Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2022 19:02 Samkvæmt yfirlýsingu Landspítalans átti Skúli ekki að vera í samskiptum við sjúklinga. Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. Forsvarsmenn Landspítalans höfðu lýst því yfir að læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, yrði ekki í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Það er Ríkisútvarpið sem greinir frá en fréttastofu RÚV barst á dögunum ábending frá sjúklingi sem sagði lækninn hafa sinnt sér og útskrifað af bráðalyflækningadeild. Í svari frá spítalanum segir að vegna manneklu og undirmönnunar hafi það komið fyrir, af og til, að læknirinn hafi sinnt sjúklingum en þá undir handleiðslu annars læknis, enda sé umræddur læknir, Skúli Tómas, aðeins með tamkarkað lækningaleyfi. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu vegna atvikana á HSS en fékk seinna takmarkað lækningaleyfi frá Landlæknisembættinu. Fyrir neðan má finna svar spítalans í heild: „Í desember síðastliðinn var ákveðið að umræddur starfsmaður yrði færður til í starfi þar til skýrari myndi fengist af máli hans. Síðan þá hefur hann aðallega haft það verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna á A2 og COVID göngudeild. Af og til koma hafa komið upp á spítalanum, vegna manneklu og undirmönnunar, neyðartilfelli þar sem umræddur starfsmaður sinnir sjúklingum á viðkomandi deildum en það er þá undir handleiðslu annars læknis enda er umræddur starfsmaður aðeins með takmarkað lækningaleyfi frá Landlækni sem háð er tilteknum skilyrðum. Afstaða spítalans í málinu frá því í desember er óbreytt.“ RÚV greinir frá því að lögregla bíði nú eftir matsgerð dómkvaddra matsmanna en samkvæmt fréttum Vísis af málinu áttu þeir að hefja störf í janúar síðastliðnum. Eiga þeir að svara spurningum um meðferð, greiningar og umönnun þeirra sjúklinga sem rannsókn lögreglu varðar. Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Forsvarsmenn Landspítalans höfðu lýst því yfir að læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, yrði ekki í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Það er Ríkisútvarpið sem greinir frá en fréttastofu RÚV barst á dögunum ábending frá sjúklingi sem sagði lækninn hafa sinnt sér og útskrifað af bráðalyflækningadeild. Í svari frá spítalanum segir að vegna manneklu og undirmönnunar hafi það komið fyrir, af og til, að læknirinn hafi sinnt sjúklingum en þá undir handleiðslu annars læknis, enda sé umræddur læknir, Skúli Tómas, aðeins með tamkarkað lækningaleyfi. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu vegna atvikana á HSS en fékk seinna takmarkað lækningaleyfi frá Landlæknisembættinu. Fyrir neðan má finna svar spítalans í heild: „Í desember síðastliðinn var ákveðið að umræddur starfsmaður yrði færður til í starfi þar til skýrari myndi fengist af máli hans. Síðan þá hefur hann aðallega haft það verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna á A2 og COVID göngudeild. Af og til koma hafa komið upp á spítalanum, vegna manneklu og undirmönnunar, neyðartilfelli þar sem umræddur starfsmaður sinnir sjúklingum á viðkomandi deildum en það er þá undir handleiðslu annars læknis enda er umræddur starfsmaður aðeins með takmarkað lækningaleyfi frá Landlækni sem háð er tilteknum skilyrðum. Afstaða spítalans í málinu frá því í desember er óbreytt.“ RÚV greinir frá því að lögregla bíði nú eftir matsgerð dómkvaddra matsmanna en samkvæmt fréttum Vísis af málinu áttu þeir að hefja störf í janúar síðastliðnum. Eiga þeir að svara spurningum um meðferð, greiningar og umönnun þeirra sjúklinga sem rannsókn lögreglu varðar.
Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira