Felur lögmanni að krefjast upplýsinga um boðun aðalfundar Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 18:40 Sólveig Anna Jónsdóttir fékk endurnýjað umboð til formanns í kosningum á þriðjudag. Stöð 2/Egill B-listinn undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur hefur falið lögmanni að krefjast þess að upplýst verði um hvenær boðað verði til aðalfundar Eflingar. Sólveig Anna, sem vann á dögunum formannskosningar í Eflingu, segir núverandi formann og varaformann sitja umboðslausa. Sólveig Anna segir þær Agnieszku Ewu Ziolkowska og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, sitjandi formann og varaformann, ekki hafa haft neitt samband við sig í kjölfar öruggs sigurs hennar í formannskosningum á dögunum. Hvorki til að óska henni til hamingju með sigurinn né ræða „praktísk“ mál. Sólveig Anna hefur sagst vilja að stjórnaskipti í Eflingu fari fram sem allra fyrst. Til þess að Sólveig Anna og B-listi geti tekið við völdum þarf aðalfundur Eflingar að fara fram. Þann 12. nóvember síðastliðinn ályktaði trúnaðarráð Eflingar að flýta skyldi kosningum til stjórnar og aðalfundi. Kosningar skyldu fara fram fyrir 15. febrúar og aðalfundur fyrir 15. mars. Kosningar fóru fram á þriðjudag 15. febrúar. Sólveig Anna fór sem áður segir með sigur af hólmi og nú er hana og félaga hennar á B-lista farið að lengja eftir aðalfundi og valdaskiptum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sólveig Anna að sitjandi formaður og varaformaður fari ekki að vilja trúnaðarráðs með því að hafa ekki upplýst um það hvenær aðalfundur fari fram. „Í stað þess að hegða sér með sómasamlegum hætti í kjölfar lýðræðislegra kosninga og í samræmi við það embætti sem hún gegnir er varaformaður Eflingar, Ólöf Helga Adolfsdóttir, í rökræðum á samfélagsmiðlum um það afhverju hún ætlar sér ekki að framfylgja vilja trúnaðarráðs félagsins, æðsta valds í málefnum félagsins á milli félagsfunda,“ segir Sólveig Anna. Í ljósi þeirrar stöðu hafi B-listi falið lögmanni að senda sitjandi formanni, Agnieszku Ewu Ziolkowska, bréf þar sem óskað er eftir því að upplýst hvenær fyrirhugað sé að halda aðalfund. Bréfið má sjá hér að neðan: Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20 Nýr formaður og stjórnarfólk Eflingar velkomið að stefnumótun kjarasaminga Starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að kalla saman aukaaðalfund í félaginu til að flýta stjórnarskiptum og aðkomu nýrrar forystu að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Nýkjörinn formaður og stjórnarfólk væri velkomið að taka þátt í þeirri vinnu nú þegar. 17. febrúar 2022 13:02 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Sólveig Anna segir þær Agnieszku Ewu Ziolkowska og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, sitjandi formann og varaformann, ekki hafa haft neitt samband við sig í kjölfar öruggs sigurs hennar í formannskosningum á dögunum. Hvorki til að óska henni til hamingju með sigurinn né ræða „praktísk“ mál. Sólveig Anna hefur sagst vilja að stjórnaskipti í Eflingu fari fram sem allra fyrst. Til þess að Sólveig Anna og B-listi geti tekið við völdum þarf aðalfundur Eflingar að fara fram. Þann 12. nóvember síðastliðinn ályktaði trúnaðarráð Eflingar að flýta skyldi kosningum til stjórnar og aðalfundi. Kosningar skyldu fara fram fyrir 15. febrúar og aðalfundur fyrir 15. mars. Kosningar fóru fram á þriðjudag 15. febrúar. Sólveig Anna fór sem áður segir með sigur af hólmi og nú er hana og félaga hennar á B-lista farið að lengja eftir aðalfundi og valdaskiptum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sólveig Anna að sitjandi formaður og varaformaður fari ekki að vilja trúnaðarráðs með því að hafa ekki upplýst um það hvenær aðalfundur fari fram. „Í stað þess að hegða sér með sómasamlegum hætti í kjölfar lýðræðislegra kosninga og í samræmi við það embætti sem hún gegnir er varaformaður Eflingar, Ólöf Helga Adolfsdóttir, í rökræðum á samfélagsmiðlum um það afhverju hún ætlar sér ekki að framfylgja vilja trúnaðarráðs félagsins, æðsta valds í málefnum félagsins á milli félagsfunda,“ segir Sólveig Anna. Í ljósi þeirrar stöðu hafi B-listi falið lögmanni að senda sitjandi formanni, Agnieszku Ewu Ziolkowska, bréf þar sem óskað er eftir því að upplýst hvenær fyrirhugað sé að halda aðalfund. Bréfið má sjá hér að neðan:
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20 Nýr formaður og stjórnarfólk Eflingar velkomið að stefnumótun kjarasaminga Starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að kalla saman aukaaðalfund í félaginu til að flýta stjórnarskiptum og aðkomu nýrrar forystu að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Nýkjörinn formaður og stjórnarfólk væri velkomið að taka þátt í þeirri vinnu nú þegar. 17. febrúar 2022 13:02 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55
Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20
Nýr formaður og stjórnarfólk Eflingar velkomið að stefnumótun kjarasaminga Starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að kalla saman aukaaðalfund í félaginu til að flýta stjórnarskiptum og aðkomu nýrrar forystu að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Nýkjörinn formaður og stjórnarfólk væri velkomið að taka þátt í þeirri vinnu nú þegar. 17. febrúar 2022 13:02