Þörf á langtímasýn frekar en átaki í geðheilbrigðismálum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. júní 2022 13:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að allir þurfi að sammælast að um forgangsmál sé að ræða. Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir fátt koma óvart í svartsýnni skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu. Of oft hafi stjórnvöld ráðist í átak í hinum og þessum málaflokkum en nú skorti langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir og pólitískt þrek. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að eftirspurn og þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu aukist stöðugt milli ára en á sama tíma sé geta stjórnvalda til að tryggja nauðsynlega þjónustu undir væntingum og biðin of löng. Gerðar voru sjö tillögur að úrbótum, sem snúa að öflun upplýsinga, greiningu og utanumhald, að samfellda og samþætta þjónustu, fækka gráum svæðum, bæta aðgengi, stuðla að framboði hæfs fagfólks, tryggja tilvist geðheilsuteyma og vanda til verka við gerð aðgerðaáætlana og eftirfylgni þeirra. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur verið með málið til umfjöllunar og verður álit hennar kynnt á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, segir mikilvægt að nýta tilmæli Ríkisendurskoðunar. „Það er því miður þannig að það er fátt sem kemur á óvart í þessum tilmælum og í lýsingunni á stöðu geðheilbrigðisþjónustu, en þeim mun brýnna að taka höndum saman um að ákveða hvernig eigi að halda fram veginn,“ segir Þórunn. Lífsnauðsynlegt að bregðast við Stærsta áskorunin sé að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga og útrýma biðlistum þannig börn, ungmenni og fullorðnir þurfi ekki að bíða vikum og mánuðum saman eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Of mörg dæmi séu um slíkt. „Við vitum að það hefur bæði áhrif á lífsgæði þeirra, aðstandenda þeirra, framgöngu sjúkdóma og svo framvegis, og við bara hreinlega verðum að bæta úr því. Það er lífsnauðsynlegt,“ segir Þórunn. Vandinn er ekki nýr af nálinni en ítrekað hefur verið varað við slæmri stöðu í geðheilbrigðismálum. „Við kannski erum aðeins of oft búin að gera átak í hinum og þessum þætti geðheilbrigðisþjónustunnar en það sem við þurfum núna er langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir til langs tíma og við þurfum að hafa yfirsýn yfir málaflokkinn, sem hefur því miður skort,“ segir Þórunn. Þá þurfi úthald og pólitískt þrek. „Þannig að það skipti ekki máli í rauninni hverjir séu í ríkisstjórn heldur að við séum öll sammála um að þetta sé algjört forgangsmál,“ segir hún. Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að eftirspurn og þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu aukist stöðugt milli ára en á sama tíma sé geta stjórnvalda til að tryggja nauðsynlega þjónustu undir væntingum og biðin of löng. Gerðar voru sjö tillögur að úrbótum, sem snúa að öflun upplýsinga, greiningu og utanumhald, að samfellda og samþætta þjónustu, fækka gráum svæðum, bæta aðgengi, stuðla að framboði hæfs fagfólks, tryggja tilvist geðheilsuteyma og vanda til verka við gerð aðgerðaáætlana og eftirfylgni þeirra. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur verið með málið til umfjöllunar og verður álit hennar kynnt á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, segir mikilvægt að nýta tilmæli Ríkisendurskoðunar. „Það er því miður þannig að það er fátt sem kemur á óvart í þessum tilmælum og í lýsingunni á stöðu geðheilbrigðisþjónustu, en þeim mun brýnna að taka höndum saman um að ákveða hvernig eigi að halda fram veginn,“ segir Þórunn. Lífsnauðsynlegt að bregðast við Stærsta áskorunin sé að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga og útrýma biðlistum þannig börn, ungmenni og fullorðnir þurfi ekki að bíða vikum og mánuðum saman eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Of mörg dæmi séu um slíkt. „Við vitum að það hefur bæði áhrif á lífsgæði þeirra, aðstandenda þeirra, framgöngu sjúkdóma og svo framvegis, og við bara hreinlega verðum að bæta úr því. Það er lífsnauðsynlegt,“ segir Þórunn. Vandinn er ekki nýr af nálinni en ítrekað hefur verið varað við slæmri stöðu í geðheilbrigðismálum. „Við kannski erum aðeins of oft búin að gera átak í hinum og þessum þætti geðheilbrigðisþjónustunnar en það sem við þurfum núna er langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir til langs tíma og við þurfum að hafa yfirsýn yfir málaflokkinn, sem hefur því miður skort,“ segir Þórunn. Þá þurfi úthald og pólitískt þrek. „Þannig að það skipti ekki máli í rauninni hverjir séu í ríkisstjórn heldur að við séum öll sammála um að þetta sé algjört forgangsmál,“ segir hún.
Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira