„Við erum að fara lengra og lengra út af brautinni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2022 22:33 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er ekki bjartsýn á að viðræður Rússa og Úkraínumanna beri árangur. Vísir/Egill Utanríkisráðherra segist ekki bjartsýnn á að niðurstaða fáist í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Stríðið sýni skýrt að hægt sé að brjóta niður þau kerfi og réttindi, sem byggð hafa verið upp áratugum saman, á svipstundu. Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu funduðu í dag í Tyrklandi vegna stríðsins en sá fundur bar ekki árangur. Frekari fundir hafa ekki verið útilokaðir og sömuleiðis ekki mögulegur fundur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta og Vólódímírs Selenskí forseta Úkraínu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn á framhaldið og eins og staðan sé núna versni ástandið bara með hverjum deginum. „Mig langar mjög að vera boðbera jákvæðra frétta en því miður er staðan núna ennþá þannig að við erum að fara lengra og lengra út af brautinni. Við sjáum það af fréttum, myndefni hvers eðlis árásirnar eru inni í Úkraínu,“ sagði Þórdís Kolbrún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er verið að senda sprengjur á sjúkrahús þar sem konur eru að fæða börn. Það eru þarna borgir sem hafa verið án rafmagns og vatns og það er hálfpartin verið að plata fólk að fara af stað til að flýja og svo er því ekki gert kleift að gera það. Það eru vissulega komnar af stað einhverjar viðræður en það er ekki mikil bjartsýni eða von í þeim eins og staðan er núna.“ Efnahagsáhrifin meiri en bara á olíuverð Stríðið hefur ekki aðeins haft áhrif á þá sem þurfa að lifa og hrærast í því heldur eru áhrifin einnig efnahagsleg. Íslendingar hafa líklega margir hverjir þegar fundið fyrir áhrifunum en eldsneytisverð hefur hækkað gríðarlega undanfarna daga og vikur og fór yfir 300 krónur á lítrann í gær. Það er þó ekki það eina. „Áhrif á hveiti, korn og áburð fyrir landbúnaðarframleiðslu. Stríð gerir þetta og það eru ekki bara viðskiptaþvinganir, heldur í stríði rofna aðfangakeðjur og við þurfum að hugsa það að við munum finna fyrir þessu, við munum finna efnahagslega fyrir þessu,“ segir Þórdís. Kostnaðinn okkar til að verja frelsi og sýna samstöðu segir Þórdís þó smáan í stóra samhenginu. „Það er verið að ráðast á það kerfi sem við höfum byggt upp og eigum allt undir að haldi. Ef það tapast eða laskast er það alltaf miklu meiri ósigur og tap en fórnarkostnaðurinn við þetta,“ segir Þórdís. Afleiðingar fyrir Rússa verði miklar til lengri tíma Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu kallaði eftir því í dag að Rússar yrðu sóttir til saka fyrir stríðsglæpi. Þórdís segir þann þátt eiga eftir að koma í ljós. „Það verður að fara sína leið í þessum alþjóðlegu kanölum sem við höfum byggt upp og það er ef maður horfir til baka við höfum lagt okkur fram við að byggja upp þetta kerfi til þess að standa vörð um friðinn og til þess að koma í veg fyrir stríð,“ segir Þórdís. „Svo verður stríð og við reynum að beita þeim verkfærum sem við höfum búið til og okkur finnst við dálítið vanmáttug í því, því hinn aðilinn hefur skriðdreka og sprengir sjúkrahús. Ég þori ekki að segja til um hvenær það gerist eða hver niðurstaðan er því en það er augljóst að þetta mun hafa gríðarlega miklar afleiðingar fyrir bæði Pútín, rússnesk stjórnvöld og fyrir Rússland í alþjóðlegu samhengi og í samskiptum þjóða.“ Vill konur að samningaborðinu Konur hafa margar hverjar kallað eftir því að fá sæti við borðið þegar kemur að ákvarðanatökum er varða stríð og í friðarviðræðum. Athygli hefur til að mynda vakið að ekki ein kona hefur tekið þátt í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Þórdís segir það ekki geta skaðað að konur taki þátt í slíkum viðræðum. „Það getur ekki skaðað að gefa því séns að hafa meiri fjölbreytni þegar ákvarðanir eru teknar og eins og núna í friðarviðræðum, maður tekur alveg eftir því að það er ekki ein kona við þetta borð. Einhverjum kann að þykja það einhver einföldun að kasta slíku fram en mér þætti það mjög sjálfsagt, mér þætti það mjög skynsamlegt, mér þætti það klárlega tilraunarinnar virði,“ segir Þórdís. „Ég myndi alla vega halda það að líkurnar aukist ekki á hernaðarátökum og stríði ef það kemst fjölbreyttari hópur að borðinu í slíkum ákvarðanatökum og við að leysa slík mál. Það væri óskandi.“ Taldi ekki að börnin hennar þyrftu að alast upp við stríðsástand Hún segist aldrei hafa haldið að hennar eigin börn þyrftu að alast upp við stríð. Hún hafi haldið að friðarveruleikinn, sem byggður hefur verið upp undanfarna áratugi, í okkar heimshluta yrði þeirra veruleiki. „Ég er bara lítil stelpa þegar Berlínarmúrinn fellur og þannig einhvern vegin töldum við mörg að því tímabili væri lokið. Nóg er nú samt: ófriður, ójöfnuður, hungur og sárafátækt. Svo eru loftslagsbreytingar og afleiðingar af því, til dæmis þjóðflutningar,“ segir Þórdís. „En að vera komin í eitthvað gamaldags-, stórkalla-, smásálu stríð með einhverjum skriðdrekum og sprengjum á sjúkrahús í þarnæsta landi er eitthvað sem ég held að taki venjulegt smá stund að meðtaka. Fyrir utan allar afleiðingarnar sem það svo hefur sama hvort þær eru efnahagslegar eða afturför í öllum þeim réttindum sem maður hefur,“ segir Þórdís. „Þetta kennir manni að þetta er eilíf barátta, sama hvort það er barátta fyrir frelsi, fyrir borgaralegum réttindum, réttindum hisneginfólks, barátta fyrir réttindum barna, kvenna, ungra stúlkna. Það þarf augnablik og þá erum við komin mörg skref afturá bak og það er það sem er svo erfitt að viðurkenna og sættast við.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Mesta dagsveltan á gjaldeyrismarkaði í sex ár Heildarveltan á millibankamarkaði gjaldeyri nam 107 milljónum evra, jafnvirði 15,6 milljarða íslenskra króna, síðastliðinn mánudag þegar Seðlabanki Íslands stóð að baki stærstu gjaldeyrissölu sinni á einum degi í að lágmarki þrettán ár til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar. 10. mars 2022 16:01 Schröder til fundar við Pútín Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er kominn til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun. Fundurinn er liður í sáttaumleitunum sem ætlað er að binda endi á stríðið í Úkraínu. 10. mars 2022 14:43 Fundi ráðherranna lokið: Lavrov heitir því að Rússar verði aldrei aftur háðir Vesturlöndum Fundi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er lokið. Viðræður ráðherranna skiluðu ekki teljandi árangri en ekki er útilokað að þeir muni funda á ný á næstunni. 10. mars 2022 10:36 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu funduðu í dag í Tyrklandi vegna stríðsins en sá fundur bar ekki árangur. Frekari fundir hafa ekki verið útilokaðir og sömuleiðis ekki mögulegur fundur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta og Vólódímírs Selenskí forseta Úkraínu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn á framhaldið og eins og staðan sé núna versni ástandið bara með hverjum deginum. „Mig langar mjög að vera boðbera jákvæðra frétta en því miður er staðan núna ennþá þannig að við erum að fara lengra og lengra út af brautinni. Við sjáum það af fréttum, myndefni hvers eðlis árásirnar eru inni í Úkraínu,“ sagði Þórdís Kolbrún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er verið að senda sprengjur á sjúkrahús þar sem konur eru að fæða börn. Það eru þarna borgir sem hafa verið án rafmagns og vatns og það er hálfpartin verið að plata fólk að fara af stað til að flýja og svo er því ekki gert kleift að gera það. Það eru vissulega komnar af stað einhverjar viðræður en það er ekki mikil bjartsýni eða von í þeim eins og staðan er núna.“ Efnahagsáhrifin meiri en bara á olíuverð Stríðið hefur ekki aðeins haft áhrif á þá sem þurfa að lifa og hrærast í því heldur eru áhrifin einnig efnahagsleg. Íslendingar hafa líklega margir hverjir þegar fundið fyrir áhrifunum en eldsneytisverð hefur hækkað gríðarlega undanfarna daga og vikur og fór yfir 300 krónur á lítrann í gær. Það er þó ekki það eina. „Áhrif á hveiti, korn og áburð fyrir landbúnaðarframleiðslu. Stríð gerir þetta og það eru ekki bara viðskiptaþvinganir, heldur í stríði rofna aðfangakeðjur og við þurfum að hugsa það að við munum finna fyrir þessu, við munum finna efnahagslega fyrir þessu,“ segir Þórdís. Kostnaðinn okkar til að verja frelsi og sýna samstöðu segir Þórdís þó smáan í stóra samhenginu. „Það er verið að ráðast á það kerfi sem við höfum byggt upp og eigum allt undir að haldi. Ef það tapast eða laskast er það alltaf miklu meiri ósigur og tap en fórnarkostnaðurinn við þetta,“ segir Þórdís. Afleiðingar fyrir Rússa verði miklar til lengri tíma Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu kallaði eftir því í dag að Rússar yrðu sóttir til saka fyrir stríðsglæpi. Þórdís segir þann þátt eiga eftir að koma í ljós. „Það verður að fara sína leið í þessum alþjóðlegu kanölum sem við höfum byggt upp og það er ef maður horfir til baka við höfum lagt okkur fram við að byggja upp þetta kerfi til þess að standa vörð um friðinn og til þess að koma í veg fyrir stríð,“ segir Þórdís. „Svo verður stríð og við reynum að beita þeim verkfærum sem við höfum búið til og okkur finnst við dálítið vanmáttug í því, því hinn aðilinn hefur skriðdreka og sprengir sjúkrahús. Ég þori ekki að segja til um hvenær það gerist eða hver niðurstaðan er því en það er augljóst að þetta mun hafa gríðarlega miklar afleiðingar fyrir bæði Pútín, rússnesk stjórnvöld og fyrir Rússland í alþjóðlegu samhengi og í samskiptum þjóða.