Segir Ingu hræsnara fyrir að vilja banna blóðmerahald Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 15:54 Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi gagnrýnir Ingu Sæland formann Flokks fólksins fyrir frumvarp um bann á blóðmerahaldi. Vísir Blóðmerabóndi segir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, hræsnara fyrir að hafa lagt fram frumvarp á þingi um bann á blóðmerahaldi. Frumvarpið sé aðför að fátæku fólki, sem Inga hafi sagst berjast fyrir. „Hún telur sig vera að vernda þessar merar sem eru okkar bústofn og virðist vera nákvæmlega sama þó það þurfi að farga þeim eða jafnvel að þær verði framfærslulausar og jafnvel þyrftu að svelta,“ sagði Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti í Biskupstungum, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sigríður hefur að undanförnu skrifað pistla sem birst hafa á Vísi og stílaðir eru á Ingu Sæland, sem lagt hefur fram frumvarp á Alþingi um bann á blóðmerahaldi. Fyrsta bréfið frá Sigríði birtist 21. janúar en það er bréf sem annar blóðmerabóndi hafði sent Ingu persónulega og Inga deilt á Facebook. Sigríður segist hafa vilja birta bréfið opinberlega til að vekja athygli á málstaðnum. „Ég var nú sammála hverju einasta orði sem stóð í þessu bréfi, enda er ég kollegi þessa fólk sem skrifar þetta bréf þannig að ég ákvað að senda henni það aftur sjálf og gera það opinberlega svo hún hefði ekki dagskrárvaldið yfri skrifum þessa fólks. Það að kalla hana hræsnara og dýraníðing, það kemur fram í þessu bréfi hvers vegna það er gert,“ segir Sigríður. Segir frumvarpið til þess fallið að „hafa af fólki lífsviðurværið“ Í bréfinu er Inga sögð hræsnari fyrir það að leggja fram frumvarpið, sem komi einna helst niður á fátækum bændum. „Þessi manneskja hefur kynnt sig og sinn flokk með það að aðalmarkmiði að vinna fyrir hagsmunum fátæks fólks og ég veit ekki betur en að við séum nákvæmlega það, við séum fátækt fólk. Svo leggur hún fram frumvarp á þingi með það að markmiði að banna okkur að vinna og hafa af okkur lífsviðurværið,“ segir Sigríður. Blóðmerahald hefur verið til mikillar umræðu að undanförnu eftir að þýsku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation birtu myndband, sem tekið var upp hér á landi á blóðmerabýlum. Sigríður gefur ekki mikið fyrir myndbandið og segir höfunda þess hafa ýkt innihald myndefnisins. „Þetta myndband er tekið með ólöglegum myndavélum og þessar njósnir á enginn veit hvað mörgum bæjum stóðu yfir örugglega mjög lengi. Myndbandið samanstendur af tveimur til fjórum mínútum af samanklipptu efni. Það sem þessi njósnasamtök höfðu upp úr krafsinu var þetta hráefni, fáeinar mínútur sem þau gátu sett saman í klippimynd,“ segir Sigríður. Allt í myndbandinu eigi sér eðlilegar skýringar Hún fullyrðir það að allt sem sjáist á myndbandinu eigi sér eðlilegar skýringar. „Það eru mjög fáir sem þekkja til blóðtöku eða hafa verið við slíka athöfn og það eru ekki myndirnar úr myndbandinu sem tala fyrir sig sjálfar heldur þeir sem bjuggu til myndbandið segja fólkinu hvað gerist á því. Oft og tíðum er það ekki einu sinni að eiga sér stað. Á einum stað halda þeir því fram að þarna sé verið að berja folald, það er ekki verið að berja folald þarna,“ segir hún og segir að bóndinn hafi verið að hjálpa merinni, því merum geti reynst hættulegt að liggja við blóðtöku. „Ég fullyrði það að ekki ein einasta skeppna kemur út úr þessari athöfn slösuð á sál eða líkama,“ segir Sigríður. „Allar fullyrðingar sem koma fram í þessu myndbandi eru rangar og beinlínis fáránlegar. Það er dreginn þarna upp íslenskur maður sem kallar sig dýralögfræðing og þykist vita allt um dýraverndarlög á Íslandi og hann heldur því fram að það sé ólöglegt að smala með hundi og ef að maður smalaði með hundi myndi maður missa leyfið til að halda skeppnur. Þetta er allt rangt. Þú þarft ekki leyfi til að halda skeppnur á Íslandi og það er ekki ólöglegt að smala með hundi.