„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Snorri Másson skrifar 25. apríl 2022 11:55 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir verra að eiga þinglega umræðu um söluna á Íslandsbanka í dag án þeirra upplýsinga sem hefðu átt að koma fram í máli Bankasýslu ríkisins á opnum fundi fjárlaganefndar í dag. Bankasýslan bað um tveggja daga frest. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. „Auðvitað skiptir máli að hafa það í huga að ábyrgðin á þessu ferli liggur ekki bara hjá bankasýslunni en það liggur auðvitað fyrir að þessi framkoma núna eykur ekki trúverðugleika þessa ferlis,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Forstjóri Bankasýslu ríkisins vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var óskað en fram hefur komið að Bankasýslan vinni að svörum við tugum spurninga frá fjárlaganefnd. „Þetta eru algerlega óásættanleg vinnubrögð. Þessi fundur var boðaður vel fyrir páska. Þessar spurningar voru sendar fyrir um þremur vikum síðan. Þetta mál hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi síðan þá, og Bankasýslan hefur bara ekki verið að sinna starfi sínu í millitíðinni,“ segir Kristrún. Til stendur að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytji munnlega skýrslu um bankasöluna á Alþingi í dag. Það segir Kristrún að sé óheppilegt í ljósi þess að mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram í minnisblaðinu sem hefði átt að kynna í morgun. „Eftir þessa munnlegu skýrslu síðar í dag verður ekki formleg umræða um Íslandsbankasöluna, nema þá að stjórnarandstaðan ákveði að taka þetta upp í störfum þingsins eða fundarstjórn. Og það er mjög slæmt fyrir þinglega umræðu að þessar upplýsingar hafi ekki komið á undan umræðunni um munnlegu skýrsluna í dag,“ segir Kristrún. Ferlið gekk ekki sem skyldi Stjórnarþingmenn hafa lýst miklum vonbrigðum með frest Bankasýslunnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, vísar því þó á bug í samtali við fréttastofu að reynt sé með því að gagnrýna Bankasýsluna að varpa ábyrgðinni af ríkisstjórninni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég vísa því algerlega á bug. Það er þetta framkvæmdarferli sem við höfum verið að gagnrýna og viljum fá svör við. Við teljum það sýnt miðað við þær upplýsingar sem við höfum að það hafi ekki gengið sem skyldi. Því vörpum við fram þessum spurningum, til að fá þessi svör,“ segir Bjarkey. Tíminn sem Bankasýslan taki sér sé sannarlega of langur og það tefur eftirlitshlutverk Alþingis, að sögn Bjarkeyjar. „Mér finnst það eiginlega algerlega ótækt að biðja um frest með svona litlum fyrirvara þar sem ég tel nú að stærstur hluti þeirra spurninga sem við lögðum fyrir bankasýsluna hefði átt að liggja fyrir við útboðið sjálft,“ segir Bjarkey. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
„Auðvitað skiptir máli að hafa það í huga að ábyrgðin á þessu ferli liggur ekki bara hjá bankasýslunni en það liggur auðvitað fyrir að þessi framkoma núna eykur ekki trúverðugleika þessa ferlis,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Forstjóri Bankasýslu ríkisins vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var óskað en fram hefur komið að Bankasýslan vinni að svörum við tugum spurninga frá fjárlaganefnd. „Þetta eru algerlega óásættanleg vinnubrögð. Þessi fundur var boðaður vel fyrir páska. Þessar spurningar voru sendar fyrir um þremur vikum síðan. Þetta mál hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi síðan þá, og Bankasýslan hefur bara ekki verið að sinna starfi sínu í millitíðinni,“ segir Kristrún. Til stendur að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytji munnlega skýrslu um bankasöluna á Alþingi í dag. Það segir Kristrún að sé óheppilegt í ljósi þess að mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram í minnisblaðinu sem hefði átt að kynna í morgun. „Eftir þessa munnlegu skýrslu síðar í dag verður ekki formleg umræða um Íslandsbankasöluna, nema þá að stjórnarandstaðan ákveði að taka þetta upp í störfum þingsins eða fundarstjórn. Og það er mjög slæmt fyrir þinglega umræðu að þessar upplýsingar hafi ekki komið á undan umræðunni um munnlegu skýrsluna í dag,“ segir Kristrún. Ferlið gekk ekki sem skyldi Stjórnarþingmenn hafa lýst miklum vonbrigðum með frest Bankasýslunnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, vísar því þó á bug í samtali við fréttastofu að reynt sé með því að gagnrýna Bankasýsluna að varpa ábyrgðinni af ríkisstjórninni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég vísa því algerlega á bug. Það er þetta framkvæmdarferli sem við höfum verið að gagnrýna og viljum fá svör við. Við teljum það sýnt miðað við þær upplýsingar sem við höfum að það hafi ekki gengið sem skyldi. Því vörpum við fram þessum spurningum, til að fá þessi svör,“ segir Bjarkey. Tíminn sem Bankasýslan taki sér sé sannarlega of langur og það tefur eftirlitshlutverk Alþingis, að sögn Bjarkeyjar. „Mér finnst það eiginlega algerlega ótækt að biðja um frest með svona litlum fyrirvara þar sem ég tel nú að stærstur hluti þeirra spurninga sem við lögðum fyrir bankasýsluna hefði átt að liggja fyrir við útboðið sjálft,“ segir Bjarkey. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37
Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59