Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2022 08:52 Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúar. Vísir/Vilhelm Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en þar segir að meðalsölutími íbúða hafi þó lengst nokkuð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun árs miðað við mánuðina á undan. Í janúar var meðalsölutími íbúða á svæðinu 43,9 dagar samanborið við 40,8 daga í desember og 36,8 daga í október. Eftirspurnarþrýstingur er enn nokkur á íbúðamarkaði en fram kemur í skýrslunni að áhrif 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækkana í fyrri hluta febrúar muni ekki koma fram í opinberum tölum strax. Enn eigi því eftir að koma í ljós hvort þær hækkanir muni draga úr eftirspurn. Samkvæmt vísitölu paraðra viðskipta nam 12 mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði um 21,9 prósentum í janúar en þar af hækkaði sérbýli um 27,4 prósent og fjölbýli um 21,5 prósent. Kaup og sala á íbúðarhúsnæði dregist saman Viðskipti með íbúðarhúsnæði hefur hins vegar dregist verulega saman milli mánaða og voru 724 talsins á landinu öllu í janúar. Það er um 32 prósentum minna en í desember. Þó kemur fram í tilkynningunni að sé horft á árstíðarleiðréttar tölur hafi samdrátturinn verið mun minni, eða um 11,2 prósent. Framboð íbúða til sölu hefur þá haldist nokkuð stöðugt undanfarna mánuði eftir mikinn samdrátt undanfarin tvö ár. Í byrjun marsmánaðar voru 983 íbúðir til sölu á landinu öllu samanborið við 1.017 í byrjun febrúar. Í lok febrúar fór framboðið í fyrsta sinn undir 1.000 íbúðir en í mars í fyrra fór það í fyrsta sinn niður fyrir 2.000 íbúðir. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði þá um 1,1 prósent milli mánaða miðað við vísitölu leiguverðs í janúar. Leiguverðið er þá um 31,2 prósentum hærra en það var árið 2015 á höfuðborgarsvæðinu ef miðað er við fast verðlag. Þá lækkaði hlutfalli leigjenda í vanskilum töluvert á síðast ári en það var um 5,7 prósent samanborið við 8,4 prósent árið 2020. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. 16. mars 2022 16:31 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert. 12. mars 2022 08:01 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en þar segir að meðalsölutími íbúða hafi þó lengst nokkuð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun árs miðað við mánuðina á undan. Í janúar var meðalsölutími íbúða á svæðinu 43,9 dagar samanborið við 40,8 daga í desember og 36,8 daga í október. Eftirspurnarþrýstingur er enn nokkur á íbúðamarkaði en fram kemur í skýrslunni að áhrif 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækkana í fyrri hluta febrúar muni ekki koma fram í opinberum tölum strax. Enn eigi því eftir að koma í ljós hvort þær hækkanir muni draga úr eftirspurn. Samkvæmt vísitölu paraðra viðskipta nam 12 mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði um 21,9 prósentum í janúar en þar af hækkaði sérbýli um 27,4 prósent og fjölbýli um 21,5 prósent. Kaup og sala á íbúðarhúsnæði dregist saman Viðskipti með íbúðarhúsnæði hefur hins vegar dregist verulega saman milli mánaða og voru 724 talsins á landinu öllu í janúar. Það er um 32 prósentum minna en í desember. Þó kemur fram í tilkynningunni að sé horft á árstíðarleiðréttar tölur hafi samdrátturinn verið mun minni, eða um 11,2 prósent. Framboð íbúða til sölu hefur þá haldist nokkuð stöðugt undanfarna mánuði eftir mikinn samdrátt undanfarin tvö ár. Í byrjun marsmánaðar voru 983 íbúðir til sölu á landinu öllu samanborið við 1.017 í byrjun febrúar. Í lok febrúar fór framboðið í fyrsta sinn undir 1.000 íbúðir en í mars í fyrra fór það í fyrsta sinn niður fyrir 2.000 íbúðir. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði þá um 1,1 prósent milli mánaða miðað við vísitölu leiguverðs í janúar. Leiguverðið er þá um 31,2 prósentum hærra en það var árið 2015 á höfuðborgarsvæðinu ef miðað er við fast verðlag. Þá lækkaði hlutfalli leigjenda í vanskilum töluvert á síðast ári en það var um 5,7 prósent samanborið við 8,4 prósent árið 2020.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. 16. mars 2022 16:31 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert. 12. mars 2022 08:01 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. 16. mars 2022 16:31
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20
Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert. 12. mars 2022 08:01