og þegið bætur frá Vinnumálastofnun og sveitarfélögum fyrir hvort auðkenni. Maðurinn er grunaður um að hafa þegið tvöfaldar bætur frá VinnumálastofnunVísir/Vilhelm Gögn málsins bendi hins vegar til þess að um sé að ræða einn og sama manninn og að hann hafi því þegið tvöfaldar bætur á sama tíma frá íslenska ríkinu. Fyrir liggi að auðkennin tvö séu skráð með sama heimilisfang og í einhverjum tilvikum sama símanúmer. Af myndum sem notast var við í umsóknarferli hjá yfirvöldum, sjáist einnig glöggt að um einn og sama manninn er að ræða. Vandlega falinn kassi fannst við húsleit Í janúar réðst lögreglan í húsleit hjá manninum. Þar fannst vandleg falinn kassi en í honum voru töluverðar fjárhæðir í reiðufé, fjöldi skilríka og annarra opinbera gagna. Meðal annars falsað vegabréf undir einu af því nafni sem maðurinn er sakaður um að hafa sótt bætur fyrir. Þá fannst ósvikið vegabréf frá ótilgreindu ríki sem bendi til þess að maðurinn sé í raun hvorugur þeirra sem hann hafi sótt bætur fyrir. Þá fannst einnig þriðja auðkennið sem lögreglu grunar að maðurinn hafi fengið á fölsum forsendum. Lögreglan rannsakar málið.Vísir/Vilhelm Í úrskurðinum segir að ljóst sé að maðurinn hafi verið hér á landi frá árinu 2005 og þá ýmist undir einu af þeim þremur auðkennum sem bendluð hafa verið við manninn. Sagður hafa nýtt bótagreiðslurnar til að greiða niður húsnæðislán Þar kemur einnig fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að mikið flæði sé um bankareikninga í eigu mannsins á öllum auðkennum hans. Frumskoðun hafi leitt í ljós reglulegar peningasendingar til erlendra aðila búsetta í ótilgreindum löndum. Þá hafi rannsókn málsins leitt í ljós að maðurinn eigi fasteignina sem hann býr í hér á landi, og að hann hafi reglulega greitt niður höfuðstól lánsins á henni með þeim bótagreiðslum sem hann er sakaður um að hafa svikið út með auðkennunum tveimur.
Dómsmál Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira