Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2022 09:10 Skrifstofur Eflingar í Guðrúnartúni í Reykjavík. Vísir/Egill Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. Sólveig Anna Jónsdóttir fékk í gær meirihluta atkvæða í kjöri til formamns Eflingar. Óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi verið hörð. Í sigurræðu sinni í gærkvöldi á Barion á Granda sagði Sólveig Anna að hún hefði aldrei orðið vitni af jafn hatrammri kosningabaráttu, og vísaði þá til andstæðinga sinna. „En okkur tókst þetta og við erum búin að vinna sigur í þessum kosningum. Ég vil að við tökum smá tíma til að meðtaka það að eftir allt sem á hefur gengið, allan þann trylling sem á hefur gengið, þá tókst okkur að fá samþykki félagsfólks Eflingar fyrir því að við á Baráttulistanum eigum að fá að stýra efnahagslegri réttlætisbaráttu verka- og láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún við mikinn fögnuð viðstaddra. Andstæðingarnir sem Sólveig Anna vísar til eru meðal annars fyrrverandi og núverandi starfsmenn á skrifstofu Eflingar sem hafa hvorki borið henni né Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmadstjóra Eflingar, vel söguna. Mætti álykta sem svo að starfsmenn á skrifstofu væru einhverjir uggandi yfir niðurstöðu gærkvöldsins þó hugur félagsmanna hafi verið skýr. Listi Sólveig Önnu hlaut 52 prósnet atkvæða en A-listi uppstillingarnefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni hlaut 37 prósent. Kjörsókn var um 15 prósent sem er talsvert meiri en fyrir fjórum árum þegar Sólveig var kjörin í formaður. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við Vísi að niðurstöður gærkvöldsins hafi ekki verið í aðalhlutverki á fundinum í morgun. „Við komum saman og áttum samverustund. Minntum hvert annað á hvað það er mikil hugsjón í okkar starfi, sem útskýrir kannski hitann sem hefur verið,“ segir Linda Dröfn. Starfsfólk á skrifstofunni starfi með hjartanu fyrir félagsmenn og þau hafi minnt sig á það í morgun, hve þjónustan sem félagið veiti sé mikilvæg fyrir fólkið. „Það er það sem þetta snýst allt um.“ Nýr formaður tekur við á aðalfundi Eflingar sem Linda segir að fari venjulega fram í apríl. Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12 Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir fékk í gær meirihluta atkvæða í kjöri til formamns Eflingar. Óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi verið hörð. Í sigurræðu sinni í gærkvöldi á Barion á Granda sagði Sólveig Anna að hún hefði aldrei orðið vitni af jafn hatrammri kosningabaráttu, og vísaði þá til andstæðinga sinna. „En okkur tókst þetta og við erum búin að vinna sigur í þessum kosningum. Ég vil að við tökum smá tíma til að meðtaka það að eftir allt sem á hefur gengið, allan þann trylling sem á hefur gengið, þá tókst okkur að fá samþykki félagsfólks Eflingar fyrir því að við á Baráttulistanum eigum að fá að stýra efnahagslegri réttlætisbaráttu verka- og láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún við mikinn fögnuð viðstaddra. Andstæðingarnir sem Sólveig Anna vísar til eru meðal annars fyrrverandi og núverandi starfsmenn á skrifstofu Eflingar sem hafa hvorki borið henni né Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmadstjóra Eflingar, vel söguna. Mætti álykta sem svo að starfsmenn á skrifstofu væru einhverjir uggandi yfir niðurstöðu gærkvöldsins þó hugur félagsmanna hafi verið skýr. Listi Sólveig Önnu hlaut 52 prósnet atkvæða en A-listi uppstillingarnefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni hlaut 37 prósent. Kjörsókn var um 15 prósent sem er talsvert meiri en fyrir fjórum árum þegar Sólveig var kjörin í formaður. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við Vísi að niðurstöður gærkvöldsins hafi ekki verið í aðalhlutverki á fundinum í morgun. „Við komum saman og áttum samverustund. Minntum hvert annað á hvað það er mikil hugsjón í okkar starfi, sem útskýrir kannski hitann sem hefur verið,“ segir Linda Dröfn. Starfsfólk á skrifstofunni starfi með hjartanu fyrir félagsmenn og þau hafi minnt sig á það í morgun, hve þjónustan sem félagið veiti sé mikilvæg fyrir fólkið. „Það er það sem þetta snýst allt um.“ Nýr formaður tekur við á aðalfundi Eflingar sem Linda segir að fari venjulega fram í apríl.
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12 Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55
Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12
Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8. febrúar 2022 19:21