“ „Skríllinn sem hefur risið upp gegn okkur neitar að hlusta“ Hún segir að verði blóðmerahald bannað verði það fyrst og fremst skaðlegt fyrir íslenskt þjóðfélag. „Ef þetta frumvarp verður að lögum vegna þess að slík lagasetning hún væri algjörlega á skjön við allt réttarfar og grunnstoðir þjóðfélagsins. Það væri eins og ég færi af stað með frumvarp til að banna útvarpsrekstur á Íslandi því það væru svo margir sem létu útvarpsþáttinn ykkar fara í taugarnar á sér,“ segir hún. „Blóðmerarhald er eins og annar búskapur og það hefur margoft verið sýnt fram á og verið sagt frá því að þessi hross hafa það mjög gott. Skríllinn sem hefur risið upp gegn okkur neitar að hlusta á það og trúa því.“ Dýraheilbrigði Blóðmerahald Flokkur fólksins Bítið Tengdar fréttir Hver er umboðsmaður íslenska hestsins? Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. 2. febrúar 2022 09:01 „Hvers vegna þarf íslenskum hestum að blæða fyrir ódýra snitselið okkar?“ Þýska sjónvarpsstöðin Das Erste fjallaði um blóðmerahald á Íslandi í fréttum sínum í gær. Fréttamenn veltu fyrir sér hvers vegna íslenskum hestum þyrfti að blæða til þess að svínakjötsframleiðsla í Þýskalandi gengi eins og færiband. 27. janúar 2022 08:09 Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Hún telur sig vera að vernda þessar merar sem eru okkar bústofn og virðist vera nákvæmlega sama þó það þurfi að farga þeim eða jafnvel að þær verði framfærslulausar og jafnvel þyrftu að svelta,“ sagði Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti í Biskupstungum, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sigríður hefur að undanförnu skrifað pistla sem birst hafa á Vísi og stílaðir eru á Ingu Sæland, sem lagt hefur fram frumvarp á Alþingi um bann á blóðmerahaldi. Fyrsta bréfið frá Sigríði birtist 21. janúar en það er bréf sem annar blóðmerabóndi hafði sent Ingu persónulega og Inga deilt á Facebook. Sigríður segist hafa vilja birta bréfið opinberlega til að vekja athygli á málstaðnum. „Ég var nú sammála hverju einasta orði sem stóð í þessu bréfi, enda er ég kollegi þessa fólk sem skrifar þetta bréf þannig að ég ákvað að senda henni það aftur sjálf og gera það opinberlega svo hún hefði ekki dagskrárvaldið yfri skrifum þessa fólks. Það að kalla hana hræsnara og dýraníðing, það kemur fram í þessu bréfi hvers vegna það er gert,“ segir Sigríður. Segir frumvarpið til þess fallið að „hafa af fólki lífsviðurværið“ Í bréfinu er Inga sögð hræsnari fyrir það að leggja fram frumvarpið, sem komi einna helst niður á fátækum bændum. „Þessi manneskja hefur kynnt sig og sinn flokk með það að aðalmarkmiði að vinna fyrir hagsmunum fátæks fólks og ég veit ekki betur en að við séum nákvæmlega það, við séum fátækt fólk. Svo leggur hún fram frumvarp á þingi með það að markmiði að banna okkur að vinna og hafa af okkur lífsviðurværið,“ segir Sigríður. Blóðmerahald hefur verið til mikillar umræðu að undanförnu eftir að þýsku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation birtu myndband, sem tekið