Boða allt að 30 prósenta samdrátt á losun vegna steypu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 18:16 Breytingar á steypukafla byggingarreglugerðar gætu haft í för með sér verulegan samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir straumhvörf væntanleg í byggingariðnaði með fyrirhuguðum breytingum á styepukafla byggingarreglugerðar. Með þeim megi búast við allt að þrjátíu prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna steypu. Breytt regluverk um steypu var kynnt á fundi innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, í dag og hafa drög að reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð verið birt í samráðsgáttinni. Fram kemur í tilkynningu á vef HMS að áætla megi að breytingar á regluverkinu geti haft þau áhrif að um 20 til 30 prósenta samdráttur verði á losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar steypu og um sex prósenta samdráttur á losun vegna byggingariðnaðarins í heild. Þá segir að helstu breytingarnar felist í sveigjanlegri og markmiðsbundnum ákvæðum sem muni opna fyrir grænar lausnir en áfram verði sömu áherslur á öryggi og gæði. „Breytingarnar skapa meðal annars hvata til að nota fjölbreyttari samsetningar í steypuíblöndun, nýta mismunandi blöndur fyrir ólíkar aðstæður og endurvinna steinefni. Markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif steypunnar og tryggja endingu hennar með tilheyrandi ávinningi,“ segir í tilkynningunni. Þannig megi lækka kolefnisspor íslenskra bygginga en byggingarefnin sjálf beri ábyrgð á um 45 prósentum kolefnissporsins. Fram kemur í tilkynningunni að sérstakur faghópur hafi unnið tillögurnar á breytingunum og hafi fyrstu tillögur verið unnar í samstarfi við sérfræðingana Eyþór Rafn Þórhallsson dósent í iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík, Einar Einarsson framkvæmdastjóra gæða- og umhverfissviðs og Hornsteins og Guðbjart Einarsson sviðsstjóra bygginga hjá Ríkiseignum. Í framhaldinu hafi svo verið settur á stofn samráðshópur fagaðila en í þeim hópi áttu sæti Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, Verkfræðingafélag Íslands, Arkitektafélag Íslands, Grænni byggð, Verkfræðistofnun Háskóla Íslands og Mannvit. Byggingariðnaður Umhverfismál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Breytt regluverk um steypu var kynnt á fundi innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, í dag og hafa drög að reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð verið birt í samráðsgáttinni. Fram kemur í tilkynningu á vef HMS að áætla megi að breytingar á regluverkinu geti haft þau áhrif að um 20 til 30 prósenta samdráttur verði á losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar steypu og um sex prósenta samdráttur á losun vegna byggingariðnaðarins í heild. Þá segir að helstu breytingarnar felist í sveigjanlegri og markmiðsbundnum ákvæðum sem muni opna fyrir grænar lausnir en áfram verði sömu áherslur á öryggi og gæði. „Breytingarnar skapa meðal annars hvata til að nota fjölbreyttari samsetningar í steypuíblöndun, nýta mismunandi blöndur fyrir ólíkar aðstæður og endurvinna steinefni. Markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif steypunnar og tryggja endingu hennar með tilheyrandi ávinningi,“ segir í tilkynningunni. Þannig megi lækka kolefnisspor íslenskra bygginga en byggingarefnin sjálf beri ábyrgð á um 45 prósentum kolefnissporsins. Fram kemur í tilkynningunni að sérstakur faghópur hafi unnið tillögurnar á breytingunum og hafi fyrstu tillögur verið unnar í samstarfi við sérfræðingana Eyþór Rafn Þórhallsson dósent í iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík, Einar Einarsson framkvæmdastjóra gæða- og umhverfissviðs og Hornsteins og Guðbjart Einarsson sviðsstjóra bygginga hjá Ríkiseignum. Í framhaldinu hafi svo verið settur á stofn samráðshópur fagaðila en í þeim hópi áttu sæti Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, Verkfræðingafélag Íslands, Arkitektafélag Íslands, Grænni byggð, Verkfræðistofnun Háskóla Íslands og Mannvit.
Byggingariðnaður Umhverfismál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira