Utanríkismálanefnd misvel til fara á fundi utanríkisráðherra Eista Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2022 11:25 Þorgerður Katrín lætur sér hvergi bregða þó hún sé ekki eins vel til höfð og að var stefnt en utanríkismálanefnd er nú stödd á eistneska þinginu. Hluti farangurs nefndarmanna skilaði sér ekki á áfangastað. Vísir/Vilhelm Utanríkismálanefnd er nú í heimsókn í eistneska þinginu en svo bagalega vildi til að töskur nefndarmanna týndust í fluginu og íslensku fulltrúarnir eru því ekki eins vel til höfð og til stóð. Vísir náði að heyra örsnöggt í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar en hún er ein nefndarmanna, áður en hún gekk á fund utanríkisráðherra Eista. Hún er ein þeirra sem ekki fékk sinn farangur en lætur sér hvergi bregða. „Ég bara girði mig í brók. Ég er með sparsl í handtöskunni minni þannig að þetta bjargast.“ Að sögn Þorgerðar var það svo að flestir nefndarmanna lentu í því að farangur þeirra barst ekki. Nema einn nefndarmanna fékk sína tösku í gærkvöldi, Jakob Frímann Magnússon, þekktur skart- og heimsmaður, fékk sína tösku í gærkvöldi. „Jakob Frímann er vel snyrtur í dag,“ segir Þorgerður Katrín í léttum dúr. Spurð hvort þetta sé ekki bagalegt þá telur hún svo ekki vera, eiginlega bara þvert á móti. „Þeir sjá aumur á okkur og samband okkar verður bara dýpra og betra en annars.“ Einhverjir nefndarmanna skutust í búðir fyrir allar aldir til að fata sig upp. Þorgerður Katrín fór ekki í það en fundur var í morgun með utanríkisnefnd Eistlands. Þar voru rædd samskipti Norðurlandanna og fleira. „Þeir telja mikilvægt að vera bæði í NATO og ESB að teknu tilliti til efnahagslegs- og hernaðarlegs öryggis. Það var hollt og gott fyrir andstæðinga ESB að hlusta á það. Við Logi [Einarsson formaður Samfylkingarinnar] erum þau einu hér sem hafa talað fyrir Evrópusamvinnu.“ Þá var rætt um ástandið í Úkraínu en Eistar hafa lengi varað við yfirgangi Rússa. „Gott að sjá að Vesturlöndin eru að vakna,“ sagði Þorgerður Katrín, rétt áður en blaðamaður Vísis missti hana inn á fund utanríkisráðherra Eista. Uppfært 13:46 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar gætti misskilnings, þess að Jakob Frímann Magnússon hafi látið senda tösku sína á áfangastað áður en hann sjálfur flaug til fundar við Eista. Svo mun ekki hafa verið en lánið lék hins vegar við Jakob, því hann einn nefndarmanna fékk sína tösku með skilum eftir fundinn. Þetta hefur verið lagfært og eru lesendur sem og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu. Utanríkismál Eistland Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Vísir náði að heyra örsnöggt í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar en hún er ein nefndarmanna, áður en hún gekk á fund utanríkisráðherra Eista. Hún er ein þeirra sem ekki fékk sinn farangur en lætur sér hvergi bregða. „Ég bara girði mig í brók. Ég er með sparsl í handtöskunni minni þannig að þetta bjargast.“ Að sögn Þorgerðar var það svo að flestir nefndarmanna lentu í því að farangur þeirra barst ekki. Nema einn nefndarmanna fékk sína tösku í gærkvöldi, Jakob Frímann Magnússon, þekktur skart- og heimsmaður, fékk sína tösku í gærkvöldi. „Jakob Frímann er vel snyrtur í dag,“ segir Þorgerður Katrín í léttum dúr. Spurð hvort þetta sé ekki bagalegt þá telur hún svo ekki vera, eiginlega bara þvert á móti. „Þeir sjá aumur á okkur og samband okkar verður bara dýpra og betra en annars.“ Einhverjir nefndarmanna skutust í búðir fyrir allar aldir til að fata sig upp. Þorgerður Katrín fór ekki í það en fundur var í morgun með utanríkisnefnd Eistlands. Þar voru rædd samskipti Norðurlandanna og fleira. „Þeir telja mikilvægt að vera bæði í NATO og ESB að teknu tilliti til efnahagslegs- og hernaðarlegs öryggis. Það var hollt og gott fyrir andstæðinga ESB að hlusta á það. Við Logi [Einarsson formaður Samfylkingarinnar] erum þau einu hér sem hafa talað fyrir Evrópusamvinnu.“ Þá var rætt um ástandið í Úkraínu en Eistar hafa lengi varað við yfirgangi Rússa. „Gott að sjá að Vesturlöndin eru að vakna,“ sagði Þorgerður Katrín, rétt áður en blaðamaður Vísis missti hana inn á fund utanríkisráðherra Eista. Uppfært 13:46 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar gætti misskilnings, þess að Jakob Frímann Magnússon hafi látið senda tösku sína á áfangastað áður en hann sjálfur flaug til fundar við Eista. Svo mun ekki hafa verið en lánið lék hins vegar við Jakob, því hann einn nefndarmanna fékk sína tösku með skilum eftir fundinn. Þetta hefur verið lagfært og eru lesendur sem og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu.
Utanríkismál Eistland Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira