„Í draumaheimi myndi það gerast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 11:00 Eyjakonurnar Birna Berg Haraldsdóttir og Elísa Elíasdóttir. Vísir/Hulda Margrét Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, vonar að veðrið trufli ekki þá Eyjamenn sem ætla upp á land til að styðja við Eyjakonur í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í kvöld. Eyjakonur eru búnar að bíða aðeins eftir því að komast í bikarúrslitin og nú mæta þær Valskonum á Ásvöllum í kvöld þar sem sæti í bikarúrslitaleiknum er undir. „Það er alltaf gaman að fá að vera með í bikar og langt síðan við vorum með því það eru komin fimm ár síðan. Þetta er geggjað gaman fyrir stelpurnar að taka þátt og það myndast alltaf stemmning í kringum bikarleiki í Eyjum. Þetta er eitthvað til að hlakka til,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir við Henry Birgi Gunnarsson. Klippa: Viðtal við Birnu Berg hjá ÍBV Eyjamenn eru stemningsfólk og liðið þeirra stemningslið. Birna gerir væntanlega ráð fyrir því að Eyjakonur fái góðan stuðning og að þetta verði svolítið gaman. „Ég ætla rétt að vona það. Ég ætla að vona að veðrið leiki okkur ekki grátt en það er náttúrulega fullt af Eyjafólki sem býr upp á landi. Við vonum bara að sem flestir mæti,“ sagði Birna Berg. ÍBV vann átta marka stórsigur á Val þegar liðin mættust síðast. Á að endurtaka þann leik? „Í draumaheimi myndi það gerast en þær flengdu okkur líka fyrir áramót. Þetta verður bara stál í stál og örugglega mjög jafn leikur sem ræðst á vörn og markvörslu,“ sagði Birna en af hverju hafa liðin verið að vinna hvort annað svona stórt í vetur? „Á þessum tíma fyrir jól höfðum við orðið fyrir áföllum og vorum ekki á skriði. Eftir áramót þá höfðu þær tapað þremur leikjum í röð þegar kom að þessum leik. Þær voru því ekki á góðu róli eins og maður vill vera.,“ sagði Birna Berg. „Bæði lið eru á góðu róli núna og þetta verður bara hörku leikur. Ég held að þetta verði mjög spennandi og þetta verður ekkert burst,“ sagði Birna. Það má sjá horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur ÍBV og Vals fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 20.15 í kvöld. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Eyjakonur eru búnar að bíða aðeins eftir því að komast í bikarúrslitin og nú mæta þær Valskonum á Ásvöllum í kvöld þar sem sæti í bikarúrslitaleiknum er undir. „Það er alltaf gaman að fá að vera með í bikar og langt síðan við vorum með því það eru komin fimm ár síðan. Þetta er geggjað gaman fyrir stelpurnar að taka þátt og það myndast alltaf stemmning í kringum bikarleiki í Eyjum. Þetta er eitthvað til að hlakka til,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir við Henry Birgi Gunnarsson. Klippa: Viðtal við Birnu Berg hjá ÍBV Eyjamenn eru stemningsfólk og liðið þeirra stemningslið. Birna gerir væntanlega ráð fyrir því að Eyjakonur fái góðan stuðning og að þetta verði svolítið gaman. „Ég ætla rétt að vona það. Ég ætla að vona að veðrið leiki okkur ekki grátt en það er náttúrulega fullt af Eyjafólki sem býr upp á landi. Við vonum bara að sem flestir mæti,“ sagði Birna Berg. ÍBV vann átta marka stórsigur á Val þegar liðin mættust síðast. Á að endurtaka þann leik? „Í draumaheimi myndi það gerast en þær flengdu okkur líka fyrir áramót. Þetta verður bara stál í stál og örugglega mjög jafn leikur sem ræðst á vörn og markvörslu,“ sagði Birna en af hverju hafa liðin verið að vinna hvort annað svona stórt í vetur? „Á þessum tíma fyrir jól höfðum við orðið fyrir áföllum og vorum ekki á skriði. Eftir áramót þá höfðu þær tapað þremur leikjum í röð þegar kom að þessum leik. Þær voru því ekki á góðu róli eins og maður vill vera.,“ sagði Birna Berg. „Bæði lið eru á góðu róli núna og þetta verður bara hörku leikur. Ég held að þetta verði mjög spennandi og þetta verður ekkert burst,“ sagði Birna. Það má sjá horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur ÍBV og Vals fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 20.15 í kvöld.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira