Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 14:31 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni. Vísir/Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn boðuðu í dag til blaðamannafundar í Grósku til þess að tilkynna að þeir ætluðu að hefja formlegar meirihlutaviðræður í borginni. Tíu dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningur og þetta fyrstu formlegu viðræðurnar sem farið er í í borginni. „Það er samhljómur með þessum flokkum og við sjáum það í kosningabaráttunni að það var samhljómur í samgöngumálum, skipulagsmálum, velferðarmálum. Við höfum sagt að það þarf að byggja meira, það þarf að byggja hraðar og fölbreyttar, í öðrum hverfum og gera ný hverfi,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. „Við förum með það inn í þessar viðræður og ákall um breytingar víða. Ég heyri ekki annað en að þessir flokkar séu tilbúnir í það samstarf og samtal, annars væru þeir ekki hér í dag. Það er pólitísk ábyrgð okkar allra að mynda meirihluta“ segir Einar. Aðrir flokkar hafi ekki fundið flöt á samstarfi Hann segir ekki hægt að mynda meirihluta til hægri með Sjálfstæðisflokki. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynt mjög ítrekað að fá Viðreisn og VG til samtals og það hefur ekki lukkast hjá þeim. Þá er ekki eftir neinu að bíða heldur en að hefja þetta samtal og sjá hvert það leiðir.“ Hann segist ekki endilega hafa viljað fara í meirihlutaviðræður við aðra flokka en Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, sem mynduðu bandalag að loknum kosningum um að haldast í hendur í viðræðum fyrst um sinn. „Ekkert endilega en það er samt sem áður mjög skýr krafa um breytingar og það hefði ekki verið óeðlilegt að þróa samtal með Sjálfstæðisflokki og öðrum flokkum, Flokki fólksins eða jafnvel Sósíalistum,“ segir Einar. „Ákallið um breytingar kallaði á það að þessir flokkar sem stjórnuðu borginni fyrir kosningar að aðrir flokkar myndu reyna að sjá hvort væri flötur á samstarfi. Það er hreinlega ekki valkostur í dag.“ „Það er nýr meirihluti því hinn meirihlutinn féll“ Einar kallaði í kosningabaráttunni eftir breytingum í borginni, sem flokkarnir sem hann ræðir nú meirihlutasamstarf við töljuðu ekkert sérstaklega fyrir, hafandi verið í meirihluta á liðnu kjörtímabili. Einar segist ekki vera að svíkja kjósendur með því að ganga Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn á hönd. „Það er nýtt upphaf. Það er nýr meirihluti, því hinn meirihlutinn féll. Þeir flokkar sme töluðu svona hafa ekki umboð til þess að halda áfram. Meirihlutinn féll og þá þarf að semja upp á nýtt. Ég legg bara áherslu á það og ég heyri það á þessum flokkum að þeir eru tilbúnir í breytingar og það er gott veganesti í þessar viðræður,“ segir Einar. Flokksmenn Framsóknar hafa kallað eftir því að Einar geri kröfu um borgarstjórastólinn í viðræðunum en hvorki hann né Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa gert það opinberlega. „Ég hef lýst því ítrekað yfir að mér finnst ekki skynsamlegt þegar menn eru að byrja að semja og eiga samtal um framtíð borgarinnar næstu fjögur ár að hefja það á einhverri kröfu og setja mönnum afarkosti,“ segir Einar. „Þau hér við borðið heyra þessa kröfu grasrótarinnar og gætu eflaust haldið fund sjálf og fengið sína flokksmenn til að segja það nákvæmlega sama. Við verðum að vera einbeitt í því að ná árangri og það er það sem skiptir máli.“ Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. 24. maí 2022 13:22 Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24. maí 2022 13:09 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn boðuðu í dag til blaðamannafundar í Grósku til þess að tilkynna að þeir ætluðu að hefja formlegar meirihlutaviðræður í borginni. Tíu dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningur og þetta fyrstu formlegu viðræðurnar sem farið er í í borginni. „Það er samhljómur með þessum flokkum og við sjáum það í kosningabaráttunni að það var samhljómur í samgöngumálum, skipulagsmálum, velferðarmálum. Við höfum sagt að það þarf að byggja meira, það þarf að byggja hraðar og fölbreyttar, í öðrum hverfum og gera ný hverfi,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. „Við förum með það inn í þessar viðræður og ákall um breytingar víða. Ég heyri ekki annað en að þessir flokkar séu tilbúnir í það samstarf og samtal, annars væru þeir ekki hér í dag. Það er pólitísk ábyrgð okkar allra að mynda meirihluta“ segir Einar. Aðrir flokkar hafi ekki fundið flöt á samstarfi Hann segir ekki hægt að mynda meirihluta til hægri með Sjálfstæðisflokki. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynt mjög ítrekað að fá Viðreisn og VG til samtals og það hefur ekki lukkast hjá þeim. Þá er ekki eftir neinu að bíða heldur en að hefja þetta samtal og sjá hvert það leiðir.“ Hann segist ekki endilega hafa viljað fara í meirihlutaviðræður við aðra flokka en Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, sem mynduðu bandalag að loknum kosningum um að haldast í hendur í viðræðum fyrst um sinn. „Ekkert endilega en það er samt sem áður mjög skýr krafa um breytingar og það hefði ekki verið óeðlilegt að þróa samtal með Sjálfstæðisflokki og öðrum flokkum, Flokki fólksins eða jafnvel Sósíalistum,“ segir Einar. „Ákallið um breytingar kallaði á það að þessir flokkar sem stjórnuðu borginni fyrir kosningar að aðrir flokkar myndu reyna að sjá hvort væri flötur á samstarfi. Það er hreinlega ekki valkostur í dag.“ „Það er nýr meirihluti því hinn meirihlutinn féll“ Einar kallaði í kosningabaráttunni eftir breytingum í borginni, sem flokkarnir sem hann ræðir nú meirihlutasamstarf við töljuðu ekkert sérstaklega fyrir, hafandi verið í meirihluta á liðnu kjörtímabili. Einar segist ekki vera að svíkja kjósendur með því að ganga Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn á hönd. „Það er nýtt upphaf. Það er nýr meirihluti, því hinn meirihlutinn féll. Þeir flokkar sme töluðu svona hafa ekki umboð til þess að halda áfram. Meirihlutinn féll og þá þarf að semja upp á nýtt. Ég legg bara áherslu á það og ég heyri það á þessum flokkum að þeir eru tilbúnir í breytingar og það er gott veganesti í þessar viðræður,“ segir Einar. Flokksmenn Framsóknar hafa kallað eftir því að Einar geri kröfu um borgarstjórastólinn í viðræðunum en hvorki hann né Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa gert það opinberlega. „Ég hef lýst því ítrekað yfir að mér finnst ekki skynsamlegt þegar menn eru að byrja að semja og eiga samtal um framtíð borgarinnar næstu fjögur ár að hefja það á einhverri kröfu og setja mönnum afarkosti,“ segir Einar. „Þau hér við borðið heyra þessa kröfu grasrótarinnar og gætu eflaust haldið fund sjálf og fengið sína flokksmenn til að segja það nákvæmlega sama. Við verðum að vera einbeitt í því að ná árangri og það er það sem skiptir máli.“
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. 24. maí 2022 13:22 Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24. maí 2022 13:09 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50
Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. 24. maí 2022 13:22
Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24. maí 2022 13:09