“ Vill konur að samningaborðinu Konur hafa margar hverjar kallað eftir því að fá sæti við borðið þegar kemur að ákvarðanatökum er varða stríð og í friðarviðræðum. Athygli hefur til að mynda vakið að ekki ein kona hefur tekið þátt í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Þórdís segir það ekki geta skaðað að konur taki þátt í slíkum viðræðum. „Það getur ekki skaðað að gefa því séns að hafa meiri fjölbreytni þegar ákvarðanir eru teknar og eins og núna í friðarviðræðum, maður tekur alveg eftir því að það er ekki ein kona við þetta borð. Einhverjum kann að þykja það einhver einföldun að kasta slíku fram en mér þætti það mjög sjálfsagt, mér þætti það mjög skynsamlegt, mér þætti það klárlega tilraunarinnar virði,“ segir Þórdís. „Ég myndi alla vega halda það að líkurnar aukist ekki á hernaðarátökum og stríði ef það kemst fjölbreyttari hópur að borðinu í slíkum ákvarðanatökum og við að leysa slík mál. Það væri óskandi.“ Taldi ekki að börnin hennar þyrftu að alast upp við stríðsástand Hún segist aldrei hafa haldið að hennar eigin börn þyrftu að alast upp við stríð. Hún hafi haldið að friðarveruleikinn, sem byggður hefur verið upp undanfarna áratugi, í okkar heimshluta yrði þeirra veruleiki. „Ég er bara lítil stelpa þegar Berlínarmúrinn fellur og þannig einhvern vegin töldum við mörg að því tímabili væri lokið. Nóg er nú samt: ófriður, ójöfnuður, hungur og sárafátækt. Svo eru loftslagsbreytingar og afleiðingar af því, til dæmis þjóðflutningar,“ segir Þórdís. „En að vera komin í eitthvað gamaldags-, stórkalla-, smásálu stríð með einhverjum skriðdrekum og sprengjum á sjúkrahús í þarnæsta landi er eitthvað sem ég held að taki venjulegt smá stund að meðtaka. Fyrir utan allar afleiðingarnar sem það svo hefur sama hvort þær eru efnahagslegar eða afturför í öllum þeim réttindum sem maður hefur,“ segir Þórdís. „Þetta kennir manni að þetta er eilíf barátta, sama hvort það er barátta fyrir frelsi, fyrir borgaralegum réttindum, réttindum hisneginfólks, barátta fyrir réttindum barna, kvenna, ungra stúlkna. Það þarf augnablik og þá erum við komin mörg skref afturá bak og það er það sem er svo erfitt að viðurkenna og sættast við.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Mesta dagsveltan á gjaldeyrismarkaði í sex ár Heildarveltan á millibankamarkaði gjaldeyri nam 107 milljónum evra, jafnvirði 15,6 milljarða íslenskra króna, síðastliðinn mánudag þegar Seðlabanki Íslands stóð að baki stærstu gjaldeyrissölu sinni á einum degi í að lágmarki þrettán ár til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar. 10. mars 2022 16:01 Schröder til fundar við Pútín Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er kominn til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun. Fundurinn er liður í sáttaumleitunum sem ætlað er að binda endi á stríðið í Úkraínu. 10. mars 2022 14:43 Fundi ráðherranna lokið: Lavrov heitir því að Rússar verði aldrei aftur háðir Vesturlöndum Fundi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er lokið. Viðræður ráðherranna skiluðu ekki teljandi árangri en ekki er útilokað að þeir muni funda á ný á næstunni. 10. mars 2022 10:36 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Mesta dagsveltan á gjaldeyrismarkaði í sex ár Heildarveltan á millibankamarkaði gjaldeyri nam 107 milljónum evra, jafnvirði 15,6 milljarða íslenskra króna, síðastliðinn mánudag þegar Seðlabanki Íslands stóð að baki stærstu gjaldeyrissölu sinni á einum degi í að lágmarki þrettán ár til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar. 10. mars 2022 16:01
Schröder til fundar við Pútín Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er kominn til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun. Fundurinn er liður í sáttaumleitunum sem ætlað er að binda endi á stríðið í Úkraínu. 10. mars 2022 14:43
Fundi ráðherranna lokið: Lavrov heitir því að Rússar verði aldrei aftur háðir Vesturlöndum Fundi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er lokið. Viðræður ráðherranna skiluðu ekki teljandi árangri en ekki er útilokað að þeir muni funda á ný á næstunni. 10. mars 2022 10:36