var upp hér á landi á blóðmerabýlum. Sigríður gefur ekki mikið fyrir myndbandið og segir höfunda þess hafa ýkt innihald myndefnisins. „Þetta myndband er tekið með ólöglegum myndavélum og þessar njósnir á enginn veit hvað mörgum bæjum stóðu yfir örugglega mjög lengi. Myndbandið samanstendur af tveimur til fjórum mínútum af samanklipptu efni. Það sem þessi njósnasamtök höfðu upp úr krafsinu var þetta hráefni, fáeinar mínútur sem þau gátu sett saman í klippimynd,“ segir Sigríður. Allt í myndbandinu eigi sér eðlilegar skýringar Hún fullyrðir það að allt sem sjáist á myndbandinu eigi sér eðlilegar skýringar. „Það eru mjög fáir sem þekkja til blóðtöku eða hafa verið við slíka athöfn og það eru ekki myndirnar úr myndbandinu sem tala fyrir sig sjálfar heldur þeir sem bjuggu til myndbandið segja fólkinu hvað gerist á því. Oft og tíðum er það ekki einu sinni að eiga sér stað. Á einum stað halda þeir því fram að þarna sé verið að berja folald, það er ekki verið að berja folald þarna,“ segir hún og segir að bóndinn hafi verið að hjálpa merinni, því merum geti reynst hættulegt að liggja við blóðtöku. „Ég fullyrði það að ekki ein einasta skeppna kemur út úr þessari athöfn slösuð á sál eða líkama,“ segir Sigríður. „Allar fullyrðingar sem koma fram í þessu myndbandi eru rangar og beinlínis fáránlegar. Það er dreginn þarna upp íslenskur maður sem kallar sig dýralögfræðing og þykist vita allt um dýraverndarlög á Íslandi og hann heldur því fram að það sé ólöglegt að smala með hundi og ef að maður smalaði með hundi myndi maður missa leyfið til að halda skeppnur. Þetta er allt rangt. Þú þarft ekki leyfi til að halda skeppnur á Íslandi og það er ekki ólöglegt að smala með hundi.“ „Skríllinn sem hefur risið upp gegn okkur neitar að hlusta“ Hún segir að verði blóðmerahald bannað verði það fyrst og fremst skaðlegt fyrir íslenskt þjóðfélag. „Ef þetta frumvarp verður að lögum vegna þess að slík lagasetning hún væri algjörlega á skjön við allt réttarfar og grunnstoðir þjóðfélagsins. Það væri eins og ég færi af stað með frumvarp til að banna útvarpsrekstur á Íslandi því það væru svo margir sem létu útvarpsþáttinn ykkar fara í taugarnar á sér,“ segir hún. „Blóðmerarhald er eins og annar búskapur og það hefur margoft verið sýnt fram á og verið sagt frá því að þessi hross hafa það mjög gott. Skríllinn sem hefur risið upp gegn okkur neitar að hlusta á það og trúa því.“
Dýraheilbrigði Blóðmerahald Flokkur fólksins Bítið Tengdar fréttir Hver er umboðsmaður íslenska hestsins? Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. 2. febrúar 2022 09:01 „Hvers vegna þarf íslenskum hestum að blæða fyrir ódýra snitselið okkar?“ Þýska sjónvarpsstöðin Das Erste fjallaði um blóðmerahald á Íslandi í fréttum sínum í gær. Fréttamenn veltu fyrir sér hvers vegna íslenskum hestum þyrfti að blæða til þess að svínakjötsframleiðsla í Þýskalandi gengi eins og færiband. 27. janúar 2022 08:09 Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Hver er umboðsmaður íslenska hestsins? Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. 2. febrúar 2022 09:01
„Hvers vegna þarf íslenskum hestum að blæða fyrir ódýra snitselið okkar?“ Þýska sjónvarpsstöðin Das Erste fjallaði um blóðmerahald á Íslandi í fréttum sínum í gær. Fréttamenn veltu fyrir sér hvers vegna íslenskum hestum þyrfti að blæða til þess að svínakjötsframleiðsla í Þýskalandi gengi eins og færiband. 27. janúar 2022 08:09
Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02