„Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2022 18:30 Bankastjóri Íslandsbanka segir að æskilegt hefði verið að girða fyrir kaup starfsmanna sem komu að útboði bankans á þessu ári. Verið sé að breyta reglum til að koma í veg fyrir slíkt. Hún segist ekki vita hvort starfsmenn hafi áður keypt hluti í útboðum sem þeir hafi á sama tíma sinnt. Ellefu ráðgjafafyrirtæki komu að sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Fyrirtækja-og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var meðal þessara fyrirtækja en tveir starfsmenn þar keyptu hlutabréf í útboðinu, einn starfsmaður Íslandssjóða og fimm aðrir starfsmenn bankans. Fljótlega eftir hlutafjárútboðið kom fram gagnrýni á að eigendur og eða starfsmenn ráðgjafafyrirtækjanna hefðu líka keypt í útboðinu. Þá er Fjármálaeftirlitið að gera úttekt á kaupum söluaðila og hvernig þeir mátu fjárfesta hæfa. Segir forstjóra Bankasýslunnar fara með rangt mál Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar sagði m.a. í fréttum að það væru miklir hagsmunaárekstrar og vonbrigði ef ráðgjafar hefðu keypt í útboðinu. Það myndi aldrei koma til greina á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir þetta ekki alls kostar rétt. „Það er er reyndar töluvert mismunandi eftir fjármálastofnunum bæði hérlendis og erlendis hvort söluráðgjafar mega taka þátt í útboðum sem þeir annast,“ segir hún. Birna segir að reglur bankans hafi leyft að starfsmenn keyptu í útboðinu þrátt fyrir að sjá á sama tíma um söluna á bankanum. „Samkvæmt reglum bankans var það heimilt, en þetta er nú til endurskoðunar en með ákveðnum skilyrðum. Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi þegar við stóðum frammi fyrir þessu útboði á dögunum,“ segir hún. Birna segist ekki hafa upplýsingar um hvort að starfsmenn bankans hafi áður við umsjón í hlutafjárútboðum líka keypt í þeim útboðum. „Ég kannast ekki við nein dæmi um það, en örugglega er hægt að fara aftur í tímann og finna slík tilfelli,“ segir hún. Birna segir að þessu verði væntanlega breytt á stjórnarfundi bankans í júní. „Reglurnar verða stífari en líka skýrari þá hvernig undantekningar eru og þess háttar þannig að við förum yfir þær í heild sinni,“ segir hún. Bankasýslan hefur greitt bankanum að hluta fyrir ráðgjafastörfin Bankasýslan hefur gefið út að hún ætli að halda eftir þóknun til ráðgjafafyrirtækja þar til Fjármálaeftirlitið sé búið að rannsaka málið. Birna segir að það eigi við um þóknun Íslandsbanka að hluta til. Það er einhver upphafsgreiðsla sem hefur þegar átt sér stað og svo einhver greiðsla sem þeir vilja bíða með,“ segir hún að lokum. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Ellefu ráðgjafafyrirtæki komu að sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Fyrirtækja-og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var meðal þessara fyrirtækja en tveir starfsmenn þar keyptu hlutabréf í útboðinu, einn starfsmaður Íslandssjóða og fimm aðrir starfsmenn bankans. Fljótlega eftir hlutafjárútboðið kom fram gagnrýni á að eigendur og eða starfsmenn ráðgjafafyrirtækjanna hefðu líka keypt í útboðinu. Þá er Fjármálaeftirlitið að gera úttekt á kaupum söluaðila og hvernig þeir mátu fjárfesta hæfa. Segir forstjóra Bankasýslunnar fara með rangt mál Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar sagði m.a. í fréttum að það væru miklir hagsmunaárekstrar og vonbrigði ef ráðgjafar hefðu keypt í útboðinu. Það myndi aldrei koma til greina á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir þetta ekki alls kostar rétt. „Það er er reyndar töluvert mismunandi eftir fjármálastofnunum bæði hérlendis og erlendis hvort söluráðgjafar mega taka þátt í útboðum sem þeir annast,“ segir hún. Birna segir að reglur bankans hafi leyft að starfsmenn keyptu í útboðinu þrátt fyrir að sjá á sama tíma um söluna á bankanum. „Samkvæmt reglum bankans var það heimilt, en þetta er nú til endurskoðunar en með ákveðnum skilyrðum. Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi þegar við stóðum frammi fyrir þessu útboði á dögunum,“ segir hún. Birna segist ekki hafa upplýsingar um hvort að starfsmenn bankans hafi áður við umsjón í hlutafjárútboðum líka keypt í þeim útboðum. „Ég kannast ekki við nein dæmi um það, en örugglega er hægt að fara aftur í tímann og finna slík tilfelli,“ segir hún. Birna segir að þessu verði væntanlega breytt á stjórnarfundi bankans í júní. „Reglurnar verða stífari en líka skýrari þá hvernig undantekningar eru og þess háttar þannig að við förum yfir þær í heild sinni,“ segir hún. Bankasýslan hefur greitt bankanum að hluta fyrir ráðgjafastörfin Bankasýslan hefur gefið út að hún ætli að halda eftir þóknun til ráðgjafafyrirtækja þar til Fjármálaeftirlitið sé búið að rannsaka málið. Birna segir að það eigi við um þóknun Íslandsbanka að hluta til. Það er einhver upphafsgreiðsla sem hefur þegar átt sér stað og svo einhver greiðsla sem þeir vilja bíða með,“ segir hún að lokum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00
„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09