Mun gjósa á nýjan leik í Eyjum? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. maí 2022 08:00 Það verður ekkert gefið eftir í Eyjum í kvöld. vísir/vilhelm Annar leikur ÍBV og Hauka í úrslitakeppni Olís-deildar karla fer fram í kvöld og ef sagan hefur kennt okkur eitthvað þá verða læti í Eyjum í kvöld. Liðin spiluðu frægan leik í Eyjum árið 2019 sem endaði með því að fjögur rauð spjöld fóru á loft. Það varð allt gjörsamlega brjálað. Sá leikur dró dilk á eftir sér því Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var dæmdur í þriggja leikja bann eftir umdeilt atvik er hann féll í gólfið með Heimi Óla Heimissyni, línumanni Hauka. Í kjölfarið gengu skeytin á milli félaganna í fjölmiðlum og mikill hiti var í öllum samskiptum sem og í stúkunni í næsta leik. ÍBV vann fyrsta leik liðanna á dögunum en eins og við mátti búast var hiti í leiknum. Þar komu líka upp atvik þar sem Kári Kristján og Heimir Óli komu við sögu. Kunnuglegt stef. Ólafur Ægir Ólafsson fór með hnéð í kviðinn á Kára og svo féll Heimir Óli með miklum tilþrifum eftir að hafa verið nánast klæddur úr treyjunni. Eyjamenn vildu meina að þar hefði Heimir Óli kryddað hlutina fullmikið. Sjá má þau atvik hér að neðan. Klippa: Umdeild atvik í leik eitt hjá Haukum og ÍBV Það er augljóslega mjög grunnt á því góða milli félaganna og hitastigið verður klárlega hátt í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og sviðsljósið örugglega talsvert á línumönnunum sterku. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan verður í Eyjum og mun byrja að hita upp klukkan 17.30. Hér að neðan má sjá umræðu Seinni bylgjunnar um hitann á milli félaganna. Klippa: Seinni bylgjan um hitann á milli ÍBV og Hauka Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Liðin spiluðu frægan leik í Eyjum árið 2019 sem endaði með því að fjögur rauð spjöld fóru á loft. Það varð allt gjörsamlega brjálað. Sá leikur dró dilk á eftir sér því Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var dæmdur í þriggja leikja bann eftir umdeilt atvik er hann féll í gólfið með Heimi Óla Heimissyni, línumanni Hauka. Í kjölfarið gengu skeytin á milli félaganna í fjölmiðlum og mikill hiti var í öllum samskiptum sem og í stúkunni í næsta leik. ÍBV vann fyrsta leik liðanna á dögunum en eins og við mátti búast var hiti í leiknum. Þar komu líka upp atvik þar sem Kári Kristján og Heimir Óli komu við sögu. Kunnuglegt stef. Ólafur Ægir Ólafsson fór með hnéð í kviðinn á Kára og svo féll Heimir Óli með miklum tilþrifum eftir að hafa verið nánast klæddur úr treyjunni. Eyjamenn vildu meina að þar hefði Heimir Óli kryddað hlutina fullmikið. Sjá má þau atvik hér að neðan. Klippa: Umdeild atvik í leik eitt hjá Haukum og ÍBV Það er augljóslega mjög grunnt á því góða milli félaganna og hitastigið verður klárlega hátt í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og sviðsljósið örugglega talsvert á línumönnunum sterku. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan verður í Eyjum og mun byrja að hita upp klukkan 17.30. Hér að neðan má sjá umræðu Seinni bylgjunnar um hitann á milli félaganna. Klippa: Seinni bylgjan um hitann á milli ÍBV og Hauka
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira